Andvari - 01.01.2017, Qupperneq 164
ANDVARI ÞÖGN OG SKRIFTIR Á HÓTEL SILENCE 163
staddur í Jobsbók og las um Job „í reipi þjáningarinnar“. Eftir á að hyggja
telur hann að ef hann „hefði verið staddur í Ljóðaljóðunum og lesið, brjóst
þín eru eins og vínber þá væri [hann] hugsanlega enn kvæntur maður“ (65).
Þó hefur hann líklega þegar nefnt sennilegri orsakavald snemma í bókinni,
þegar Svanur spyr hann hvort hann hafi ekki séð nein teikn á lofti um enda-
lok hjónabandsins. „Hún sagði að ég endurtæki allt sem hún segði.“
– Og hvað áttirðu að segja - í staðinn fyrir að endurtaka?
– Ég er ekki viss.
– Baðstu hana um að fara ekki?
– Nei, ég gerði það ekki. (35)
Endurtekning og ábyrgð
Eins og kemur fram hjá Gunnþórunni skilgreinir Cathy Caruth tráma þannig
að fólk nái ekki að melta eða upplifa áfallið fyllilega fyrr en eftir á. Áfallið
kalli á endurtekna þjáningu atburðarins, en einnig endurtekið afturhvarf
frá honum.15 Björn Krondorfer leggur áherslu á mikilvægi formsins; niður-
röðun, frásögn, miðlun, eins konar málamiðlun þess að muna og gleyma
því sem viðkemur áföllum. Það sé oft aðeins gegnum endurtekna fram-
setningu á því sem fyrst virðist ósegjanleg minning sem frásögn verður til.
Endurtekin opinber framsetning trámatískrar reynslu í formi frásagnar hafi
kaþarsísk áhrif og gefi þeim sem urðu vitni að atburðum tækifæri til að lifa
í nútíðinni án þess að verða fangar endalausrar og endurtekinnar örvænt-
ingar.16 Endurtekning getur sem sagt verið bæði afleiðing áfalls og leið til að
vinna úr því. En í texta Auðar Övu verður hún, í samræmi við lögmál þver-
sagnarinnar, að orsök trámans. Endurtekningar Jónasar á orðum konu sinn-
ar eru, líkt og þögn hans í hjónabandinu, einkenni óvirkni og áhugaleysis:
„Þegar hún sagði; Vatnalilja hringdi, þá svaraði ég, já, hringdi Vatnalilja?“
(35) Þessar endurtekningar hafa enga jákvæða virkni, taka enga ábyrgð á
framvindunni, bera frásögnina ekki áfram heldur aftur og aftur inn í sama
vítahringinn.
Það verður verkefni Jónasar Ebenesers að axla aftur þá ábyrgð að segja
sína eigin sögu, hversu ófullkomin sem frásögnin kann að vera, skapa nýja
sögu á rústum þeirrar gömlu. Þótt þögnin gegni þar mikilvægu hlutverki
er hún ekki svarið, aðeins mikilvægur jarðvegur orða, túlkana, frásagnar
og framvindu. Og þar komum við að samfélagslegum boðskap bókarinnar
Ör. Þögn og óvirkni getur ekki verið svar okkar við hörmungum í umhverfi
okkar, hvort sem þær dynja á nær eða fjær. Enda eru mörk hins persónu-
lega og nálæga og hins heimssögulega og fjarlæga ekki alltaf svo skýr. Jónas