Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 98

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 98
ANDVARI „...BILUÐ TRÚ OG BILAÐUR KRISTINDÓMUR...“! 97 Valdimar taldi ræður Páls annars lúta meira að veraldlegum efnum en venja hafi verið um stólræður og húslestrabækur og að sumum kunni að finnast þær ekki nægilega andlegar.74 Sjálfur virðist Valdimar aftur á móti sammála Páli um að rangt væri að gera strangan greinarmun á andlegum og veraldlegum efnum.75 Þá leit hann svo á að Páll talaði einkum til skynsemi, samvisku og vilja manna en síður til tilfinninga þeirra eða hjartna. Þá sé í ræðunum frekar að finna lærdóma og áminningar en „verulegar huggunar- greinar“. Páll láti sér enda oftast nægja að ræða um framtíð okkar á jörðinni en minni sjaldan á „[…] hið eilífa líf hinum megin.“76 Þrátt fyrir þetta taldi Valdimar ræðurnar vitna um að Páll hafi haft sterka trú á öðru lífi og ódauð- leikanum þótt hann vildi lítið um það fjalla sökum þess „[…] að það er fyrir utan reynslusvið vísindanna og þekkingarsvið mannlegrar skynsemi, sem hann annars gefur næstum ótrúlega mikið gildi.“77 Eitt af því sem Valdimar Briem taldi að fundið yrði að ræðum Páls var að þær hvíldu ekki á strang-lútherskum grunni og höfundurinn bindi sig ekki við trúfræðilegar útlistanir á kenningaratriðum kirkjunnar. Sjálfur áleit hann útleggingar Páls í þeim efnum þó felast í að hann gæfi trúarlærdómunum „[…] víðtækari merkingu en almennt hefir verið gjört, án þess að hann neiti hinni venjulegu þýðingu þeirra.“78 Því telur hann Pál standa fast á því sem mestu skipti sem sé „grundvelli kristindómsins.“79 Niðurstaða Valdimars um hina kenningarlegu hlið var því sú að vissulega gæti húslestrabók Páls ekki komið í stað eldri bóka sama eðlis, heldur væri hún til þess fallin að „[…] bæta þær upp, með því að skoða sömu sannindi frá nýrri hlið og tala ítar- legar um ýms atriði, sem eigi eru tekin eins glöggt fram í eldri bókum.“80 Sálmaskáldið taldi að ræðurnar gætu ekki talist bókmenntalegt stórvirki, væru sumar of þungar til að nýtast við húslestra en aðrar um of bundnar breytilegum aðstæðum. Því væri bókin hugsanlega betur fallin til einkalestr- ar.81 Þess má geta að með breyttum heimilisháttum, einkum í þéttbýli hefur lestur í hljóði verið að ryðja sér til rúms á kostnað upplestrar á kvöldvökum og við húslestur einmitt um það leyti er bókin kom út. Sama ár birti Þjóðólfur nafnlausa umsögn um bókina. Þar var hún sögð svo frábrugðin eldri húslestrabókum að „[…] sumir vanafastir bókstafsmenn líti hana fremur ómildum augum […]“. Þá var viðurkennt að höfundurinn legði „[…] allmikla áherzlu á rannsókn skynseminnar og reynslu vísindanna gagnvart opinberun guðs orðs í ritningunni.“82 Þá komi og fram í bókinni að ekki sé „[…] annað takandi trúanlegt, en það sem skynsamlegt sé.“83 Því hafi verið gefið í skyn að postillan mundi fremur veikja en styrkja „sannkristi- lega trú“ meðal þjóðarinnar. Sá sem hélt um pennann að þessu sinni áleit þó að raunin yrði gagnstæð.84 Taldi hann bókinni til tekna að í henni væri lögð áhersla á „glaðværð lífsins“, frelsi og framfarir. Ræðurnar væru því vekjandi, gleðjandi og hressandi.85 Rýnandinn fann að því, líkt og Valdimar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.