Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 132

Andvari - 01.01.2017, Page 132
ANDVARI MEÐ STJÖRNUR Í AUGUNUM 131 til stjarna þetta októberkvöld árið 1911, jafnvel neðst á Skólavörðustígnum þar sem byggðin var þétt. Vafalítið mátti sjá vetrarbrautina berum augum og að minnsta kosti stjörnur af birtustigi 5,5 og jafnvel enn daufari. Sýndarbirtustig (e. apparent magnitude) er mælikvarði á hve skært okkur sýnast stjörnur skína. Kvarðinn er „öfugur“, það er að segja talan er lægri eftir því sem birtan er meiri.20 Hann er logaritmískur: birtumunur stjörnu af fyrsta og sjötta birtustigi, greint af mannsauga, er hundraðfaldur. Daufustu stjörnur sem hægt er að greina án sjónauka frá myrkustu stöðum í heimi eru af birtustigi 6,0—6,5. Stjörnur sem eru bjartari en birtustig 5,5 eru tæplega 2900 talsins og að minnsta kosti helmingur þeirra, um 1400 stjörnur og lík- lega miklu fleiri, ættu að hafa verið sjáanlegar frá Reykjavík á þessum tíma. Til að setja þetta í samhengi við nútímann, þegar yfir tvö hundruð þúsund manns búa á höfuðborgarsvæðinu21 hefur ljósmengun rýrt myrkurgæði 18- falt. Nú sjást aðeins stjörnur sem eru bjartari en sem nemur birtustigi 4,0 og er þá miðað við meðaltal yfir Reykjavíkurborg. Það eru aðeins um 250-300 stjörnur sem nú eru sýnilegar eða um 20% af þeirri stjörnudýrð sem sjá mátti frá Reykjavík á þeim tíma sem Þórbergur stundaði stjörnuskoðun úr þak- glugganum á Bergshúsi. Það ber því ekki að undra að hann kveði sterkt að orði þegar hann horfir til himins: Og þegar ég kom aftur út í þakgluggann, hófst hugurinn eins og svífandi sym- fónía upp til hinna glitrandi stjörnugeima, þar sem allt er svo miklu hreinna og bjartara en hér niðri í dimmum dal og dauðans skugga. En hvað þær blika yndislega, eins og saklaus barnsaugu á blárri festingunni!22 Í miðjum hugleiðingum Þórbergs um dýrð stjarnanna berst fótatak upp stig- ann og það er barið að dyrum: Og inn í herbergið kemur hávaxin stúlka, dökkhærð, hrokkinhærð, ívið kinn- beinahá, rjóð í andliti, fersk og sælleg, hvítar tennur, drifhvítar hendur, sindr- andi eldsveipur í mynd hreinnar meyjar. Hún gengur einörðum skrefum inn gólfið og segir í dálítið háum og ögrandi tón: Gott kvöld! Og um leið skýtur hún á móti mér tinnudökkum leiftrandi augum. Guð í hæstum hæðum! Þvílíkt augnaráð! Þvílíkt líf í þessu andliti! Sú er nú ekki alveg laus við að hafa svo- lítið af sál. Hún hlýtur að hafa afar mikið vit á skáldskap!23 Þórbergur og aðkomustúlkan hefja tal um daginn og veginn en áður en langt um líður spyr hann: „Hafið þér gaman af stjörnum?“ Þrátt fyrir fremur dræmar undirtektir dregur hann fram stjörnukortið: „Lítið þér á! Þetta er stjörnukort, sem ég er nýbúinn að teikna“24 og hann beinir athygli hennar strax að eftirlætisstjörnunni, Síríusi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.