Fréttablaðið - 02.12.2022, Side 134

Fréttablaðið - 02.12.2022, Side 134
BÆKUR Kákasusgerillinn Jónas Reynir Gunnarsson Fjöldi síðna: 233 Útgefandi: Mál og menning Brynhildur Björnsdóttir Jónas Reynir Gunnarsson vakti fyrst athygli þegar hann fyrir fimm árum geystist fram á ritvöllinn með tvær ljóðabækur og eina skáldsögu sem allar fengu afbragðsviðtökur og viðurkenningar, meðal annars Bókmenntaverð- laun Tómasar Guðmunds- sonar. Kákasusgerillinn er sjöunda bók hans á fimm árum en síðasta skáldsaga hans Dauði skógar sem kom út 2020 var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna og Bókmennta- verðlauna Evrópusam- bandsins. Tvær aðalpersónur Kákasusgerillinn gerist á tvennum tímum og sjón- arhornið er alfarið hjá tveimur aðalpersónum, Báru og Eiríki. Bára er heltekin af því hvernig manneskjan reynir að hafa áhrif á sig og upplifun sína af heiminum með því að breyta skynj- un sinni með því sem hún innbyrðir en líka hvernig það sem okkur er nauðsynlegt til að lifa af getur líka verið okkur hættulegt. Hún vinnur í huganum að gerð hlaðvarpsþátt- anna Eitur í flösku þar sem hún not- ast við skilgreiningu Paracelsusar á því að allt geti verið eitur, það er bara magnið sem skiptir máli. Á meðan tengist hún ekki lífinu sem líður tilbreytingarlítið hjá og allar fyrirætlanir hennar um framtíð hagræða sér smám saman á hak- anum og sofna þar. Eiríkur skoðar tilveruna á annan hátt, gegnum myndavélarlinsu þar sem hann leitast við að festa raun- veruleikann og lífið í einhvers konar sam- heng i þa r sem honum f innst það ekki uppfylla v æ n t i n g a r sínar. Þann- ig verða líf þeirra Báru og Eiríks að hlið- stæðum, hún er upptekin af því hvernig við e r u m s m á m saman að drepa ok k u r á þv í eitri sem lífið er á meðan hann reynir í örvænt- ingu að frysta lífið eða alla vega hluta af því en daðrar jafnframt við hugmyndina um nirvana, upp- ljómum og lausnir á þeirri óbæri- legu upplifun sem það er að vera til. Til sögunnar eru síðan kynnt tvö efni sem eiga að geta breytt lífinu til hins betra á afgerandi hátt, annars vegar hugvíkkandi körtumjólk frá Mexíkó og hins vegar kákasusgerill sem var um tíma ræktaður á öðru hverju heimili landsins og átti að vera allra meina bót. Stórar tilvistarspurningar Það er ekki skortur á hugmyndum og vangaveltum í Kákasusgerlinum og stærstu tilvistarspurningarnar eru undir, um skynjun og skort, fíkn og nánd, tengsl og tilgang, líf og dauða. Þessar vangaveltur eru viljandi frekar klínískar, persón- urnar vekja ekki nægilegan áhuga eða samúð til að örlög þeirra skipti lesandann máli, undirliggjandi hjá Báru er einhverskonar tómhyggja og tilgangsleysi á meðan Eiríkur gerir örvæntingarfullar tilraunir til að skilja og finna tilgang en hefur ekki erindi sem erfiði. Í lokin verður þó einhvers konar lausn og við vitum að að minnsta kosti annað þeirra tengist lífinu með öllum sínum hversdagslegu gleði og sorgum. Kákasusgerillinn er bók til að lesa hægt og/eða oft til að ná að tengja við marglaga textann. Og svo er ekkert víst að allir tengi og það er líka allt í lagi. n NIÐURSTAÐA: Djúpar og marg- laga pælingar um skynjun, líf og dauða. Hið eitraða inntak alls Kákasusgerillinn er nýjasta skáldsaga Jónasar Reynis. