Andvari - 01.01.2017, Page 154
ANDVARI ENN UM FERÐALOK OG ÁSTIR JÓNASAR 153
nógu góð kjör. Eru kynni hans af henni einn hinn huldasti þráður í æfiferli
hans, og þó var það sá þráðurinn, er hjelst óslitinn í huga hans til æfiloka.
Hugsanlegt er að Ágúst hafi valið stúlkunni dulnefni af sömu ástæðum og
hann skammstafaði sum nöfn fyrr. Þó hygg ég líklegra að Ágúst hafi í fyrstu
haft takmarkaðar heimildir en síðar komist á snoðir um rétt nafn stúlk-
unnar eins og brátt verður rætt. Hann hefur þá skrifað viðbætur á spássíur
handritsins um Kristjönu og Edvard Thomsen, brokkgengan eiginmann
hennar.5
Ágúst hefur sömu orð og Hannes í ritgerðinni 1883 um að Jónas hafi
aldrei beðið stúlkunnar í Reykjavík, líklega vegna óvissu um framtíðina.
Ágúst álítur að Jónas hafi aldrei gleymt Kristjönu Knudsen (síðar faktors-
frú Christiane Thomsen), ást hans hafi verið „sá þráðurinn, er hjelst óslitinn
í huga hans til æfiloka“. En það er öndvert við Matthías, hann vildi sem
minnst gera úr því sambandi því að það samrýmdist ekki sannfæringu hans
um órjúfanlega ást Jónasar á Þóru.
Ágúst dvelur lengi við dæmi sem bera vitni um þunglyndi í kvæðum
Jónasar. Sumt mætti gagnrýna í þeim kafla sem meðal annars stafar af
skorti heimilda, en hafa ber í huga að áður hafði lítið verið skrifað um ævi
Jónasar annað en minningarorð Konráðs Gíslasonar í Fjölni 1847 og inn-
gangur Hannesar Hafstein 1883 sem fyrr getur. Konráð minnist ekki á þung-
lyndi, en Hannes dregur ekki fjöður yfir það. Ágúst ræðir meðal annars um
skammdegisstökur Jónasar 1844 og telur þær sýna hugboð Jónasar um feigð
sína:
Yrkir hann þá æfiminning sjálfs sín og grafskript, ekki með neinum ærslum
nje harmakviðum, heldur blátt áfram eins og maður mundi tala við sjálfan sig;
því eru stökur þær svo hjartnæmar:
Enginn grætur Íslending [etc.].
Mjer var þetta mátulegt [etc.].
En Ágúst tjáir ekki skoðun sína á því hverja Jónas ávarpar „lifðu sæl við
glaum og glys“ né hvað búi að baki sjálfsásökun skáldsins í seinni stökunni.
Í lok fyrirlestrarins segir Ágúst frá því þegar ungur námsmaður í Höfn, að
líkindum hann sjálfur, ætlaði að vitja leiðis Jónasar:
Árið 1895, á 50. dánardag Jónasar, fór ungur námsmaður íslenskur í Khöfn út
á Assistentskirkjugarð til þess að hyggja að leiði hans. Gekk hann lengi um
garðinn, en fann það hvergi. Fór hann þá til grafarans og spurði til leiðisins litr.
S, nr. 198. Grafarinn gáði í bækurnar. Það var þá horfið þaðan, líklegast búið
að grafa nýja gröf með nýju nafni ofan á það. Rækilega hafði torfan þá kyst