Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2022, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 03.12.2022, Qupperneq 2
Partí í Pennanum Fjöldi manns mætti í verslun Pennans Eymundsson í Austurstræti í gær en 150 ár eru síðan Sigfús Eymundsson opnaði fyrstu verslunina. SJÁ SÍÐU 38 FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mig langaði til að búa til námsgagn fyrir sjálfa mig og aðra starfs- menn Katarzyna Dudek, starfsmaður í Nettó Næturvaktarstarfsmaður í Nettó bjó til 160 setninga lista til að geta átt samskipti við viðskiptavini á íslensku. Hún segir sambærilega lista skorta fyrir aðrar atvinnugreinar. kristinnhaukur@frettabladid.is SAMFÉLAG Katarzyna Dudek, sem starfar í Nettó í Mjóddinni, ákvað að taka málin í sínar og hendur og búa til 160 setninga lista fyrir erlent starfsfólk matvöruverslana. Hún vonast til þess að f leiri gagnlegir listar geti litið dagsins ljós og að þeir verði aðgengilegir á netinu. „Mig langaði til að búa til náms- gagn fyrir sjálfa mig og aðra starfs- menn. Margir starfsmenn eiga erfitt með íslenskuna,“ segir Katarzyna sem f lutti til landsins fyrir fimm árum síðan. Hún vinnur á næturvöktum í Nettó, aðallega með öðrum inn- f lytjendum. Að tala íslensku við viðskiptavinina er afar krefjandi en verkefni sem hún vill leysa. Katarzy na, sem kemur f rá Póllandi, hefur klárað tvö stig í íslenskunámi fyrir útlendinga. Hún segir að það dugi ekki til þess að hún sé örugg að tala við viðskiptavinina. Ritmál sé allt öðruvísi en talmál og námið sé ekki miðað við ákveðnar atvinnugreinar. „Í íslenskunáminu lærum við setningar eins og „vasinn er blár“ sem gagnast okkur lítið í vinnunni,“ segir hún. Með Katarzynu vinnur fólk frá Evrópu, Asíu, Afríku og Ameríku. Þau tala ensku sín á milli, sem Katarzyna segir að sé nauðsynlegt að þau fái tækifæri til að gera. Hins vegar hamli það því að þau læri íslenskuna hratt. Henni finnst mikilvægt að inn- flytjendur læri íslensku og noti hana í vinnunni. Þá finni þeir fyrir því að þeir séu hluti af samfélaginu og njóti verunnar betur. Íslendingar kunni líka að meta það að innflytjendur læri málið og viðmótið verður betra. Katarzyna segir að sumir við- skiptavinirnir séu mjög vinsamlegir og hafi hjálpað henni við þýðingar á orðum. Meðal annars ein kona sem hafi hjálpað henni oft. „Margt fólk kemur aðeins til að versla og ég vill ekki tefja það,“ segir Katarzyna. En hún vann listann sinn með hjálp frá viðskiptavinum og öðrum starfsmönnum verslunar- innar. „Listinn dugar mér til þess að bjarga mér á vinnustaðnum,“ segir Katarzyna sem vill koma honum víðar og hefur fengið jákvæð við- brögð frá starfsfólki annarra versl- ana. Hún vonar að aðrir geti hjálpað sér við að búa til lista fyrir aðra vinnustaði. Svo sem byggingar- iðnað, þrifafyrirtæki og fleiri greinar sem margir innflytjendur vinna við. „Það væri æðislegt að fá vefsíðu sem væri ókeypis og hægt væri að fá allar þessar upplýsingar,“ segir hún. Katarzyna sem er 32 ára kom til landsins með kærastanum, Pyotr, til að ferðast en þau ílengdust og byrjuðu að vinna. Katarzyna vann til að mynda á tjaldstæði. Eftir eitt ár keyptu þau bíl og eftir þrjú ár keyptu þau íbúð. „Það var stór ákvörðun,“ segir hún. „En okkur langar til að vera hérna í langan tíma.“ n Gerði íslenskulista til að geta bjargað sér í vinnunni Katarzyna Dudek ílengdist hér eftir ferðalag fyrir 5 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ósótt verk Stúdío Stafn (eig. Viktor Smári Sæmundsson nú látinn), sem annaðist málverkaviðgerðir og innrömmun ásamt umboðssölu er hætt starfsemi. Þeir viðskiptavinir sem eiga ósótt verk til Stúdíó Stafns eru beðnir um að hafa samband í síma 787 8288 (Listheimar ehf) eða 848 2883 (Ingibjörg) eða með tölvupósti til viktor@listheimar.is Verkin verða afhent eftir samkomulagi og gegn framvísun móttökukvitt- unar. Verk sem ekki hafa verið sótt innan þriggja mánaða frá birtingu þessarar auglýsingar, verða seld og andvirðið látið renna til góðgerðar- mála. jonthor@frettabladid.is DÓMSMÁL Jón Baldvin Hannibals- son, fyrrverandi fjármálaráðherra og utanríkisráðherra, hlaut í gær tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Landsrétti. Hann var sak- felldur fyrir kynferðislega áreitni gegn Carmen Jóhannsdóttur, sem átti sér stað á Spáni árið 2018. Dómurinn er viðsnúningur frá dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sýknað Jón Baldvin. Jón Baldvin var ákærður árið 2019 fyrir að hafa strokið Carmen um rassinn í matarboði. Carmen segir niðurstöðuna ekki bara vera sigur fyrir sig. „Heldur er þetta sigur fyrir hönd allra hinna, sem hafa orðið fyrir hans ofbeldi.“ n Jón Baldvin dæmdur fyrir kynferðisbrot bth@frettabladid.is ALÞINGI Aldrei var rætt í aðdrag- anda söluútboðs Íslandsbanka að birta nafnalista kaupenda. Þetta sagði Lárus Blöndal hjá Bankasýslunni á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í gær. Lárus var spurður hvort ráðherrar hefðu lagt áherslu á það fyrir útboð- ið að kaupendalisti yrði birtur þegar viðskiptin yrðu um garð gengin. Hann sagðist aldrei hafa heyrt það. Fyrst eftir útboðið hafi komið fram sú krafa að birta lista yfir kaupendur, sem hafi verið for- dæmalaus gjörð, að sögn Lárusar. n Listi nefndur eftir útboð bankans Jón Baldvin fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Lárus Blön- dal, formaður Bankasýslunnar kristinnhaukur@frettabladid.is BORGARBYGGÐ Umhverfis- og land- búnaðarnefnd Borgarbyggðar hefur samþykkt að sveitarfélagið muni íhlutast um að smala fé í ár. Enda sé ljóst að sú vinna sem stendur yfir hjá stjórnvöldum um lausagöngu búfjár og ábyrgð sveitarfélaga klárist ekki í bráð og velferð dýra sé í húfi. Lausaganga hefur verið mjög til umræðu í sveitarfélaginu undan- farið og líklegt að einhver endi fyrir dómstólum. En jörðum án sauðfjár- búskapar hefur fjölgað á undan- förnum árum. Nefndin tekur það fram að hún telji það varhugavert að íhlutast um smölun nema við sérstakar aðstæð- ur. Það sé á ábyrgð umráðamanna sauðfjár að hafa daglegt eftirlit og hirða um sauðfé sitt. n Borgarbyggð mun smala í þetta sinn Sauðfé getur valdið miklu ónæði og skemmdum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 Fréttir 3. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.