Fréttablaðið - 02.12.2022, Side 70

Fréttablaðið - 02.12.2022, Side 70
Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Í hátíðarjólaboði þáttarins Matar og heimilis á Hring- braut munu landsliðs- kokkarnir Gabríel Kristinn Bjarnason og Sigurður Lauf- dal framreiða sex rétta sæl- kerajólamáltíð með nýstár- legum hætti fyrir góðan hóp matgæðinga og gleðigjafa og gefa áhorfendum nýjar hug- myndir fyrir hátíðirnar. Vínþjónninn Jóhann Ólafur Jörgensson sá um að para vín með öllum réttunum, þar sem bragð og áferð fullkomnuðu hvern rétt. Allir starfa þeir saman á veitinga­ staðnum Héðni Kitchen og Bar og hafa ástríðu fyrir matargerð og starfi sínu að nostra við gesti sína. Nú eruð þið báðir landsliðs- kokkar, finnst ykkur þið hafa lært mikið á því að vera í kokkalands- liðinu? „Að vera og komast inn í kokka­ landsliðið er mikill heiður og gaman er að vinna með flestum af bestu kokkum landsins og fá að fara út að keppa fyrir Íslands hönd. En það er líka erfitt að vera í fullri vinnu og mæta svo á landsliðs­ æfingar í frítímanum, maður þarf að hafa ákveðna keppnisreynslu og öflugan karakter, væntanlega að kunna að elda betur en flestir,“ segja þeir Gabríel og Sigurður. Er ekki eftirsóknarvert að komast í landsliðið? „Jú, ég myndi segja að það sé mjög eftirsótt, það eru margir sem sækja um en oftast eru það 1­2 sem komast inn hverju sinni,“ segir Gabríel. Búið þið yfir listrænum hæfi- leikum þegar kemur að því að mat- reiða og framreiða kræsingar? „Veit ekki með hæfileika en við höfum æft okkur í mörg ár að hanna og setja upp rétti. Það er æfingin sem hefur komið okkur á þann stað sem við erum á í dag. Einnig að hafa unnið á nokkrum veitingastöðum í gegnum tíðina.“ Borðbúnaðurinn skiptir máli Finnst ykkur borðbúnaður skipta máli þegar þið eruð að matreiða og framreiða mat? „Okkur finnst borðbúnaður skipta mjög miklu máli vegna þess að þegar gestur kemur á veitinga­ stað er mikilvægt að borðskreyt­ ingar og fleira sé allt út planað til að búa til rétta stemningu fyrir gestinn sem er að koma borða.“ Eigið þið ykkar uppáhaldsborð- búnað? „Já, mér finnst gaman að nota íslenska keramikhönnun, Guð­ björg hjá KER hefur verið í uppá­ haldi hjá mér seinustu ár,“ segir Sigurður. Jóhann bætir því við að það skipti líka miklu máli að vera með réttu glösin eftir því hvaða vín er verið að bjóða upp á, það sé lyk­ ilatriði til þess að vínið hafi rétta áferð og bragð. „Vert er að passa vel upp á glösin og tryggja að þau séu hrein og gljái, þið viljið ekki bera fram góð vín í óhreinum eða kámugum glösum.“ Þeir félagar svipta hér hulunni af aðalréttinum dýrðlega sem þeir bera fram í þættinum Mat og heimili ásamt jólaglöggi sem bragð er af og uppskrift að guð­ dómlegum sörum sem stein­ liggja. „Þetta er matseðill sem ég og Sigurður töluðum um að væri hátíðarmatur sem við værum til í að borða sjálfir, og eitthvað sem allir ættu að geta gert heima á ein­ faldan hátt,“ segir Gabríel og vill að lokum minna okkur öll á að njóta vel með fjölskyldu og ástvinum yfir hátíðirnar. Kokkarnir ásamt Jóhanni vínþjóni leggja mikinn metnað í alla umgjörð með hátíðarmatnum þar sem hvert smáatriði er úthugsað. Réttirnir eru bornir fram á fallegan hátt sem fangar augað og matur og munúð eru í forgrunni. Dádýr með jólarauðkáli og bordelais-sósu Villisveppahjúpur 200 g þurrkaðir villisveppir 100 g bakaðar pistasíur 50 g bakaðar pekanhnetur 3 g salt Byrjað er á að baka hneturnar á 160°C í 10 mínútur. Síðan er allt hráefni sett í matvinnsluvél þang­ að til það er orðið að mulningi. Dádýr 200 g dádýr Villisveppamulningur Timian eftir smekk Hvítlaukur eftir smekk Dádýrskjöt er látið standa við stofuhita í 30 mínútur til 1 klukku­ tíma, síðan velt upp úr villisveppa mulningi og svo steikt á heitri pönnu, vel á öllum hliðum. Síðan er smjöri bætt á pönnuna með timjan og hvítlauk, gott er að hafa hitamæli og steikinni er komið upp í 47°C hita og látin hvíla upp í 52°C hita, þá er hún tilbúin. Jólarauðkál með pikkluðum rifsberjum Rauðkál 1 höfuð rauðkál, skorið í bita 1 msk. anís 1 kanilstöng (eða 1 msk. kanill) 1 grænt epli, saxað 1 dl edik (eða rúmlega það) ½ bolli rauðvín ½ bolli krækiberja- eða sólberja- saft 1 dl vatn ½ tsk. salt 1 msk. hunang Allt hráefni nema rauðkál soðið saman í pott, síðan rauðkáli bætt við og soðið í rúman klukkutíma. Pikkluð rifsber 300 g frosið rifsber 300 g sykur 300 g vatn 300 g edik að eigin vali Soðið er upp á sykri, vatni og ediki og síðan hellt yfir rifsber og kælt. Dádýr og syndsamlega ljúffengt meðlæti Gabríel Kristinn Bjarnason og Sigurður Laufdal landsliðskokkar fullkomna hátíðarkvöldverðinn þar sem dádýrið er í forgrunni með synd- samlega ljúffengu meðlæti sem bragð er af. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Dádýrið er eldað á hinn fullkomna hátt í sveppa- mulningi, timian og hvítlauk og borið fram að hætti fagurker- ans. Borið fram í villisveppa- og pistasíuhjúpi, toppað með trufflum og bor- delais-sósu. 48 FRÉTTABLAÐIÐ 2. desember 2022JÓL 2022
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.