Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 98
ANDVARI „...BILUÐ TRÚ OG BILAÐUR KRISTINDÓMUR...“! 97
Valdimar taldi ræður Páls annars lúta meira að veraldlegum efnum en
venja hafi verið um stólræður og húslestrabækur og að sumum kunni að
finnast þær ekki nægilega andlegar.74 Sjálfur virðist Valdimar aftur á móti
sammála Páli um að rangt væri að gera strangan greinarmun á andlegum og
veraldlegum efnum.75 Þá leit hann svo á að Páll talaði einkum til skynsemi,
samvisku og vilja manna en síður til tilfinninga þeirra eða hjartna. Þá sé í
ræðunum frekar að finna lærdóma og áminningar en „verulegar huggunar-
greinar“. Páll láti sér enda oftast nægja að ræða um framtíð okkar á jörðinni
en minni sjaldan á „[…] hið eilífa líf hinum megin.“76 Þrátt fyrir þetta taldi
Valdimar ræðurnar vitna um að Páll hafi haft sterka trú á öðru lífi og ódauð-
leikanum þótt hann vildi lítið um það fjalla sökum þess „[…] að það er fyrir
utan reynslusvið vísindanna og þekkingarsvið mannlegrar skynsemi, sem
hann annars gefur næstum ótrúlega mikið gildi.“77
Eitt af því sem Valdimar Briem taldi að fundið yrði að ræðum Páls var að
þær hvíldu ekki á strang-lútherskum grunni og höfundurinn bindi sig ekki
við trúfræðilegar útlistanir á kenningaratriðum kirkjunnar. Sjálfur áleit hann
útleggingar Páls í þeim efnum þó felast í að hann gæfi trúarlærdómunum
„[…] víðtækari merkingu en almennt hefir verið gjört, án þess að hann neiti
hinni venjulegu þýðingu þeirra.“78 Því telur hann Pál standa fast á því sem
mestu skipti sem sé „grundvelli kristindómsins.“79 Niðurstaða Valdimars um
hina kenningarlegu hlið var því sú að vissulega gæti húslestrabók Páls ekki
komið í stað eldri bóka sama eðlis, heldur væri hún til þess fallin að „[…]
bæta þær upp, með því að skoða sömu sannindi frá nýrri hlið og tala ítar-
legar um ýms atriði, sem eigi eru tekin eins glöggt fram í eldri bókum.“80
Sálmaskáldið taldi að ræðurnar gætu ekki talist bókmenntalegt stórvirki,
væru sumar of þungar til að nýtast við húslestra en aðrar um of bundnar
breytilegum aðstæðum. Því væri bókin hugsanlega betur fallin til einkalestr-
ar.81 Þess má geta að með breyttum heimilisháttum, einkum í þéttbýli hefur
lestur í hljóði verið að ryðja sér til rúms á kostnað upplestrar á kvöldvökum
og við húslestur einmitt um það leyti er bókin kom út.
Sama ár birti Þjóðólfur nafnlausa umsögn um bókina. Þar var hún sögð
svo frábrugðin eldri húslestrabókum að „[…] sumir vanafastir bókstafsmenn
líti hana fremur ómildum augum […]“. Þá var viðurkennt að höfundurinn
legði „[…] allmikla áherzlu á rannsókn skynseminnar og reynslu vísindanna
gagnvart opinberun guðs orðs í ritningunni.“82 Þá komi og fram í bókinni að
ekki sé „[…] annað takandi trúanlegt, en það sem skynsamlegt sé.“83 Því hafi
verið gefið í skyn að postillan mundi fremur veikja en styrkja „sannkristi-
lega trú“ meðal þjóðarinnar. Sá sem hélt um pennann að þessu sinni áleit
þó að raunin yrði gagnstæð.84 Taldi hann bókinni til tekna að í henni væri
lögð áhersla á „glaðværð lífsins“, frelsi og framfarir. Ræðurnar væru því
vekjandi, gleðjandi og hressandi.85 Rýnandinn fann að því, líkt og Valdimar