Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 47

Andvari - 01.01.2017, Page 47
46 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI ókyrrð hafði verið í Póllandi á liðnum árum og oft komið til uppþota. Í september 1981 var stofnað þar í landi nýtt og óháð verkalýðsfélag sem fékk nafnið Samstaða (Solidarność), og á næstu vikum stóð það fyrir víðtækum verkföllum, fyrst í Lenín-skipasmíðastöðinni í Gdaǹsk og síðan um land allt. Aðgerðirnar drógust á langinn og það tók að hrikta í stoðum kommúnistastjórnarinnar. Kirkjan reyndi að miðla málum undir forystu Pólverjans Karols Wojtyla (Jóhannesar Páls II) á páfastóli en veitti verkfallsmönnum á sama tíma stuðning og skjólshús bæði leynt og ljóst. Björn fylgdist með þessum atburðum af miklum áhuga og lét þau orð falla að þeir væru nú öfundsverðir sem tilheyrðu þess- ari kirkju.122 Hann lifði ekki fall kommúnismans í Austur-Evrópu, en líklega hefði hann ekki harmað þau umskipti. Pólitískar rætur Björns í hugsjónum sósíalismans rofnuðu samt ekki, og eindreginn friðarsinni var hann eftir sem áður. Hann hélt áfram að sækja fundi friðarhreyf- inga jafnt innan lands sem utan, síðast heimsþing þeirra sem haldið var í Prag undir lok júnímánaðar 1983, þremur árum áður en hann kvaddi þennan heim.123 Ferðamaður og fararstjóri Björn Þorsteinsson var þeirrar skoðunar að land, saga og fornleifar væru ein órofa heild. Það hefur átt sinn þátt í því að hann fékk snemma áhuga á að ferðast um fornar slóðir og nýjar og kynna sér þar staðhætti og náttúrufar. Með allan sinn sögufróðleik átti starf leiðsögumanns því einkar vel við hann. Fyrst er greint frá fararstjórn Björns í frétt frá júní 1952. Þar segir frá því að Ferðaskrifstofa ríkisins hafi skipulagt skemmtiferð um hvítasunnuna um Þingvelli að Sogsvirkjun og Krýsuvíkurveginn heim. Leiðsögumaður var Björn Þorsteinsson sagnfræðingur, og þótti hann fróður mjög og ferðin öll hin skemmtilegasta.124 Forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins á þessum tíma var Þorleifur Þórðarson, og hefur hann að öllum líkindum fengið Björn til að taka ferðina að sér. Um svipað leyti kom til starfa hjá Þorleifi ung kona sem hafði verið við nám í Frakklandi. Hún hét Vigdís Finnbogadóttir. Fyrsta verkefni hennar var að taka á móti ferðamönnum af frönsku skipi og fara með þá að Gullfossi og Geysi. Frændsemi og vinátta var á milli Vigdísar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.