Andvari - 01.01.2017, Page 80
ANDVARI TVENNT Í HEIMI 79
IV
Enda þótt fyrri hluti Lífshvatar sé allur í anda rómantískrar heimshryggðar
er bragstíllinn sjálfur sneyddur rómantísku nýjabragði, ólíkt því sem við á
um sum önnur ljóð Steingríms á Hafnarárum, þau sem hrifu hjörtu Íslands
barna. Bragstíllinn er beinlínis gamall í sér, með svipmóti upplýsingarald-
ar; ef til vill að yfirlögðu ráði, því seinni hlutann, andsvarið við bölmóð-
inum, gegnsýrir hugsun upplýsingarmanna, skáldið teflir þar fram ljósi gegn
myrkri. Í endurskoðuðu gerðinni 1881 segir meðal annars:
Vopndjörf sál þín verði,
Varpaðu fargi kífs,
Fylg með sannleiks sverði
Sólarmerkjum lífs.
Líttu dólga dimma,
Drembið myrkra lið
Færa fylking grimma
Fram á vallar svið.
Líttu ljóssins skara, -
Leiftra geislaspjót, -
Bjarta fylking fara
Fjanda liði mót.
Fyrir sök hins sanna
Sértu í ljóssins her,
Vængir Valkyrjanna
Veifast yfir þér.
Líf er herför ljóssins,
Líf er andans stríð,
Sæk til sigurhróssins
Svo er ævin fríð.
Vísur þessar beina hug lesandans rakleitt að erfikvæði Jónasar Hallgrímssonar
um Magnús Stephensen dómstjóra í Viðey, Magnúsarkviðu (1842). Þar
lætur skáldið Magnús upplýsingarfrömuð heyja bardaga í þágu ljóssins, þ.e.
þekkingar og framfara, gegn illri villu afturhalds og fáfræði, persónugert í
höfuðóvini allra góðra kosta, sjálfum myrkrahöfðingjanum; nýr sannleikur
á þar í harðahöggi við gamlar lygar. Þó skilur á milli að rimman í kvæði
Jónasar er menningarpólitísk, tvenns konar þjóðfélagsöfl eigast við; Magnús