Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 154

Andvari - 01.01.2017, Page 154
ANDVARI ENN UM FERÐALOK OG ÁSTIR JÓNASAR 153 nógu góð kjör. Eru kynni hans af henni einn hinn huldasti þráður í æfiferli hans, og þó var það sá þráðurinn, er hjelst óslitinn í huga hans til æfiloka. Hugsanlegt er að Ágúst hafi valið stúlkunni dulnefni af sömu ástæðum og hann skammstafaði sum nöfn fyrr. Þó hygg ég líklegra að Ágúst hafi í fyrstu haft takmarkaðar heimildir en síðar komist á snoðir um rétt nafn stúlk- unnar eins og brátt verður rætt. Hann hefur þá skrifað viðbætur á spássíur handritsins um Kristjönu og Edvard Thomsen, brokkgengan eiginmann hennar.5 Ágúst hefur sömu orð og Hannes í ritgerðinni 1883 um að Jónas hafi aldrei beðið stúlkunnar í Reykjavík, líklega vegna óvissu um framtíðina. Ágúst álítur að Jónas hafi aldrei gleymt Kristjönu Knudsen (síðar faktors- frú Christiane Thomsen), ást hans hafi verið „sá þráðurinn, er hjelst óslitinn í huga hans til æfiloka“. En það er öndvert við Matthías, hann vildi sem minnst gera úr því sambandi því að það samrýmdist ekki sannfæringu hans um órjúfanlega ást Jónasar á Þóru. Ágúst dvelur lengi við dæmi sem bera vitni um þunglyndi í kvæðum Jónasar. Sumt mætti gagnrýna í þeim kafla sem meðal annars stafar af skorti heimilda, en hafa ber í huga að áður hafði lítið verið skrifað um ævi Jónasar annað en minningarorð Konráðs Gíslasonar í Fjölni 1847 og inn- gangur Hannesar Hafstein 1883 sem fyrr getur. Konráð minnist ekki á þung- lyndi, en Hannes dregur ekki fjöður yfir það. Ágúst ræðir meðal annars um skammdegisstökur Jónasar 1844 og telur þær sýna hugboð Jónasar um feigð sína: Yrkir hann þá æfiminning sjálfs sín og grafskript, ekki með neinum ærslum nje harmakviðum, heldur blátt áfram eins og maður mundi tala við sjálfan sig; því eru stökur þær svo hjartnæmar: Enginn grætur Íslending [etc.]. Mjer var þetta mátulegt [etc.]. En Ágúst tjáir ekki skoðun sína á því hverja Jónas ávarpar „lifðu sæl við glaum og glys“ né hvað búi að baki sjálfsásökun skáldsins í seinni stökunni. Í lok fyrirlestrarins segir Ágúst frá því þegar ungur námsmaður í Höfn, að líkindum hann sjálfur, ætlaði að vitja leiðis Jónasar: Árið 1895, á 50. dánardag Jónasar, fór ungur námsmaður íslenskur í Khöfn út á Assistentskirkjugarð til þess að hyggja að leiði hans. Gekk hann lengi um garðinn, en fann það hvergi. Fór hann þá til grafarans og spurði til leiðisins litr. S, nr. 198. Grafarinn gáði í bækurnar. Það var þá horfið þaðan, líklegast búið að grafa nýja gröf með nýju nafni ofan á það. Rækilega hafði torfan þá kyst
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.