Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2017, Side 99

Andvari - 01.01.2017, Side 99
98 HJALTI HUGASON ANDVARI Briem hafði gert, að innan um væru tækifærisræður en með því var átt við ræður sem væru svo bundnar ytri aðstæðum, til dæmis árferði, að tilhöfðun þeirra gæti skerst þegar betur áraði. Þá taldist málfarslegur búningur tæpast nógu vandaður enda hefði höfundi ekki auðnast að ganga frá ræðunum sjálf- ur.86 Um höfundinn segir annars: Það leynir sér ekki, að höf. hefur verið mjög andríkur og áhugamikill kenni- maður, með brennandi trú á andlegum og líkamlegum framförum þjóðar vorrar. […] en hann hefur einnig fundið sárt til þess, að kennendur guðsorðs hér á landi legðu ekki næga áherzlu á hið almenna gildi kristindómsins, á hina miklu þýðingu hans fyrir framfarir og farsæld þjóðanna. Honum finnst, að kristindómurinn sé ekki prédikaður í nánu sambandi við lífið, heldur svo sem hann væri því óviðkomandi, fyrir „utan það og ofan“.87 Snemma árs 1895 ritaði Matthías Jochumsson í Þjóðólf um predikanasafn hins látna „ástvinar“ síns eins og hann komst eitt sinn að orði um Pál.88 Hann var nú bjartsýnni fyrir hönd bókarinnar en hann hafði verið sjö árum áður. Hann gerði nú ráð fyrir að ræðurnar fengju góðar viðtökur hjá þorra fólks þótt sumir mundu ekki kunna að meta þær og aðra skorta einurð til að viðurkenna ágæti þeirra.89 Líkti hann bókinni við hrópanda í eyðimörku: Hún er hrópanda rödd á móti hræsni og yfirdrepskap aldarinnar í hugsun og breytni; hana er fremur að skoða sem andríka, já brennandi siðferðis-fyrir- lestra en trúar-ræður; […].90 Matthías taldi höfundinn skilgetið barn samtíðar sinnar og áleit ræðurnar sviplíkar ræðum leiðandi kennimanna í Skotlandi er komið höfðu út um það leyti sem Páll hafði upphaflega flutt predikanir sínar, án þess að hann hefði þó átt kost á að kynnast þeim. Pál kvað hann þó hafa „[…] verið vakinn af nokkrum beztu guðfræðingum vorra daga, eða m. ö. orð. fylgt vísindalega og trúarlega tímanum.“91 Var hann í þessu efni á öndverðum meiði við Friðrik J. Bergmann og Jón Helgason sem töldu Pál hafa skort menntun og verið á eftir tímanum. Ágæti predikananna rakti Matthías samt fyrst og fremst til persónuleika höfundarins: Þó að höf. væri að minni meiningu fæddur kennimaður og mælskumaður, orð- heppinn, skarpur og sjálfstæður, bar það af, hversu hann var hreinskilinn og trúfastur í öllu, sem hann áleit satt eða rétt. Séra Páll var einn af hinum fáu, sönnu trúmönnum, já, sönnu Ísraelítum, sem engin svik eða hræsni fannst í. Það sem vakti hann ungan til sjálfstæðni og fríhugsunar var einkum hans ban- væna hatur á öllum yfirdrepskap, einkum í kristil. siðferðisefnum.92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.