Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 122

Andvari - 01.01.2017, Page 122
ANDVARI ÍSLENDINGASÖGUR Í MÓTUN 121 út 1946–1949 en endurprentaðar 1953. Guðni hafði áður verið viðriðinn útgáfu Sigurðar og m.a. gefið út Íslendinga þætti á vegum hans árið 1935. Í þeirri útgáfu mátti finna ýmsar nýjungar, einkum þá að Guðni gaf út sögur frá seinni öldum ásamt Íslendingasögum sem fulltrúa sömu hefðar og hann bætti líka við Íslendingaþáttum, en útgáfur hans reyndust hafa takmörkuð fræðileg áhrif þrátt fyrir miklar vinsældir.33 Guðni Jónsson gaf út þrjár sögur sem ekki höfðu náð inn í Íslendingasagnaútgáfu Sigurðar Kristjánssonar en eru nú almennt skilgreind- ar sem Íslendingasögur: Króka­Refssögu, Gunnarssögu Keldugnúpsfífls og Droplaugarsonasögu undir því heiti. Þær voru síðan gefnar út í 11. og 14. bindi Íslenzkra fornrita (1951 og 1959) og hafa síðan verið taldar með Íslendingasögnum þó að ýmsar aðrar sögur sem Guðni gaf út á vegum Íslendingasagnaútgáfunnar hafi ekki náð inn í flokkinn. Bókmenntagreinin Íslendingasögur festist í sessi með útgáfu Sigurðar Kristjánssonar. Hún hafði eflaust sín áhrif á útgáfu Íslenzkra fornrita og þar með á þá grundvallarspurningu hvaða sögur skuli telja til Íslendingasagna. Lítið ber hins vegar á að þau áhrif séu viðurkennd og útgefendur Íslenzkra fornrita minnast raunar yfirleitt ekki á útgáfu Sigurðar þegar þeir rekja fyrri útgáfur sagna sinna í formála. Hvað gerðist árið 1890? Í athyglisverðri grein í Nýrri sögu (1995) ræðir Sigurður Gylfi Magnússon um áhrif fornsagna á siðferði þjóðarinnar og telur að veraldlegt sagnaefni hafi þá rutt sér til rúms og móti þjóðina mun frekar en áður. Hann rekur þessar breytingar til fyrri hluta 19. aldarinnar og talar raunar um „íslenskar fornbókmenntir“ og „íslenskar fornsögur“.34 Það er enginn vafi á að útgáfa fornsagna á fyrri hluta 19. aldar hafði áhrif á Íslandi en eins og hér hefur verið bent á voru Íslendingasögurnar sjálfar þar ekki ævinlega fremstar í flokki. Þær voru ekki mest áberandi í fornsagnaútgáfu í Kaupmannahöfn og á sjálfu Íslandi hófst prentun þeirra ekki að ráði fyrr en upp úr 1850.35 Útgáfa Sigurðar Kristjánssonar var fyrsta heildarútgáfa sagnanna og sumar þeirra voru þar prentaðar í fyrsta sinn. Fyrir daga þessarar útgáfu var sér- staða Íslendingasagnanna lítil sem engin og fyrir utan Njálssögu, Grettissögu og e.t.v. nokkrar aðrar sögur var virðing þeirra líklega heldur minni en riddarasagna, fornaldarsagna, konungasagna og Sturlungu. Útgáfusaga Íslendingasagna á 18. og 19. öld sem hér hefur verið rakin bendir að minnsta kosti eindregið í þá átt. Í upphafi þessarar greinar minntist ég á aldamótakynslóðina og hvernig áhrif Íslendingasagnanna á hana voru umtalsverð eins og vel hefur verið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.