Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 124

Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 124
Hjónin Ólöf Einarsdóttir og Omry Avraham eiga sér ólíkan uppruna og þegar ástin blossaði upp og þau tóku saman mættust tveir ólíkir menningarheimar þeirra. Omry er ekki alinn upp við að halda jól, en hann er frá Ísrael. sjofn@frettabladid.is Eftir að Omry og Ólöf kynntust upplifði hann jólin í fyrsta skipti og kolféll fyrir þeim frá fyrstu stundu. „Þegar ég var barn sá ég jólin í ævintýraljóma í gegnum sjónvarpið og bíómyndir. Þar sem ég er gyðingur ólst ég ekki upp við að halda jól en kynntist þeim á eigin skinni með Ólöfu. Ég elska þennan árstíma og allt sem honum fylgir. Við gyðingar höldum upp á Hannukah í desember og ég man að það kom oft út Disney-jólabíó- mynd í kringum Hannukah sem við krakkarnir drukkum í okkur. Þannig að eftir að ég flutti til Íslands varð veturinn minn uppá- haldstími og jólin hápunkturinn, þar sem draumurinn um jólahald varð að veruleika og það á hverju ári,“ segir Omry kíminn á svip. Jólin með stórfjölskyldunni Systkini Ólafar eiga og reka hótel fyrir utan borgina þar sem jólin eru haldin. „Þau hafa hótelið lokað yfir jólin og bjóða stórfjöl- skyldunni, foreldrum, systkinum, mökum, börnum og nú barna- börnum. Þetta eru orðnar fjórar kynslóðir sem halda jólin saman, mér finnst það mjög skemmtilegt og ég er þakklátur fyrir fjöl- skylduna mína. Ég hefði ekki getað verið heppnari með fjölskyldu hér á Íslandi,“ segir Omry. „Omry er eitt mesta fullorðna jólabarnið sem ég þekki,“ segir Ólöf og brosir. „Hann hlakkar alltaf jafn mikið til jólanna og að halda jólin með allri fjölskyldunni. Þetta hefur verið fjölskylduhefð í bráðum 25 ár og Omry datt inn í þá hefð þegar við kynntumst fyrir rúmum fjórtán árum. Við Omry höfum alltaf eytt jólum á hótelinu fyrir utan ein þegar við vorum búsett í Ísrael,“ segir Ólöf. Omry elskar að matreiða og líður vel í eldhúsinu. „Ég veit fátt betra en að vera í fullbúnu iðn- aðar eldhúsi á hótelinu með mág- konu minni á aðfangadag og elda jólamatinn, smakka og spjalla. Ólöf og hinir í fjölskyldunni eru inn og út úr eldhúsinu að baka og græja eftirréttina og mágur minn rekur inn nefið með reykt kjöt sem lyktar hræðilega. Hann sker það í þunnar sneiðar og gefur öllum að smakka,“ segir Omry og hlær. „Þetta er allt partur af stemning- unni og ég elska það.“ Þegar kemur að jólamatnum viðurkennir Omry að honum þyki ekki allur íslenski jólamaturinn góður. „Ég verð að segja að ég er ekki hrifinn af hangikjöti og svína- kjöti. Þetta er eini maturinn fyrir utan skötuna og þorramatinn sem ég borða ekki á Íslandi.“ „Ég hef ekki hugsað út í það fyrr en núna en hugsanlega er það þess vegna sem við erum með alls konar mat á jólunum í bland við þetta hefðbundna, þar sem Omry er mikill matkall og það þurfa allir að geta borðað sitt á jólunum,“ segir Ólöf. „Ég baka alltaf köku enda finnst mér þurfa að vera til kaka inni í ísskáp yfir hátíðirnar. Systur mínar sjá um Toblerone-ísinn og að útbúa ris à l´amande sem mér finnst líka vera ómissandi. Mamma kemur með gamaldags kaffifrómas sem er uppáhaldið mitt og ananasfrómas sem eru löngu orðinn klassík á jól- unum. Mágkona mín kemur með alls konar smákökur og konfekt og bróðurdóttir mín er snillingur að útbúa girnilegar kökur. Hún hefur orðið mjög liðtæk í eftirréttunum undanfarin ár,“ segir Ólöf. „Þar sem við erum mörg saman á jólunum og á öllum aldri er jóla- maturinn fjölbreyttur. Það eru þó alltaf fastir réttir eins og humar í forrétt, hamborgarhryggur og hefðbundið meðlæti í aðalrétt og svo ýmist steik, kalkúnn eða lambafile og alls konar meðlæti. Í hádeginu á jóladag er hangikjöt með laufabrauði, rauðbeðu- og eplasalati, uppstúf og kartöflum og í kvöldmatinn er afgangur frá kvöldinu áður. Þetta er siður sem ég ólst upp við og þar sem við erum alltaf með foreldrum mínum á jól- unum þá hefur þessi siður haldist og mun gera það eftir þeirra dag,“ segir Ólöf. Omry og Ólöf eiga sína uppá- haldsrétti sem þau útbúa yfir hátíðirnar þar sem menningar- heimar þeirra mætast með góðri útkomu, og leyfa hér lesendum að njóta. Nautalund með chimichurri fyrir 6-8 1,5 kg nautalund 2 msk. Steikarkrydd Kryddhússins 2 msk. olía Salt og pipar eftir smekk Ef nautalundin er frosin þá er nauðsynlegt að hvíla hana í 3–4 daga í kæli fyrir eldun. Gott er að krydda hana með Steikarkryddinu deginum áður en hún er elduð. Þerrið hana og nuddið olíunni og kryddinu vel á kjötið. Til að halda fallegu