Andvari - 01.01.2017, Síða 113
112 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI
allblómleg í Kaupmannahöfn alla 19. öldina ásamt annarri fornsagnaútgáfu
enda fjölmargir íslenskir menntamenn þar við nám og störf. Þó kom aldrei
að því að sögurnar kæmu allar út í einu safni eða ritröð. Sumar útgáfurnar
nutu talsverðrar hylli og útbreiðslu á Íslandi en samt voru þær flestar fræði-
legar. Hið yfirlýsta markmið var sjaldnast það að ná til allrar íslensku þjóð-
arinnar.
Á Íslandi sjálfu var á hinn bóginn lítil sem engin útgáfa Íslendingasagna
framan af 19. öld; Njálssaga ein birtist á prenti fyrir 1850 þegar útgáfa
Ólafs Olavius (1741–1788), upphaflega prentuð „med Konvnglegu Leyfi“ í
Kaupmannahöfn árið 1772, var endurútgefin í Viðey árið 1844 en fyrir utan
áðurnefndar Ágætar fornmannasögur og Nokkra margfróða söguþætti hafði
aðeins Egilssaga verið prentuð á Íslandi á 18. öld (Sagan af Egli Skalla
Grímssyni, Hrappsey, 1782).
Árið 1856 gaf Einar Þórðarson prentari í Reykjavík (1818–1888) út
Egilssögu SkallaGrímssonar (Sagan af Agli SkallaGrímssyni) og mun það
vera fyrsta sinn sem Íslendingasaga var prentuð í höfuðstaðnum.14 Í kjölfarið
fylgdu Vatnsdæla saga (1858) og Finnboga saga ramma (1860), gefnar út af
Sveini Skúlasyni ritstjóra Norðra (1824–1888) á Akureyri.15 Árið 1867 gaf
Björn Jónsson ritstjóri Norðra og Norðanfara (1802–1886) út Laxdæla sögu
og Gunnars þátt Þiðrandabana á Akureyri.
Íslendingasagnaútgáfa í Reykjavík tók aftur á móti engan kipp fyrr en
eftir konungsheimsóknina árið 1874 og hélst ef til vill í hendur við almenn-
an vöxt og viðgang Reykjavíkur upp úr 1870.16 Árið 1878 komu þannig
Droplaugarsona saga og GullÞóris saga á prent í Reykjavík. Séra Þórleifur
Jónsson (1845–1911) gaf þær út en Kristján Ó. Þorgrímsson (1857–1915)
prentaði. Séra Þórleifur fékk Presthóla 1878 en Skinnastað árið 1881, hélt
til æviloka og er iðulega við hann kenndur. Hann hafði áður verið við nám í
Kaupmannahöfn og hafði þá verið viðriðinn fornsagnaútgáfur. Árið 1874 gaf
hann út unglega sögu, Sögu af Hrana hring. Sama ár gaf hann út Þátt af Þóri
hast og Bárði birtu en mesta stórvirkið var þá í fæðingu, sjálf SnorraEddu,
sem kom út hjá Gyldendal árið 1875.
Kristján Þorgrímsson lét einnig prenta Gunnlaugs sögu ormstungu sem
Jón Þorkelsson rektor (1822–1904) bjó til prentunar árið 1880.17 Þar með
lauk Íslendingasagnaútgáfu Kristjáns Þorgrímssonar en séra Þórleifur á
Skinnastað hafði ekki lagt árar í bát. Hann gaf þannig út Eyrbyggja sögu,
sem hafði aldrei fyrr verið prentuð á Íslandi, fyrir Björn Jónsson á Akureyri
árið 1882 og Flóamanna sögu fyrir Sigmund Guðmundsson (1853–1898)
í Reykjavík árið 1884.18 Seinni útgáfan sætir nokkrum tíðindum þar sem
Sigmundur hafði ekki áður komið við útgáfusögu Íslendingasagna. Hann
reyndist þar allnokkur áhrifavaldur með útgáfu sinni á fornaldarsögum árið
eftir í félagi við Valdimar Ásmundsson ritstjóra.