Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 81
80 HANNES PÉTURSSON ANDVARI
Stephensen uppfræðari á ekki í neinni innri glímu, hann er heil og óskipt sig-
urhetja. Í Lífshvöt stendur glíman aftur á móti milli ljóss og myrkurs í mann-
legu brjósti: þú sem ungur ert skalt snúast gegn niðurrifsöflum í sjálfum
þér, herða hugann, sigra, gerast kærleiksríkur maður og nýtur. Lokamarkið
er boðað stutt og hnitmiðað í 14. vísu (sem er 15. vísa frumgerðar, endur-
kveðin):
Þannig ber að þreyja,
Þessu stefnt er að:
Elska, iðja, deyja,
Allt er fullkomnað.
V
Eins og áður sagði hefur nú fennt yfir kvæðið Lífshvöt, allt nema vísuna
víðfleygu um að trúað skuli á það tvennt í heiminum sem skáldið nefnir. En
hvaðan gæti þetta tvennt verið runnið?
Immanuel Kant (1724–1804) er að flestra dómi mestur hugsuður
upplýsingaraldar og raunar einn af mestu hugsuðum allra tíma. Sumt í fjöl-
þættum verkum hans hreif lærða menn hér á landi, til að mynda Magnús
Stephensen og guðfræðikennarann í Bessastaðaskóla, Jón Jónsson lektor.
Vissir staðir í trúarlegu heimspekikvæði Björns Gunnlaugssonar yfirkenn-
ara, Njólu, vísa til sömu áttar. Rit eftir Kant voru til í föðurhúsum Steingríms
skálds, amtmannsheimilinu á Arnarstapa undir Jökli, og heimspeki var um
tíma ein af námsgreinum hans í Hafnarháskóla. Samt sem áður þurfti ekk-
ert þessu skylt til að koma, því Steingrímur hlaut að þekkja – eins og ná-
lega hver menntaður maður á hans dögum, hvað svo sem leið beinum heim-
spekilærdómi – hina frægu játningu Kants í niðurlagskafla ritsins „Kritik
der praktischen Vernunft“ (1788), orð sem stóðu síðar letruð á legstað hans í
Königsberg í Austur-Prússlandi:
Tvennt gagntekur hugann aðdáun og lotningu, æ nýrri og ríkulegri þeim mun
oftar og fastar sem það er ígrundað: hinn fjölstirndi himinn uppi yfir mér og
siðgæðislögmálið innra með mér.*
* Á móðurmáli höfundar hljóða línurnar á þessa lund: „Zwei Dinge erfüllen das Gemüt mit
immer neuer und zunehmender Bewunderung und Ehrfurcht, je öfter und anhaltender
sich das Nachdenken damit beschäftigt: Der bestirnte Himmel über mir und das mor
alische Gesetz in mir.“