Fréttablaðið - 03.12.2022, Síða 6

Fréttablaðið - 03.12.2022, Síða 6
Okkar konur óttast sína ofbeldismenn mjög mikið og þora ekki að sækja um nálgunarbann. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmda­ stýra Kvenna­ athvarfsins Framkvæmdastýra Kvenna­ athvarfsins vill að viðurlög við því að brjóta á nálgunar­ banni séu meiri. Segir þeirra konur ekki upplifa öryggi í því og sækja því ekki um það. lovisa@frettabladid.is   JAFNRÉTTI Alls hefur verið gefið út 91 nálgunarbann á þessu ári, en lögreglan hefur á þessu ári, um land allt, fengið 1.787 tilkynningar um heimilisofbeldi. Í nýrri skýrslu frá Grevio­nefnd Evrópuráðsins er lýst yfir áhyggjum af þessu og í samantekt ríkislög­ reglustjóra í vikunni er þetta tekið saman. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfs­ ins, segir athvarfið mjög meðvitað um þetta og að þær hafi áhyggjur af þessu. „Við höfum mjög miklar áhyggjur af þessu. Við erum svo sem ekki inni í lagaumhverfinu en við vitum frá okkar konum að það er í algerum undantek ningartilfellum sem konur eru að sækja um nálgunar­ bann. Ég veit að þessar tölur hafa komið á óvart en það virðist vera til­ finning okkar kvenna að þær upp­ fylli ekki skilyrði nálgunarbanns og að það sé langsótt að sækjast eftir því,“ segir Linda og harmar þessa upplifun kvenna af nálgunarbann­ inu. Tala þær um það hvar hindrunin er helst? „Þær tala um að það sé erfitt að ná þessu í gegn og að þessu sé ekki fylgt eftir ef þær fá þetta í gegn. Þær upp­ lifa sig ekki öruggar. Hjá okkur eru konur sem eru að koma úr hættu­ legustu aðstæðunum,“ segir Linda. Hún segist vita af einu nýlegu dæmi þar sem þolandi fékk slíkt bann í gegn, en þá hafði gerandi hennar einnig ráðist að konu í opin­ beru rými þar sem voru mörg vitni. „Þá gat hún fengið þetta í gegn, en almennt er upplifun kvenna að þeim sé ekki trúað og of beldið ekki metið nægilega alvarlegt. Þetta er bara það sem kemur fram í okkar skýrslum og hér er aðeins hluti þeirra kvenna sem verða fyrir of beldi, en þetta er alls ekki úrræði sem við þekkjum. Okkur þykir það sorglegt. Okkar konur óttast sína ofbeldis­ menn mjög mikið og þora ekki að sækja um nálgunarbann af ótta við afleiðingarnar sem fylgja þegar þeir frétta af því og því að afleiðingarnar af því að brjóta á nálgunarbanninu eru ekki svo miklar,“ segir Linda og að konurnar sjái þannig ekki vörn í nálgunarbanninu. Hún segir að upplifun kvennanna sé sú að það stoppi ekkert ofbeldis­ mennina í að koma aftur inn á heimilið og að það taki því hrein­ lega ekki að sækja um nálgunar­ bannið. „Þau skilaboð sem þær fá er að ferlið sé f lókið og að þetta sé kannski ekki þess virði, vegna ótta við geranda og vegna þess hve það er langsótt að fá þetta.“ Linda segir að Kvennaathvarfið hafi verið að horfa til annarra landa þar sem bæði nálgunarbann og brottvísun af heimili eru úrræði sem eru notuð mun oftar. „Sums staðar er meira að segja notast við ökklabönd til að fylgjast með gerendum, en hér heima virðist þetta enn vera nokkuð máttlaust,“ segir Linda, sem vill að það sé kann­ að hvort verkferlar séu nógu skýrir er kemur að upplýsingagjöf til þol­ enda og að það verði að tryggja að viðurlögin við því að brjóta á nálg­ unarbanni séu veruleg. n Þolendur eru öryggislausir þrátt fyrir nálgunarbann Grevio­nefnd Evrópuráðsins hefur áhyggjur af fáum úrskurðum um nálgunarbann. