Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 163

Andvari - 01.01.2017, Page 163
162 AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR ANDVARI kemur aðeins inn á einkenni slíkra skrifa í nýrri bók sinni um gleymsku í lífsfrásögnum og skáldskap. Þar segir hún m.a. frá því að mikil áhersla sé yfirleitt lögð á að segja frá og hlusta sem viðbragð við tráma, að bera vitni og vera vitni, en einnig vandamálin sem því fylgja, t.d. hversu erfitt getur verið, fyrir báða aðila, að skilja, ná vitsmunalega utan um, trámatíska at- burði. Vitnisburður sé grundvallaratriði í allri orðræðu um tráma og frásagn- ir, sem og að hlusta á vitnisburð.11 Sama ferli og virkjast við játningar og skriftir. Margir sérfræðingar í trámafræðum hafa einnig bent á hversu stóru hlutverki gleymska gegnir í því ferli; að rifja upp áfallið felur um leið í sér að viðurkenna gloppurnar og það sem ekki er sagt.12 Við teljum almennt að það sé nauðsynlegt að tala um skelfingar sem riðið hafa yfir fólk og hlusta á slíkar sögur, það sé skylda okkar að muna. Hins vegar telur Gunnþórunn að gleymska sé ekki síður mikilvæg. Fórnarlömbin vilja einnig lifa af, kom- ast undan hinni ógnvænlegu alltumlykjandi reynslu en ekki festast í henni. Upprifjun sé ekki eina leiðin til að takast á við áföll; það að gleyma geti veitt nauðsynlega huggun og frið.13 Hvorki upprifjun né gleymska séu eina rétta svarið, eins og Aleida Assman bendi á þá fari réttu viðbrögðin eftir sögu- legu samhengi, menningarlegum gildum og almennum aðstæðum í hverju einstöku tilviki.14 Persónurnar í Ör þurfa að finna sitt eigið jafnvægi. Í hótelþögninni skapast tækifæri fyrir hikandi, brotakenndan vitnisburð Maí um það sem hún upplifði i stríðinu, og sonar hennar, Adams, sem tjáir sig með því að teikna myndir. Þegar hinn fámælti Jónas Ebeneser leggst sjálfur yfir dagbókarfærslur sínar frá yngri árum finnur hann, líkt og í skrifum ótal höfunda sjálfsævisagna frá tímum Játninga Ágústínusar, ýmislegt sem minnir á skriftir synda. „Búinn að sofa hjá fjórum stelpum í kórnum og mórallinn orðinn slæmur“, viður- kennir yngra sjálf hans (48) en eldra sjálfið sem horfir til baka dregur eigin ályktanir: „Þetta er ekki slæmur strákur. Hann er saklaus og velmeinandi“ (113). Og þótt hann sé „góður í að þegja“ (108) getur hann ekki annað en svarað Maí með slitróttri frásögn af sinni eigin sorg, fullur sektar yfir þeirri sjálfhverfu að koma til að deyja í landi þar sem „vatnið er enn blóðlitað“ og fólk „hefur haft svona mikið fyrir því að lifa af“, vegna óhamingju sem nú virðist „í besta falli kjánaleg þegar við blasa rústir og ryk út um gluggann“ (108-109). Því vitnisburður sorgarferlisins snýst ekki bara um að vitna gegn öðrum, benda á sekt annarra, heldur beinist inn á við líka, að eigin sekt, eins og kemur svo örvæntingarfullt fram í bók Naju Marie Aidt um son sinn: „[…] jeg vil tale med dig om min skyld spørge dig har jeg været hård ved dig har jeg pint dig har du følt dig uønsket jeg farer rundt í stuen vanvittig jeg hyler græder […]“ (38). Að sama skapi hefur Jónas Ebeneser í örvæntingu leitað að sínum þætti í að hjónabandið brást. Þegar hann las Biblíuna og þá- verandi konan hans, Guðrún, bað hann um að lesa upphátt fyrir sig var hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.