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TÓNLIST Píanóhátíð Íslands fyrstu tónleikar Flytjendur: Andrew J. Yang, Myung Hwang Park og Nína Margrét Grímsdóttir Kaldalón í Hörpu fimmtudagur 24. nóvember Jónas Sen Oft hefur verið gert grín að tónlist Philips Glass, því hún er svo endur- tekningarsöm. Ég held að tónlist hans sé að einhverju leyti innblásin af því að hann starfaði sem leigu- bílstjóri um tíma. Síbyljan í tónlist hans minnir á umferðarnið, sem hefur róandi áhrif. Það sama heyrist aftur og aftur, en samt er þar fram- vinda sem oftar en ekki er afskap- lega seiðandi, jafnvel dáleiðandi. Tónlistin er gjarnan angurvær, en í henni er líka undarleg birta. Allt það besta við tónlist Glass mátti heyra í Mad Rush frá árinu 1979, sem Andrew J. Yang píanó- leikari spilaði í Kaldalóni á fimmtu- dagskvöldið í síðustu viku. Tónleik- arnir voru forleikur hátíðar sem haldin verður næsta sumar og kall- ast Píanóhátíð Íslands. Tónlistin var íhugul og dálítið nostalgísk, og Yang lék hana forkunnarvel. Leikur hans var öruggur og nákvæmur, fullur af tilfinningum og hápunktarnir í tónlistinni voru magnaðir. Smá- gerð blæbrigði voru fallega útfærð, áslátturinn var fágaður, allt að því draumkenndur: akkúrat eins og hann átti að vera. Mínímalistarnir slógu í gegn Glass er mínímalisti, sem þýðir að tónlist hans er byggð upp af litlum, síendurteknum hendingum sem saman mynda stóra heild. Dóm- kirkja úr óteljandi smáum múr- steinum er kannski ágæt samlíking; margt smátt gerir eitt stórt. Annar mínímalisti, Steve Reich, átti líka flott atriði á tónleikunum. Þetta var Piano Counterpoint, en þar lék Myung Hwang Park á píanó- ið við upptöku af píanóleik sem spil- uð var úr hátalara á sviðinu. Tón- listin var mjög lífleg og taktföst, og Park lék sitt hlutverk fullkomlega. Allar nótur voru á sínum stað og hrynjandin var stöðug og akkúrat. Útkoman var einkar skemmtileg. Jákvæðar barsmíðar Þessi tvö atriði voru hápunktur tón- leikanna. Einnig var þó gaman að þremur prelúdíum eftir Gershwin í flutningi Yangs, en þar á meðal var sönglagið The Man I Love sem Percy Grainger útsetti. Grainger var nokkuð forvitnileg- ur, hann var ástralskur píanóleik- ari og tónskáld, og sadómasókisti. Honum fannst kynlífið með kon- unni sinni ekki spennandi nema þau lemdu hvort annað. Mamma hans barði hann þegar hann var lítill og hann dreymdi um að eignast börn svo hann gæti barið þau líka. Sem betur fer varð honum ekki að ósk sinni. Hvað um það, útsetning hans á lagi Gersh wins var skemmti- leg og full af barsmíðum, en þær voru allar góðar og uppbyggilegar! Tilþrifalítill leikur Þriðji píanóleikari kvöldsins var Nína Margrét Grímsdóttir. Hún lék bara róleg lög eftir Chopin og Scri- abin, og leikur hennar var afskap- lega daufur. Regndropaprelúdían fræga eftir Chopin bauð til dæmis upp á miklu meiri tilþrif og inni- leika: þar gerðist bókstaflega ekki neitt. Dagskráin var bland í poka og sumt var arfaslakt og hefði vel mátt missa sig. Þar á meðal var óttalega þunnt verk eftir Myung Hwang Park, sem samanstóð aðallega af klisjum og virkaði helst eins og dinner tónlist. Dúett eftir Pade- rewski var líka skelfilega flatur, og sexhent æskuverk eftir Rakhman- ínoff, þar sem allir þrír píanóleikar- arnir spiluð saman á eitt píanó, var afar klént. Rakhmanínoff var vissulega stórkostlegt tónskáld, en hér var hann ekki búinn að