Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 78

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 78
ANDVARI TVENNT Í HEIMI 77 Hin víðfleyga trúarhvatning kemur þannig fyrst fram í einni þeirra vísna sem Steingrímur jók í kvæði sitt frá öndverðum Hafnarárum. Nú hefur fennt yfir báðar gerðir þess kvæðis, allt nema vísuna um tvennt í heimi. III Á uppvaxtarárum Steingríms Thorsteinssonar var Byron lávarður (1788– 1824) eitt helzta tízkuskáld Evrópumanna. Áhrifa hans þykir þó ekki gæta í íslenzkum skáldskap fyrr en á fimmta áratug 19. aldar, í ljóðum eftir Grím Thomsen og Gísla Brynjúlfsson. Bókmenntafræðingar hafa þá einkum í huga tiltekið sjónarmið: að lífið sé undirorpið hryggð og sárindum, veraldlegir hlutir hverfulir, heimurinn fánýtur innst inni. Þannig hafði Gísli Brynjúlfsson „Vanitas vanitatum et omnia vana“ að einkunnarorðum hins langa, byronska harmakvæðis er hann nefndi Faraldur og lét birtast í Norðurfara 1848.2 Eftir að Steingrímur settist um kyrrt í Kaupmannahöfn las hann skáldskap nýrri tíma enn kappsamlegar en verið hafði á námsárunum heima.3 Hann kynntist skáldskap Byrons lávarðar fyrir utanför, en í Höfn hófst hann að marki handa við að snúa ljóðum eftir hann á íslenzku og hélt því áfram lengi síðan. Árið 1903 safnaði hann Byron-þýðingum sínum saman í sérstaka bók og fylgdi þeim eftir með æviágripi skáldsins og skýringargreinum.4* Í æviágripinu ber Steingrímur lof á kvæðaflokk Byrons, Don Juan, en segir jafnframt að þar sé undiraldan þrátt fyrir allt „sí og æ hin sama, ef- unin og örvæntingin og lífsskoðunin sú, að allt sé í rauninni einskis vert (Nihilismus)“. 5 Engin goðgá er að ætla að í Lífshvöt snúist Steingrímur gegn þessum þætti í hugmyndaheimi Byrons, kvæðið sé að því leyti reikningsskil. Hann gat vissulega metið hátt orðlist Byrons eftir sem áður. Reikningsskil? En því það? Jú, ungi maðurinn í fyrri hluta Lífshvatar, harmþrunginn og bölsýnn á allt * Aftan við æviágripið stendur þessi neðanmálsgrein: „Í íslenzkum skáldskap kennir og nokkurra áhrifa af B. t.d. í stöku kvæðum Gríms Thomsens (sbr. „Ólund“, „Lengir nóttu“, „Heift“). Með hinu ágæta riti sínu „Om Lord Byron“, Kjøbenhavn 1845, gerði Gr. Th. mikið til þess, að B. og skáldskapur hans yrði almennt þekktur í Danmörk, mun það rit einnig hafa orðið til þess, að fleiri hér á landi fengu kynni af skáldskap B-s en orðið hefði ella. Gísli Brynjúlfsson hefir í sumum kvæðum stælt B., sérstaklega í Faraldi. Það sem minnir á byronska lífsskoðun í kvæðum Jónasar Hallgrímssonar og Kristjáns Jónssonar mun vera frá Heine, en það heyrir óbeinlínis undir sömu stefnuna og vísar til sama upprunans.“ Þarna á Steingrímur við svonefnda heimshryggð eða lífsleiða, „Weltschmerz“, sem hann víkur að í æviágripinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.