Andvari - 01.01.2017, Page 119
118 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI
og bjó þar á efri árum en allra seinustu árin á Bjargi á Seltjarnarnesi. Hann
andaðist þar 97 ára gamall þann 4. apríl 1952. Sigurði er jafnan lýst sem
miklum útivistarmanni og gleðimanni. Hann giftist aldrei eða eignaðist börn
en hafði jafnan ráðskonur.27
Í viðtali við Skúla Skúlason í Fálkanum á áttræðisafmæli sínu 22. septem-
ber 1934 segir Sigurður Kristjánsson: „Það halda margir að jeg hafi grætt á
Íslendingasögunum. En því fer fjarri. Hver heilvita maður ætti að sjá, að það
er ekki hægt að græða á því að selja bækur á 5 aura örkina hjer á landi … Jeg
hefi þá óbifanlegu sannfæringu, að eina leiðin til þess að gera sögurnar al-
þjóðareign sje að selja þær nógu ódýrt – hræódýrt.“28 Nú hefði Sigurður varla
endurprentað sögurnar nokkrum árum síðar ef útgáfan hefði ekki borgað sig
en honum þykir greinilega mikilvægt að hamra á þessu í viðtölum. Í við-
tali við Valtý Stefánsson ritstjóra í Lesbók Morgunblaðsins 23. september
sama ár leggur hann áherslu á að markmiðið hafi verið það eitt að koma
sögunum til almennings. Upplagið hafi enda verið 4000 eintök. Þar nefnir
Sigurður einnig til Pál Briem sem helsta hvatamann verksins: „Hann var ein-
hver sá besti maður sem jeg hefi kynst“.29 Þannig veitir Sigurður Páli Briem
frumkvöðulsheiðurinn, ef til vill vegna menningarlegrar stöðu hans.30 Aðrir
nefna Pál Briem yfirleitt ekki til þegar þeir lýsa þessu afreki Sigurðar.
Hverjar eru Íslendingasögurnar?
Benedikt Sveinsson samstarfsmaður Sigurðar sem síðar verður getið frek-
ar segir um Íslendingasagnaútgáfuna í afmælisgrein í Vísi 23. sept. 1934:
„Áður en Sigurður hóf þessa útgáfu sína, voru Íslendingasögurnar mjög tor-
fengnar og flestar með öllu ófáanlegar á Íslandi.“ Í sama streng tekur Gunnar
Einarsson prentsmiðjustjóri í minningargrein um Sigurð í Morgunblaðinu
19. apríl 1952 og segir hann hafa gert „íslenzku þjóðina læsa á fornrit sín“.
Hér eru stór orð höfð um framlag Sigurðar en erfitt að finna tilefni til að
draga þau í efa. Það er enginn vafi á að þessi útgáfa hlaut meiri útbreiðslu
en fyrri Íslendingasagnaútgáfur sem höfðu þó eflaust einhverjar ratað til
fjölbreytts hóps. Þær voru hins vegar hvorki jafn miklar að vöxtum né jafn
auðkeyptar. En um leið átti þessi útgáfa, fyrsta heildarútgáfa sagnaflokks-
ins, ríkan þátt í að móta fræðilega hefð um það hvaða sögur skyldi telja til
Íslendinga sagna. Sigurður var þar vissulega í takt við helstu fræðimenn
samtímans, s.s. Björn M. Ólsen og Finn Jónsson. Þeir Valdimar hafa aftur á
móti eflaust meiri áhrif en nokkrir aðrir í að festa í sessi hvaða sögur telj-
ist til Íslendingasagna, rétt eins og þáttaútgáfa séra Þórleifs á Skinnastað
í kjölfarið (Fjörutíu Íslendingaþættir, 1904) festi þættina í sessi.31 Ásamt