öðlast marktækan þroska sem listamaður. Tónlistin var engu að síður áhuga- verð í ljósi þess sem síðar varð. Vonandi eru tónleikarnir sjálfir líka vísir að einhverju stórfenglegu næsta sumar. n NIÐURSTAÐA: Mínímalistarnir og Gershwin voru frábærir, en sumt annað var ekki gott. Sumt skemmtilegt en annað leiðinlegt Píanóleikararnir Andrew J. Yang, Myung Hwang Park og Nína Margrét Grímsdóttir þrímenntu á slaghörpuna á tón- leikum Píanóhátíðar Íslands í Hörpu fimmtudagskvöldið í síðustu viku. MYND/AÐSEND Dagskráin var bland í poka og sumt var arfaslakt og hefði vel mátt missa sig. Jónas Sen tsh@frettabladid.is Tilnefningar til Íslensku bók- menntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóð- dropans 2022 voru kynntar á Kjar- valsstöðum í gær. Félag íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) hefur tekið að sér fram- kvæmd Blóðdropans og tilnefndar bækur fá nú tilnefningarmiða í sömu stærð og tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og sömu upphæð í verðlaun frá félaginu. Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra er meðal þeirra sem eru tilnefnd til Blóðdropans ásamt Ragnari Jónassyni og tók hún á móti tilnefningunni frá kollega sínum Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Bæði verðlaun verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Verðlauna- upphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk en FÍBÚT kostar verðlaunin. „Kosturinn við þessi verðlaun að mínu mati er að það er alltaf eitthvað sem kemur á óvart og það er kannski þess vegna sem þau hafa lifað svona lengi,“ segir Heiðar Ingi Svansson, formaður FÍBÚT, um tilnefningarnar í ár. „Auðvitað er þetta mjög sterkt skáldsagnaár núna, um það er ekki deilt. Það er held ég eitthvað sem við getum verið sammála um. Það er til dæmis í þeim flokki mjög erfitt val.“ Tilnefningar til Blóðdropans: Eva Björg Ægisdóttir fyrir Stráka sem meiða, Lilja Sigurðardóttir fyrir Drepsvart hraun, Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir fyrir Reykjavík, Skúli Sigurðsson fyrir Stóra bróður og Stefán Máni fyrir Hungur. Tilnefningar til Íslensku bók- menntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka: Arndís Þórarinsdóttir fyrir Kollhnís, Elísabet Thoroddsen fyrir Allt er svart í myrkrinu, Eiríkur Örn Norðdahl og Elías Rúni myndhöfundur, fyrir Fran- kensleiki, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir fyrir Héragerði og Sigrún Eldjárn fyrir Ófreskjuna í mýrinni. Tilnefningar til Íslensku bók- menntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns efnis: Árni Snævarr fyrir Ísland Babýlon, Kristín Svava Tómasdóttir fyrir Far- sótt, Ragnar Stefánsson fyrir Hvenær kemur sá stóri?, Stefán Ólafsson fyrir Baráttuna um bjargirnar og Þorsteinn Gunnarsson fyrir Nesstofu við Sel- tjörn. Tilnefningar til Íslensku bók- menntaverðlaunanna í flokki skáld- verka: Auður Ava Ólafsdóttir fyrir Eden, Dagur Hjartarson fyrir Ljósagang, Kristín Eiríksdóttir fyrir Tól, Pedro Gunnlaugur Garcia fyrir Lungu og Sigríður Hagalín Björnsdóttir fyrir Hamingju þessa heims. n Tilnefningar til tvennra verðlauna kynntar í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin og Blóðdropinn verða veitt af forseta Íslands í febrúar 2023. 24 Menning 2. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.