Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2017, Side 61

Andvari - 01.01.2017, Side 61
60 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI Einkahagir Björn Þorsteinsson var fjölskyldumaður. Eins og fyrr er getið, var eig- inkona hans Guðrún Guðmundsdóttir, dóttir Laufeyjar Vilhjálmsdóttur kennara og Guðmundar Finnbogasonar landsbókavarðar. Hann var frá Arnstapa í Ljósavatnsskarði, en móðurfólk Guðrúnar átti ættir að rekja til Eyjafjarðar, langafi hennar var hið kunna sálmaskáld séra Björn Halldórsson í Laufási. Þegar Björn og Guðrún staðfestu ráð sitt í júní 1946, var faðir hennar fallinn frá, og bjuggu þau hjá Laufeyju að Suðurgötu 22, þar til hún andaðist árið 1960. Þá fluttust þau til Hafnarfjarðar þar sem Björn keypti íbúðarhús og tékkneskan bíl af gerðinni Skóda („belgskóda“) fyrir afganginn, eins og hann sagði sjálfur frá.169 Síðustu árin bjuggu þau að Hjallabrekku í Kópavogi. Þar komu þau sér upp fallegu heimili með snyrtilegum skrúðgarði umhverfis húsið, og í kjallaranum bjó um tíma einkadóttir þeirra, Valgerður, ásamt eiginmanni sínum, Ágústi Þorgeirssyni, og börnum þeirra þremur. Í Hjallabrekku var jafnan gott að koma, gestrisni, glað- værð og hlýja húsráðenda brást aldrei. Um það getur sá vitnað sem þessar línur skrifar. Björn undi sér óvíða betur en á kontórnum. Veggir allir voru þaktir bókum, og gegnt skrifborðinu var legubekkur þar sem þreyttur gestur fékk að hvíla sig, á meðan Björn gekk um gólf og viðr- aði nýjustu hugmyndir sínar. Öðrum stundum sat hann við Olivetti- ritvélina sína og samdi texta. En þar sem hann var alltaf að fá nýjar hugmyndir og skipta um skoðun, þurfti oft að breyta textanum, klippa í sundur og skeyta saman, svo að handritin litu iðulega út eins og flók- inn bútasaumur. Bækur hans bera þess þó engan veginn merki, textinn víða knappur og afdráttarlaus, eins og allt liggi ljóst fyrir. Guðrún var hægri hönd Björns við bókaskrif. Hún var víðlesin, hafði mörg vest- ræn tungumál á valdi sínu og þýddi fjölda bóka, jafnt skáldsögur og barnabækur sem fræðirit.170 Björn bar umhyggju fyrir nemendum sínum og vildi helst ekki sleppa af þeim hendinni fyrr en þeir hefðu náð fótfestu í lífinu að námi loknu. En honum var líka annt um erlenda gesti sem höfðu áhuga á því að kynna sér íslensk fræði og jafnvel hasla sér þar völl. Einn þeirra var Peter Foote, prófessor í norrænum fræðum við Lundúnaháskóla (University College London). Hann kvaðst hafa kynnst Birni í einni af fyrstu ferð- um sínum til Íslands og lært þá að taka í nefið. Björn hefði í fram- haldinu gefið honum tóbaksbauk með ískorinni mynd af Jóni helga.171
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.