Fréttablaðið

Ulloq

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 138

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 138
Uppskriftavefurinn Purely Sigga er verkefni Sigríðar Pétursdóttur, kvikmynda­ fræðings og sælkera. Á síð­ unni deilir hún uppskriftum án sykur og glútens, sem hún hefur þróað samhliða því að borða sig til heilsu, eftir gigtargreiningu árið 2018. ninarichter@frettabladid.is „Ég var komin með svolítið af upp­ skriftum og var að deila þessu inn í þetta samfélag okkar sem vorum hjá Hildi M. Jónsdóttur heilsuráðgjafa,“ segir sykurlausi sælkerakokkurinn Sigríður Pétursdóttir, sem oftast er kölluð Sigga. „Það er ótrúlega margt fólk sem hefur náð bata hjá henni. Ég þarf að útskýra fyrir fólki að þetta er ekki neinn kúr heldur uppskriftir sem voru gerðar til þess að ná bata. Að borða sig til heilsu,“ segir hún. Borðaði sig til heilsu Að sögn Siggu var hún eitt af svo­ kölluðum tilraunadýrum á heilsu­ námskeiði hjá Hildi. „Hún hafði verið að berjast við sjálfsofnæmis­ sjúkdóma áratugum saman. Hún var búin að fara til Bandaríkjanna og sækja sér fróðleik og var búin að fá heilsuna aftur með þessum breytta lífsstíl,“ segir Sigga og bætir við að auk mataræðis hafi hún hugað að hreyfingu og hugleiðslu einnig, og ekki síst svefninum. Sigga segir stórt samfélag hafa myndast meðal þeirra sem sótt hafa nám­ skeið hjá Hildi. Sigga deildi þar uppskriftum og segist hafa fengið hvatningu til að setja upp vefsíðu. „Vinkona mín sem rekur vefsíðu­ fyrirtæki gaf mér uppsetningu á síðunni í sextugsafmælisgjöf. Það var mér svo mikið í mun að þessi síða yrði ókeypis af því að ég veit að þeir sem þurfa mest á henni að halda er fólk sem er veikt og jafnvel á örorku og hefur ekki mikið á milli handanna,“ segir hún. „Allir voru að segja við mig að ég yrði að rukka áskrift eða halda námskeið, og ég sagði nei,“ segir Sigga, sem fór þá leið að fá kostendur til að útvega hráefni í staðinn, til að halda þróuninni áfram. „Ég átti aldrei von á því að þetta yrði svona stórt. Þetta er farið að taka svolítið mikinn tíma en ég hef mjög gaman af þessu,“ segir hún. Tími sykurs og hveitis Jólin eru tími sælkeranna og oft fylgir mikill sykur og hveiti matar­ æðinu sem hátíðinni tilheyrir. Ekki geta þó allir neytt þessara hráefna og þar getur verið dýrmætt að styðj­ ast við uppskriftir frá reyndum sæl­ kerum. „Það er enginn sykur í þessu og ekki heldur það sem er oftast í svona uppskriftum, hlynsýróp eða hunang – sem ég má heldur ekki borða,“ segir Sigga, létt í bragði. „En það sem f lokkast undir hollustu­ rétti er oft með fullt af döðlum og banönum og hlynsýrópi og svona, og það er of sætt fyrir mig.