Andvari - 01.01.2017, Page 64
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 63
Helgi Þorláksson, prófessor emeritus, Skúli Sigurðsson, vísindasagnfræð-
ingur í Berlín og Valgerður Björnsdóttir kennari voru svo vinsamleg að lesa
greinina yfir í handriti og færðu ýmislegt til betri vegar. Jón Torfason skjala-
vörður var ráðhollur að vanda, þegar til hans var leitað. Viðmælendur um af-
mörkuð efnisatriði voru: Haukur Jóhannsson, Kjartan Ólafsson, Olga María
Franzdóttir, Sveinbjörn Rafnsson og Vilborg Dagbjartsdóttir. Færi ég þeim
öllum þakkir mínar.
Í andmælaræðu við doktorsvörn komst Björn eitt sinn svo að orði að
öll okkar störf væru tímabundin og afstæð að gildi, og það ætti einn-
ig við um það verk sem vörnin snerist um.176 Þetta eru orð að sönnu.
Fræðibækur eins og önnur mannanna verk eiga sér sjaldnast eilíft líf.
En af fræjum sáðmannsins vex nýr gróður sem kynslóðir munu njóta
góðs af. Björn Þorsteinsson var einn slíkur sáðmaður í heimi sagn-
fræðinnar.
TILVÍSANIR
1 Um ættir Björns Þorsteinssonar er hér einkum stuðst við eftirfarandi greinar: Einar
Laxness. Björn Þorsteinsson 20. marz 1918 – 6. okt. 1986. Saga. Tímarit Sögufélags.
Reykjavík 1987, bls. 7–19. Sigurveig Guðmundsdóttir. Þorsteinn Björnsson, fyrrv. kaup-
maður á Hellu. Minning. Morgunblaðið 2. júní 1973, bls. 22–23.
2 „… Meðan þú sekkur ekki.“ Þorsteinn Björnsson frá Selsundi rekur sögu sína. Fyrri
hluti: Úr Kvíslum í Djúpós. Tíminn. Sunnudagsblað 5. mars 1967, bls. 199.
3 Sbr. Sigurður H. Þorsteinsson. Björn Þorsteinsson prófessor. Minning. Morgunblaðið 16.
okt. 1986, bls. 51.
4 „… Meðan þú sekkur ekki“ (Fyrri hluti), bls. 199–200. Björn Þorsteinsson segir reyndar
að læknirinn hafi verið Guðmundur Björnsson landlæknir (Helluminningar. Á fornum
slóðum og nýjum. Greinasafn gefið út í tilefni sextugsafmælis höfundar 20. mars 1978.
Reykjavík 1978, bls. 224).
5 Sigurður varð síðar kennari og skólastjóri, Kristín hjúkrunarfræðingur og Sigríður hár-
greiðslukona í Kópavogi (Sigurveig Guðmundsdóttir, Þorsteinn Björnsson, fyrrv. kaup-
maður á Hellu. Minning, bls. 23).
6 Johannes Carl Klein fæddist í Kaupmannahöfn 24. febr. 1887. Hann settist að í Reykjavík
1918 og rak um árabil verslun og kjötiðju að Baldursgötu 14. Fyrri eiginkona Kleins
var Elín Þorláksdóttir frá Ísafirði. Þau eignuðust fjögur börn, og komust þrjú þeirra á
fullorðinsár. Elín andaðist 1925. Fjórum árum síðar kvæntist hann systur Elínar, Sylvíu
Þorláksdóttur (1887–1954). Þau eignuðust einn son, en hann lést á fyrsta ári. J.C.Klein
andaðist í Reykjavík 30. júlí 1982 (Björn Þorsteinsson. Johannes Carl Klein kjötkaup-
maður. Á fornum slóðum og nýjum, bls. 208–223).