Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 129

Andvari - 01.01.2017, Page 129
128 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR OG SNÆVARR GUÐMUNDSSON ANDVARI Í Eddu Þórbergs Þórðarsonar ítrekar hann þessar aðstæður og segir fyrsta erindi kvæðisins hafa komið „yfir [sig] í fylgd með hátíðlegum innblæstri, helgiþrunginni upphafningu, er lýsti sér í útgliðnun eður mikilli gisnun allra líkamlegra takmarkana“.5 Þessum skáldlega innblæstri er ítarlega lýst í Íslenzkum aðli: Þegar ég kom upp á móts við húsið nr. 3 við Skólavörðustíginn, sem í þá daga var kennt við Árna leturgrafara, gerði ég lítið hlé á göngu minni, hallaði mér upp að feysknum símastaur og tók að virða fyrir mér festingu himinsins, er þetta kvöld tindraði af þúsundum sólna, sem glitruðu með blæbrigðum allra lita. Ég hafði ekki lengi hvílt hugann við þetta leiftrandi geislaspil hinna hljóðu himinbúa, þegar ég varð eins og frá mér numinn af hrifningu, sem var sambland af máttugri upphafningu og skáldlegum veikleika. Ég fann meira að segja, að það var eitthvað furðulegt í aðsigi einhvers staðar lengst niðri í undirvitund minni. Það var eins og allt væri að gliðna í sundur eða renna saman við einhverja óendanlega volduga, ólýsanlega milda einingu, sem eins og væri ekkert, en fæli þó í sér ívist allra hluta. Og áður en ég gat áttað mig á, hvað úr þessu ætlaði að verða, braust fram á varir mér heilsteypt kvæði, sem ég fann, að yrði langt kvæði.“6 Í beinu framhaldi af þessari nákvæmu lýsingu á tilurð kvæðisins skrifar Þórbergur: „Þennan vetur lagði ég mig allan eftir stjörnuvísindum og heimspeki, hafði teiknað heljarmikið kort af himinhvelfingunni og skrifað upp rökfræði Arnljóts Ólafssonar“.7 Himinhvolfið er uppspretta andagiftar- innar en um leið er það Þórbergi vísindalegt viðfangsefni. Í Bréfi til Láru gerir hann grein fyrir þessari megintogstreitu í sálarlífi sínu, sem eigi upphaf sitt að rekja til þess þegar „drápsklyfjar rómantískra stemninga“ náðu valdi á honum á skútuárunum: „Síðan þá hafa barist í mér tvö andstæð meginöfl, annars vegar vísindaleg smásmygli, hins vegar rómantískt hugmyndaflug.“8 Hér á eftir verður fordæmi Þórbergs fylgt og skrif hans um himininn og stjörnurnar skoðuð bæði út frá fagurferðilegu9 og vísindalegu sjónarhorni. Rýnt verður í táknlegt gildi stjarnanna og himinhvolfsins í skrifum Þórbergs og fjallað um „rómantískt hugmyndaflug“ hans en jafnframt verður hugað að útsýn til stjarna og kannaðar stjörnuafstöður á himni af „vísindalegri smásmygli“. Athyglinni verður sérstaklega beint að föstudeginum 20. októ- ber árið 1911 en það kvöld fann Þórbergur hina sönnu ást, eins og sagt er frá í kaflanum „Kvöldið, þegar ég varð annar maður“ í Ofvitanum. Með því að skoða stjörnuafstöður þetta tiltekna kvöld, af sjónarhæð vísindanna, fram- kallast fyllri mynd en Þórbergur kaus að lýsa og spyrja má hvort finna megi einhvers konar launsögn falda í textanum sem aðeins opinberast sé rýnt í af- stöður stjarna á himni þetta tiltekna kvöld.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.