lagi á lundinni er gott að binda hana upp í rúllulag með rúllupylsubandi. Geymið yfir nótt í kæli. Takið a.m.k. klukkustund áður út úr kælinum og brúnið kjötið á heitri pönnu með svolítilli olíu, á öllum hliðum. Setjið í 220°C heitan ofn í 30–40 mínútur. Gott að snúa lundinni á 10 mínútna fresti til að fá jafnari eldun og best er að nota kjöthitamæli. Okkur finnst gott að hafa kjötið medium, eða 55–57°C í miðju þykkasta hluta kjötsins, þá er það tilbúið. Kjötið látið hvíla í 10 mínútur áður en bandið er klippt frá og lundin skorin í 1 cm þykkar sneiðar. Chimichurri 2 búnt steinselja 1 rauð paprika ½ rauður laukur 4–5 hvítlauksgeirar 2 msk. chimichurri kryddblanda frá Kryddhúsinu Ca. 3 dl ólífuolía (ef olían er mjög beisk á bragðið er gott að nota aðra olíu á móti, til helminga) 2 msk. hvítvínsedik ½ sítróna – safinn úr henni Salt og pipar eftir smekk Allt fínsaxað og blandað saman í skál. Kryddað með chimichurri, salti og pipar. Bæta við edikinu og olíunni og passið að olían sé það mikil að hún fljóti yfir allt saman. Geymið í lokuðu íláti í kæli í a.m.k. 8 klukkustundir. Gott að taka út úr ísskáp 30 mínútum áður en borið fram. Þar sem kryddjurtirnar þurfa þennan tíma til að taka sig, er gott að smakka og krydda til með sætu, sýru, salti o.s.frv. Nauðsynlegt er að gera chimichurri að minnsta kosti deginum áður til að kryddið og jurtirnar taki sig. Þessi sósa geymist vel í lokuðu íláti í kæli. Gratíneraðar kartöfluskífur 1,5 kg af miðlungsstórum kart- öflum 1,5 tsk. Rótargrænmetiskrydd Kryddhússins Salt og pipar eftir smekk 100 g smjör, brætt Rjómi eftir smekk Gratínostur eða parmesan-ostur Kartöflurnar skornar í þunnar skífur. Hér er gott að nota mand- ólín. Skolið skífurnar, þerrið og setjið í skál. Bræðið smjörið og hellið yfir. Kryddið þær með Rótargrænmetiskryddi, salti og pipar og nuddið vel á kartöflurnar. Raðið kartöfluskífunum upp á endann í eldfast mót og hellið rjóma yfir þar til hann þekur 1/3 af hæðinni á kartöflunum. Setjið álpappír yfir og eldið í 200°C heitum ofni í u.þ.b. 40 mínútur. Takið þá álpappírinn af og stráið ostinum yfir og eldið í 20 mínútur. Til að fá stökkari áferð er stillt á grillið í ofninum og kartöfl- urnar settar undir það í nokkrar mínútur í lokin. Jólalegt rótargrænmeti 350 g rósakál 5–6 skalottlaukar 1 rauðrófa (meðalstór) Salt og pipar eftir smekk Klettasalat eða önnur salat- blanda Fræin úr einu granatepli Kryddlögur: ⅓ bolli ólífuolía ½ appelsína, safi og börkur 2 msk. hlynsíróp ½-1 msk. balsamedik 1 tsk. rósapipar Salt eftir smekk Öllu blandað saman. Ristaðar pekanhnetur 100 g pekanhnetur 1 tsk. kanill ½ tsk. cayenne-pipar ½ dl hlynsíróp Salt á hnífsoddi Setjið pekanhneturnar í skál og kryddið þær. Hellið sírópinu út í og blandið vel saman. Dreifið úr hnetunum í ofnskúffu og setjið í 180°C heitan ofn í u.þ.b. 12 mínútur. Gott að hræra í 1-2 sinnum á ristunartímanum. Leggið til hliðar á meðan restin er undirbúin. Hitið ofninn í 200°C. Skerið rósakálið til helminga, endi- langt. Setjið í sjóðandi vatn og sjóðið í 3–5 mínútur. Skolið upp úr köldu vatni og sigtið vatnið vel frá. Afhýðið rauðrófuna og skerið hana í hæfilegar skífur. Afhýðið skalottlaukana og skerið endi- langa. Setjið allt grænmetið í skál og hellið eins og helmingnum af kryddleginum yfir og blandið vel saman við. Breiðið úr grænmetinu á ofnskúffu. Látið rósakálið snúa með sárið niður. Bakið í 40-50 mínútur eða þar til eldað í gegn og stökkt að utan. Gott að snúa græn- metinu við eins og einu sinni eða tvisvar á eldunartímanum. Setjið klettasalat eða annað grænt salat á fat, setjið grænmetið yfir. Hellið restinni af krydd- leginum yfir. Saxið pekanhnet- urnar gróft og stráið þeim ásamt granatepla fræjunum yfir allt saman. Má gera fyrir fram – borið fram kalt. Kryddaðar eplaskífur 3 dl eplasafi ½ dl vatn 1 dl hrásykur 1 tsk. Jólaglöggskryddblanda Kryddhússins ½ epli, kjarnhreinsað og skorið í þunnar skífur Allt nema eplið sett í pott og soðið saman í síróp. Það tekur 15–20 mínútur fyrir löginn að sjóða niður í síróp. Sigtið kryddið frá og setjið eplaskífurnar út í heitt sírópið. Kælið krydduðu eplas- kífurnar en gott er að setjið þær ofan á ris à l´amande. n Ólíkir menningarheimar mætast á jólunum Ólöf Einarsdóttir og Omry Avraham. Hann kynntist jólum fyrst á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Nautalund, chimichurri, rótargrænmeti og kartöflugratín. 6 kynningarblað A L LT 2. desember 2022 FÖSTUDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.