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY benediktboas@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Bæjarráð Kópavogs­ bæjar hefur samþykkt að átta starfsmenn bæjarins fái launað námsleyfi. Lengsta leyfið nemur fimm mánuðum en eitt telur rétt rúma 40 daga. Herdís Snorra­ dóttir fer í þrjá mánuði, Ingunn Birgisdóttir sömuleiðis, sem og Rakel Björnsdóttir. Sunna Ólafs­ dóttir fær 40 daga og Sigríður Björg Tómasdóttir fær leyfi á launum til að skrifa meistararitgerð í tvo mánuði. Hrönn Steinsdóttir fær launað námsleyfi í fimm mánuði, Bergdís Geirsdóttir í fjóra mánuði en Soffía Karlsdóttir, sem var búin að fá samþykkt námsleyfi í haust, færði námið til vors. Launað námsleyfi er bundið því skilyrði að unnið sé áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu sem nemur þreföldu námsleyfinu. n Átta í námsleyfi frá Kópavogsbæ kristinnhaukur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Þingmenn Framsókn­ arflokksins hafa verið í áberandi fæstum viðtölum í ljósvakamiðlum Ríkisútvarpsins það sem af er þessu kjörtímabili. Þetta kemur fram í samantekt menningar­ og viðskipta­ ráðuneytisins við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um viðmælendur Ríkis útvarpsins. Algengt er að þingmenn hafi verið á bilinu 10 til 20 sinnum í við­ tölum á kjörtímabilinu. Sá þing­ maður sem sjaldnast hefur verið í viðtölum er Halla Signý Krist­ jánsdóttir, eða tvisvar. Einu sinni í sjónvarpi og einu sinni í útvarpi. Yngsti þingmaðurinn, Lilja Rann­ veig Sigurgeirsdóttir, hefur verið fjórum sinnum í viðtölum sem og Þórarinn Ingi Pétursson. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir hefur verið fimm sinnum, Jóhann Friðrik Frið­ riksson átta sinnum, sem og Ágúst Bjarni Garðarsson. Einu þingmennirnir úr öðrum flokkum sem hafa verið í jafnfáum viðtölum eru Eyjólfur Ármannsson, Flokki fólksins, sex sinnum, og Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðis­ flokki, átta sinnum. Eðli málsins samkvæmt eru ráðherrarnir í f lestum viðtölum. Katrín Jakobsdóttir er langefst með 361, það er næstum viðtal á dag frá alþingiskosningum. Bjarni Benediktsson er með 226 viðtöl, Willum Þór Þórsson 150, Sigurður Ingi Jóhannsson 149, Jón Gunnars­ son 142, Þórdís Kolbrún R. Gylfa­ dóttir 114, Lilja D. Alfreðsdóttir 98, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Svandís Svavarsdóttir 90, Guðlaugur Þór Þórðarson 84, Ásmundur Einar Daðason 65 og Áslaug Arna Sigur­ björnsdóttir 56 viðtölum. Birgir Ármannsson þingforseti er með 88 viðtöl. Kristrún Frosta­ dóttir, formaður Samfylkingar, er með 65 viðtöl, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn 61, Inga Sæland Flokki fólksins 49, Björn Leví Gunnarsson Pírötum 46 og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokki 21. n Framsóknarmenn eru langsjaldnast í viðtölum hjá RÚV Leyfið er bundið því skilyrði að við­ komandi starfi áfram hjá bænum. Katrín Jakobsdóttir hefur verið í 361 við- tali á rúmu ári. Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð v er ð g et ur b re ys t á n fyr irv ar a. 60+ Á KANARÍ 10. JANÚAR Í 21 NÓTT með Önnu Leu & Bróa 595 1000 www.heimsferdir.is 319.900 Flug & hótel frá 21 nótt Fararstjórar: Anna Lea og Brói HÁLFT FÆÐI INNIFALIÐ Jólatilboð í dag! Loftljós Verð áður 39.900 kr. Tilboð: 29.500 kr. Jólastjarna Verð áður 6.900 kr. Tilboð: 4.900 kr. PFAFF • Grensásvegi 13 • pfaff.is • OPIÐ fös–mán 10–18 / lau 11-15 (Perustæði fylgir ekki) 6 Fréttir 3. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.