Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 142

Andvari - 01.01.2017, Page 142
ANDVARI MEÐ STJÖRNUR Í AUGUNUM 141 Þau leiðinlegheit gat ég aldrei lagt mér til munar“, skrifar hann.66 Þórbergur segist hafa lesið ljóð „með svipaðri nákvæmni og ástfangin brúður leitar að týndum trúlofunarhring, sem hún getur ekki bætt sér aftur“.67 Í kaflanum „Í dísarhöll standhörpunnar“ í Ofvitanum fjallar Þórbergur um nokkur skáld og vitnar í þau. Þar á meðal er þessi vísa eftir Þorstein Erlingsson: Stjörnur háum stólum frá stafa bláan ósinn út‘ við sjáar yztu brá eftir dáin ljósin Og önnur eftir „Sigurð minn Breiðfjörð“: Norður-loga ljósin há loft um bogadregin, himins vogum iða á, af vindflogum slegin Enn sem fyrr er það himinhvelfingin og fyrirbæri sem þar eru sem koma við sögu. Hið örlagaríka októberkvöld sem sagt er frá í Ofvitanum kemur einn- ig við sögu í Íslenzkum aðli þegar Þórbergur yljar sér við endurminning- una um það þegar hann er í vegavinnu í Hrútafirði, skammt frá Bæ þar sem elskan býr, fyrri part sumars 1912. Hann hefur þegið heimboð hennar, sunnudaginn 16. júní og dagurinn rann upp „yfir himinhvelfinguna, skaf- heiður og sólfagur, eins og farið hefði fram allsherjar-hreingerning á tilver- unni um nóttina“.68 „Í dag skal eitthvað gerast“ segir Þórbergur við sjálfan sig þegar hann hefur rakað sig, klætt sig í sparifötin og leggur af stað í heimsóknina. Honum verður hugsað til kvöldanna frá liðnum vetri, þegar þau sátu ein við borðið úti við gluggann í herberginu hans í Bergshúsi. Þar rakti hann „hreykinn í sundur stjörnukortið [sitt] á borðið fyrir framan hana og sagði: Þetta er Vindemíatrix í Jómfrúnni, og þetta er Denebóla í Ljóninu, hvort tveggja þriðja flokks stjörnur. Og sko: Þarna sérðu Norðurasnann og Suðurasnann í Krabbanum, báðir þriðja flokks“.69 Þá hafði hann vænst þess að hún lyppaðist niður fyrir þekkingu sinni en: „Hún breiddi drifhvítar hendurnar fram á kortið, starði þegjandi út í loftið og fór hjá sér.“70 Hér vekur athygli að nefndar eru aðrar stjörnur en í Ofvitanum. Þær þriðja flokks (birtustigs) stjörnur sem Þórbergur getur um eru á himinhvelfingunni þar sem tiltölulega fáar bjartar stjörnur sjást. Heitið Vindemíatrix (vínberjatínarinn) er ævafornt og var eitt sinn mikilvægt viðmið.71 Sjálf stjarn- an er þróuð risastjarna, tífalt stærri en sólin og 60 falt bjartari.72 Denebóla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.