“ Í staðinn notar Sigga stevíu, auk mjöltegunda sem innihalda svolítið sætt bragð, til dæmis kókosmjöl. „Kókosmjölið er í eðli sínu svolítið sætt. Svo nota ég granateplakjarna sem eru alveg of boðslega hollir en kannski minnst sætu ávextirnir, en gefa samt sætt bragð,“ segir Sigga. Hollari hátíðaruppskriftir Á vefsvæðinu Purely Sigga má finna fjöldann allan af aðventu­ og jólauppskriftum með hollara ívafi. „Síðan mín er rúmlega eins árs gömul, þannig að þar er fullt af jólauppskriftum frá því í fyrra. Ég er búin að vera að þróa þetta síðan 2018, þegar ég var greind,“ segir Sigga. „Fyrstu uppskriftirnar voru ekki burðugar. Þær voru svo bragð­ vondar og héngu ekkert saman. Ég Hollari hátíð í ár með sykurlausa sælkeranum Sigríður Pétursdóttir, kvikmynda- fræðingur og sælkeri, deilir þrælvinsælum uppskriftum á vefsíðunni Purely Sigga, þar sem hún sérhæfir sig í hveiti- og sykur- lausum réttum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR var grátandi að reyna að búa þetta til og þetta leit allt út eins og gubba,“ segir hún og skellihlær. Sigga segir að finna megi fjölda vegan­uppskrifta á netinu, en gjarn­ an séu þær ýmist fullar af sykri eða glúteni. Hugmyndin um jól án hveitis og sykurs kann að hljóma illa í eyrum margra. Aðspurð hvernig hafi verið að fara inn í desember fyrst eftir greiningu, vitandi að hún gat ekki borðað það sem hún gat borðað áður, svarar Sigga: Fyrstu jólin algjör hörmung „Ég ætla ekki að leyna því að mér fannst það alveg hörmung. Ég var alveg í grunninum á prógramm­ inu sem ég fór í. Eins og strákurinn minn sagði: Mamma má bara borða glútenlaust vatn,“ segir Sigga og kímir. „Þetta var næstum því þann­ ig. Ég var og er enn rosalegur sælkeri og mér fannst hrikalegt að fá engar jólasmákökur, jólanammi og jóla­ deserta.“ Sigga segist hafa gert sitt besta til að gera sínar útfærslur af jólamat. „Sumt var skárra en ekkert, þessi fyrstu jól. En nú er þessi tími liðinn og mikið hefur breyst, þannig að ég sakna hins ekki neitt,“ segir hún og nefnir til dæmis piparkökuupp­ skrift sem hún þróaði í fyrra. „Þær eru ekki alveg eins og þessar kökur með glúteni, sem fólk er vant. En fyrir þá sem ekki mega borða það er mjög gott að fá eitthvað svona í staðinn.“ Aðspurð hvernig hún beri sig að í kringum jólaboð sem árstímanum fylgja, segist Sigga gjarnan taka með sér mat. „Ég geri það yfirleitt, og ég tek gjarnan með mér eftirrétti. Ég var með æskuvinkonunum í fyrra­ dag, þá tók ég með svampbotna­ köku með hafrarjóma og fullt af ávöxtum og hinu og þessu,“ segir hún. „En vinkonur mínar eru yndis­ legar og reyna að gera uppskriftir sem ég má borða. Ég má borða fisk og sjávarrétti þannig að það er oft eitthvað svoleiðis í boði.“ Kokkur og kona með sérþarfir Hún segist þó taka með sér mat þegar hún fer í boð þar sem hún þekkir ekki mikið til. „Við maðurinn minn erum svona martraðar parið að bjóða í mat, hann er kokkur. Það eru allir hræddir við að bjóða kokkum í mat, og ég er konan með sérþarfirnar,“ segir Sigga og hlær. „En sannleikurinn er sá að hann er svo þakklátur. Hann er alltaf að elda ofan í aðra. Þó að það væri soðinn fiskur með smjöri yrði hann glaður.