Andvari - 01.01.2017, Page 111
110 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI
lýðveldisstofnunar (1835–1944) talsverðu máli fyrir mótun fræðilegra hug-
mynda um Íslendingaþætti, Íslendingasögur og aðrar miðaldabókmennta-
greinar.6 Í kvæðinu „Ísland“ sem birtist í fyrsta Fjölni (1835) höfðu hetjur
Íslendingasagnanna birst sem leikendur í leiknum um sjálfstæði Íslands og
hugmyndir manna um Íslendingasögur voru þannig náið venslaðar hinni pól-
itísku baráttu um sjálfstæði Íslands sem setti svo mjög svip sinn á íslenska um-
ræðu seinustu öldina fyrir lýðveldisstofnunina árið 1944. Einmitt þess vegna
er ekki hægt að gera ráð fyrir að hugmyndir manna um Íslendingasögur hafi
verið nákvæmlega eins í upphafi 20. aldar og hálfri annarri öld fyrr.
Íslendingasögur á 18. öld
Prentútgáfur Íslendingasagna voru engar fyrr en á ofanverðri 18. öld; ein sú
fyrsta var Ágætar fornmannasögur og Nokkrir margfróðir söguþættir, tvö
bindi prentuð á Hólum 1756, gefin út af Birni Markússyni lögmanni (1716–
1791) í félagi við Gísla Magnússon biskup (1712–1779), nokkrum árum áður
en „Ósýnilega félagið“ svokallað var stofnað af Gísla biskupi og Hálfdan
Einarssyni skólameistara (1732–1785). Hér var engin viðhafnarútgáfa á ferð
heldur var ætlunin greinilega sú að ná til allmargra lesenda.7
Í þessum tveimur bindum voru prentaðar 11-14 Íslendingasögur, eftir
því hvernig talið er. Þar á meðal voru tvær sögur sem á 20. öld töldust til
fremstu sagna: Grettis saga og Gísla saga. Hinar sögurnar sem Björn gaf út
voru Bandamannasaga, Bárðarsaga, Harðarsaga, Hávarðarsaga Ísfirðings,
Kjalnesinga saga, KrókaRefssaga, VígaGlúmssaga, Víglundarsaga, Þórðar
saga hreðu, Gestssaga Bárðarsonar (nú talin til Bárðar sögu), Þáttur af Jökli
Búasyni (nú iðulega prentaður með Kjalnesinga sögu) og Ölkofra þáttur sem
á 20. öld er oftast gefinn út meðal Íslendingasagna en stundum talinn til
þátta – hluti af bókmenntagreinaflokkun fornsagna á 20. öld eru óljós mörk
milli Íslendingasagna og Íslendingaþátta sem gerast á Íslandi.8 Vísbendingar
eru um að bækurnar tvær hafi ekki selst vel og gæti það stafað af takmörk-
uðum kaupendahóp fyrir svo dýrar bækur eða jafnvel takmörkuðum áhuga á
sögunum sjálfum á þessum tíma miðað við það sem síðar varð.9
Það vekur athygli að fyrir utan sögur Grettis og Gísla hefur engin þessara
sagna sem fyrst voru prentaðar á Íslandi verið höfð í sérstökum hávegum í
seinni tíð: það má velta fyrir sér hve margir Íslendingar nútímans myndu nefna
Víglundarsögu, Þórðarsögu hreðu og KrókaRefssögu ef hundrað manns
væru stöðvaðir í Kringlunni og beðnir um að þylja upp allar Íslendingasögur
sem þeir myndu á einni mínútu.10 Þorri sagnanna sem Björn Markússon
bjó til prentunar hefur raunar seinustu áratugina verið talinn til „unglegu
Íslendingasagnanna“ sem ekki þóttu jafn listfengar og þær sígildu.11