Andvari - 01.01.2017, Síða 156
ANDVARI ENN UM FERÐALOK OG ÁSTIR JÓNASAR 155
TILVÍSANIR
1 Hannes Hafstein: „Um Jónas Hallgrímsson.“Ljóðmæli og önnur rit, eptir Jónas Hall
grímsson. Hið ísl. bókmenntafélag, Khöfn 1883, bls. xxxviii.
2 Þjóðólfur 5.7.1901 (33. tbl. bls. 142).
3 Ágúst skrifar á spássíur eftirfarandi: „Síra Gunnar Gunnarsson, sonur síra G. Hallgr. sem
var prestur í Laufási, bróðir Þorleifs í Skriðu, sem var mikill garðyrkju- og trjáræktar-
maður, einstakur þá í því. Síra Gunnar G. vígðist að Laufási 1828 og fer þá norður. Móðir
Þóru var Guðrún Jónsdóttir og var í þjón. hjá Sigr. húsfrú Geirs biskups. Gunnar fékkst
við Lækning. Þóra fór með honum og bjó hann með henni fyrst þar nyrðra, þangað til
hann gifti hana síra Halldóri presti, kappelláni föður síns, síra Halldóri Björnssyni er
síðar varð prestur á Eyjadalsá, þareftir á Sauðanesi. Fór brúðkaup þeirra feðgina fram
sama daginn, 9. okt. 1834, en síra Gunnar gekk að eiga Jóhönnu Kristjönu Briem. Þá var
Þóra 22 ára. - - - „Þóra var lítil kona vexti, væn og góðhjörtuð kona“ segir í prestatali.“
4 Í JS 140 fol. er bréf frá Þóru Gunnarsdóttur til fósturmóður sinnar, Sigríðar Thorgrímsen,
dagsett 7. feb. 1831. Þar með fylgir lokkur sem telja má víst að sé úr hári Þóru, fléttaður
og jarpur á lit. Hárliturinn kemur heim og saman við heimild Ágústs H. Bjarnasonar. Sbr.
grein eftir Gunnar Hersvein í Jólalesbók Morgunblaðins, 43. tbl., 1994, bls. 9-11.
Ágúst birtir þetta erindi Ferðaloka óstytt, einnig tilvitnaðar stökur. Geri ég ráð fyrir að
þessi erindi séu öllum kunn og læt því upphafslínur nægja.
5 Í spássíukroti, sem er á köflum torlæsilegt, greinir Ágúst frá því að Edvard átti barn með
mágkonu sinni. Barnið var skírt Lauritz Edvard, „óskilgetinn sonur faktors Edvards T.,
gifts manns, og Kirstínar Knudsen, systur konu hans“.
6 Indriði Einarsson: Ástir Jónasar Hallgrímssonar (Iðunn, nýr flokkur, 12. árg., 3. tbl.
1.7.1928, bls. 277). Endurpr. í Indriði Einarsson: Greinar um menn og listir. Hlaðbúð,
Rvík 1959, bls. 15.