Fréttablaðið - 02.12.2022, Side 71

Fréttablaðið - 02.12.2022, Side 71
Bordelais sósa 3 skalotlaukar 100 g smjör 10 piparkorn mulin 400 g rauðvín 400 g nautasoð 2 lárviðarlauf 6 timian greinar 2 rósmarín greinar Nautamergur úr 3 beinum (75- 100 g) Salt og pipar eftir smekk Hellið rauðvíni í pott með söx- uðum skalotlauk og piparkornum og sjóðið niður um þriðjung. Bætið við kjötsoði ásamt fersku kryddi og sjóðið í 30-40 mínútur eða þangað til sósan hefur náð þykkt sem hjúpar stál- skeið. Skerið smjörið í bita og hrærið við sósuna bita eftir bita og smakkið til með salti og pipar. Bakið mergbeinin þangað til hægt er að taka merginn léttilega út, síðan er mergurinn steiktur á pönnu þangað til vel brúnaður og sósunni hellt yfir. Kartöflur og sveppir í smjördeigskænu 600 g Þykkvabæjar sveppakart- öflugratín 2 miðlungs portobello sveppir Steinselja - söxuð Truffluolía - ekki nauðsynlegt Salt Pipar Smjördeig 1 egg Skerið sveppi og steikið á heitri pönnu upp úr olíu og smjöri, kryddið til með salti. Blandið rest saman og smakkið til með smá truffluolíu, salti og pipar. Setjið í lítil eldföst mót. Smjördeig sett yfir mótin, penslað með hrærðu eggi og bakað við 190°C þangað til deigið er klárt. Sörur Botn 3 eggjahvítur 200 g flórsykur 200 g fínhakkaðar möndlur (heilar -hýðislausar möndlur hakkaðar fínt í kvörn) Eggjahvítur stífþeyttar. Flórsykur- inn sigtaður yfir og hrært varlega saman við með sleikju ásamt möndlunum. Sett á plötu, klædda bökunarpappír, með tveimur teskeiðum og bakað við 180°C í ca 15 mínútur. Krem 80 g sykur 80 ml vatn 3 eggjarauður 150 g smjör, mjúkt 1 msk. kakó 1 tsk. kaffiduft (instant kaffi) Sykur og vatn sett í pott og soðið saman í síróp, það tekur u.þ.b. 8 -10 mínútur. Nauðsynlegt er að hafa góðan hita. Þetta er tilbúið þegar það fer að freyða. Eggjarauðurnar eru þeyttar þar til þær eru krem- gular og þykkar. Hellið sírópinu úr pottinum í mjórri bunu út í, þeytið á meðan þar til blandan er orðin létt og loftmikil. Látið kólna. Mjúka smjörinu er þá bætt út í og þeytt á meðan. Að lokum er kakó og kaffiduft sigtað út í (instant kaffi er gróft, því er gott að mylja það í gegnum sigtið með skeið, einnig er hægt að mylja það í mortéli áður en það er sigtað). Kremið kælt í ísskáp. Súkkulaðihjúpur Dökkt súkkulaði, magn eftir þörfum Brætt í örbylgjuofni. Kreminu er smurt á botninn á kökunum, frekar þykkt lag. Þá eru kökurnar kældar með kreminu á í smá stund. Því næst er kremhlutanum dýft ofan í brædda súkkulaðihjúpinn og hjúpnum leyft að stífna. Okkur finnst borðbúnaður skipta mjög miklu máli, mikilvægt er að borð- skreytingar og fleira sé allt út planað til að búa til rétta stemningu fyrir gestinn. Hátíðarborðið dekkaði Þórunn Högnadóttir, stílisti og fagur- keri með meiru, þar sem lifandi greni, græni liturinn og kam- elbrúni liturinn eru í forgrunni. Lifandi greni er ríkjandi í öllum skreytingum og Gucci græn kerti setja punktinn yfir i-ið. Kartöflur og sveppir í smjör- deigskænum. Jólarauðkál með rifsberjum, toppað með jólakryddi. Skálað í rauðvíni með matnum. Jólaglögg Einn kassi rauðvín (3000 ml) + auka rauðvín 500 g sykur 8 epli, skorin í bita 2 perur, skornar í bita 10 svört heil pipar 4 kanilstangir 8 negulnaglar 1 kg frosin kirsuber eða hindber Auka rauðvín til smökkunar Byrjað er á að brúna sykur í potti. Rauðvínið og restin af uppskrift- inni er sett út í. Suðan fengin upp og látið malla rólega í 30 mínútur. Sigtað og það er gott að smakka til með örlítið meira af rauðvíni áður en borið er fram. Gaman er að bera jólaglöggið fram í fallegum bollum sem undirstrika hátíðleikann. Þórunn Högnadóttir stílisti sá um að dekka hátíðarborðið sem var sveipað töfrum og dulúð, græni liturinn er í forgrunni þar sem greni leikur aðalhlutverkið. n 2. desember 2022 JÓL 2022 FRÉTTABLAÐIÐ 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.