“ Sigga segir þau hjónin yfirleitt vera með humar á aðfangadag. „Með miklu af salati og grænu. Við gerðum hnetusteik í fyrra sem við þróuðum og finnst alveg rosalega góð. Það var mikið af fólki sem eld­ aði hana og sendi mér myndir. Það var eins og auka jólagjöf fyrir mig, að heyra frá öllum sem voru búin að elda hnetusteikina og humarinn sem er á vefsíðunni,“ segir hún. Hissa á vinsældunum Móttökurnar komu Siggu á óvart. „Ég hélt að það myndu svona 10 manns skoða síðuna mína. Ég verð alltaf svo hissa þegar ég heyri frá ókunnugu fólki. Það eru 1.800 manns sem fylgja mér á Purely Sigga Facebook­síðunni. Ég á mun færri fylgjendur á Instagram og það er örugglega aldurinn, en það væri gaman að fá yngri fylgjendur af því að það er svo mikið af ungu fólki sem er vegan og veit ekki af þessu,“ segir hún. Uppskriftirnar á síðunni eru ekki allar vegan, af því að það eru fisk­ réttir einnig. „Það má segja að ég sé pescet­ arian. Ég borða fisk og sjávarrétti en ekki kjöt, og stöku sinnum egg. Þær eru tvö til þrjú hundruð, uppskriftirnar á síðunni. Þar eru kannski fjórar með eggjum. Ég þarf að útskýra fyrir fólki að þetta er ekki neinn kúr heldur uppskriftir sem voru gerðar til þess að ná bata. Að borða sig til heilsu. Sítrónusmákökur með kanilmöndlukurli 1 bolli hrísmjöl ½ bolli möndlumjöl (eða soja- mjöl) ½ bolli kókoshveiti 1 msk. stevíuduft, eða 12 dropar stevía 1 msk. kókosolía 1 egg 40 g vegan smjör, blokk frá Naturli ½ bolli möndlumjólk (eða önnur jurtamjólk) 1 sítróna ½ tsk. hreint vanilluduft ¼ tsk. salt Ofan á 1 eggjahvíta 1 tsk. stevíuduft eða nokkrir dropar af stevíu Saxaðar möndlur sem hafa verið ristaðar aðeins á pönnu með kanil og vegan smjörklípu eða sólþurrk- aður sítrónubörkur frá Mabrúka eða sesamfræ Forhitið ofninn í 170°C. Bræðið kók­ osolíuna og kælið. Þvoið sítrónuna, rífið börkinn og kreistið safann úr sítrónunni í skál. Setjið eina teskeið af sítrónuberki út í safann, hrærið stevíuna saman við og síðan jurtamjólkina. Sítrónubörkur frá Mabrúka gefur sterkara og betra bragð. Sigtið saman hrísmjöl, möndlumjöl (eða sojamjöl), kókos­ hveiti, salt og vanillu í aðra skál og blandið vel saman. Skerið vegan smjörið í litla bita. Hellið kókosolí­ unni og vökvanum saman við þurr­ efnin og hrærið aðeins saman. Síðan fer eggið saman við og að lokum smjörbitarnir. Best er að hnoða það saman í höndunum á svipaðan hátt og þegar hefðbundið smjördeig er gert. Mótið deigið í rúllu og kælið hana í ísskáp í a.m.k. klukkustund. Að fletja þetta deig út er erfiðara en þegar um venjulegt smáköku­ deig er að ræða því það er lausara í sér, þar sem ekkert glúten heldur því saman. Það er þó vel gerlegt, gætið þess bara að f letja lítið út í einu og setja svolítið hrísmjöl bæði á borðflötinn og kökukeflið. Einnig er mikilvægt að þrýsta ekki köku­ keflinu fast niður heldur leyfa því að rúlla létt yfir deigið. Stingið út kökur og raðið þeim á bökunarplötu með bökunarpappír. Þeytið aðeins eggjahvítuna með stevíunni og penslið hverja smáköku með henni. Setjið kanilmöndlur, sítrónubörk frá Mabrúka eða sesam­ fræ ofan á eggjahvítuna. Bakið við 170 gráður í 10 mínútur og kælið á rist. Mér finnst gott að geyma smá­ kökurnar í frysti og borða þær beint úr frystinum. Þær eru nefnilega ekki jafn stökkar og smákökur úr hefð­ bundnum hráefnum, en hálffrosnar líkjast þær þeim. n 28 Lífið 2. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.