Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 130
ANDVARI MEÐ STJÖRNUR Í AUGUNUM 129
„Það varð 20. dag októbermánaðar 1911“
Frásögnina af samskiptum Þórbergs við elskuna má kalla aðra meginstoðina
í „sálarlýsingunni miklu“10 sem Íslenzkur aðall og Ofvitinn hafa að geyma.
Hin stoðin er fjörleg frásögn af félagsskap ungra karlmanna með rómantíska
skáldadrauma. Sagan af elskunni og þránni sem hún vekur með Þórbergi og
veldur honum ómældum þjáningum er í aðra röndina full af skopi enda má
segja að í henni takist stöðugt á háleitar hugsjónir og hið jarðneska svið, eins
og síðar verður vikið að. En ekki verður litið framhjá því að víða eru lýsing-
arnar á „villum hans í ástinni“11 mjög sársaukafullar og ekki þarf að efast um
að lýst er sönnum tilfinningum.12 Ítarlegustu lýsinguna á kynnum Þórbergs
og elskunnar er að finna í áðurnefndum kafla í Ofvitanum. Hann hefst á ná-
kvæmri tímasetningu og veðurlýsingu:
Það varð 20. dag októbermánaðar 1911. Það var á föstudagskvöldi, þegar vikan
er að byrja að verða skemmtileg og sálarjafnvæginu tekur að halla. Ég man
meira að segja ennþá eftir öll þessi ár, að klukkuna vantaði aðeins nokkrar
mínútur í níu. Það var hálfskýjað loft, norð-vestangola og hlýtt í veðri. Nýtt
tungl með stórstraumi.
Ég stóð við stjörnuskoðun mína frammi á þurrkloftinu, teygði höfuðið upp
um þakgluggann og skimaði til himins. Ég var eitthvað einkennilega tær og
gljúpur. Unaðsríkur friður, sem breiddist eins og fagurt aftanskin niður um
hlíðar sálarinnar.13
Þórbergur er ekki aðeins að skoða stjörnurnar með berum augum heldur
bregður hann sér „öðruhvoru úr þakglugganum inn í herbergið til þess að
bera athuganir [s]ínar saman við nýteiknað stjörnukort, sem lá útbreitt á
borðinu við gluggann. Svo renndi [hann] augunum af kortinu á stjörnulýs-
ingar og töflur, sem [hann] hafði skrifað upp eftir vinnu á kvöldin í vega-
gerð norður á Holtavörðuheiði.“14 Þórbergur skoðar tilteknar stjörnur, hæð
þeirra og færslur um himinhvolfið og reynir að leggja tölulegar staðreyndir
á minnið:
Þetta er Hamal eða α í Hrútsmerki, spölkorn fyrir austan húsburstina á Berg-
stöðum, í svipaðri hæð og Sjöstjarnan. Annars flokks stjarna.15 Stjörnuhæð
47° 45½ .́ Ársfærsla 17,5”. 13. október í hásuðri kl. 0,45 .́ Loka augunum og
endurtek með sjálfum mér: Hamal eða alfa í Hrútsmerki. Annars flokks
stjarna. Stjörnuhæð fjörutíu og sjö gráður og fjörutíu og fimm og hálf mínúta.
Ársfærsla – hvað? Gýt hægra auga snöggvast á töfluna. 17,5”, seytján komma
fimm sekúndur. Þrettánda október í hásuðri fjörutíu og fimm mínútum eftir
tólf á miðnætti. Nú kann ég þetta áreiðanlega: Hamal eða alfa í Hrútsmerki
. . . Flýtir sér um þrjár og fjörutíu og fimm sjötugustu og þriðju úr mínútu á