Andvari - 01.01.2017, Síða 84
ANDVARI TVENNT Í HEIMI 83
„Trúð‘ á tvennt í heimi,
tign sem hæsta ber:
Guð í alheims geimi,
guð í sjálfum þér“.
Stgr. Th.
Þessi orð skrifaði vígður maður, ókristileg orð samkvæmt kennisetning-
um þeirrar stofnunar sem hann hafði þjónað um áratugi. Reyndar þótti
sálmaskáldið andríka, séra Matthías, frjálslyndur í trúarefnum eins og það
kallast, innra með honum háðu rétttrúnaður og vísindaleg þekking oft stríð
sín í milli; auk þess gerðist hann hallur undir boðskap únítara, einnig spír-
itista. Ekki er nema von fyrst slíkum drottins lofsöngvara þótti fyrirtak
að trúa á „tvennt í heimi“ að önnur Kristsbörn hættu líka að gera sér rellu
út af þríeinum guði og helguðu sér með glöðum hug trúarhvöt Steingríms
Thorsteinssonar eins og sannkristileg væri.
TILVÍSANIR
1 Ljóðmæli eftir Steingrím Thorsteinsson. Rv. 1881, bls. 136–140.
2 Richard Beck: Gísli Brynjúlfsson og Byron. Skírnir. Rv. 1939, bls. 135–160. Höf. sýnir
hliðstæður með Faraldi og Childe Harold‘s Pilgrimage eftir Byron. – Gísli bætti tíu
erindum í kvæði sitt eftir frumprentun þess, sbr. Ljóðmæli Gísla Brynjúlfssonar. Kh.
1891, bls. 101–120, og fylgdi því þá úr hlaði með formálsorðum.
3 Sveinn Yngvi Egilsson ræðir skilmerkilega um áhrif Byrons á skáldskap Gísla
Brynjúlfssonar í formála fyrir útgáfu á verkum hans í úrvali: Gísli Brynjúlfsson: Ljóð og
laust mál. Rv. 2003.
4 Hannes Pétursson: Steingrímur Thorsteinsson. Líf hans og list. Rv. 1964. Á bls. 64–90
er fjallað um æskuverk Steingríms fyrir utanför, en á bls. 97–170 um dvöl hans og bók-
menntastörf í Kaupmannahöfn; er skírskotað þangað án frekari tilvísana í það efni.
5 Nokkur ljóðmæli eftir Byron. Steingrímur Thorsteinsson þýddi. Rv. 1913. Æviágripið
spannar bls. 109–126.
6 Smáþættir um bygging Íslands og vora fornu siðmenning. Kaflar úr fyrirlestrum og
fræðigreinum eftir Matthías Jochumsson. Rv. 1913, bls. 71–72.