Fréttablaðið - 03.12.2022, Síða 10

Fréttablaðið - 03.12.2022, Síða 10
Það má segja að það sé ákveðin bylting hand- an við hornið í þessum efnum. Auður Ýr Sveinsdóttir, yfirmaður flugverndar Isavia benediktboas@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Blindrafélagið hefur miklar áhyggjur af stöðu íslenskra máltæknilausna sem miða að því nota megi íslensku í samskiptum við tæki og upplýsingavinnslu. „Ef f járlagaf r umvar pið sem nú liggur fyrir verður samþykkt óbreytt, mun það verða til þess að ekki er hægt að vinna að nauðsyn- legum máltæknilausnum sem gera blindu og sjónskertu fólki mögu- legt að stunda vinnu og nálgast sjálfsagðar upplýsingar án aðstoð- ar,“ segir Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins. Sigþór segir íslensku langt á eftir öðrum tungumálum er komi að tæknilausnum. Stjórnvöld þurfi að gæta að tækniframförum í radd- stýringum og vélröddum. Helst er horft til þess að þróun tækja í dag verði til þess að greiða aðgang fólks að þátttöku í samfélaginu. Þetta sé sérlega mikilvægt í ljósi þess að stefnumörkun ríkisstjórn- arinnar miði að því að færa enn stærri hluta af almennri þjónustu við almenning í stafrænar lausnir. „Í því felast mikil tækifæri fyrir blint og sjónskert fólk, svo lengi sem tæknin styður við tungumálið sem upplýsingunum er miðlað á. Ef það er ekki gert er blint og sjón- skert fólk í raun útilokað frá upp- lýsingum, þjónustu og þátttöku, sem dregur úr sjálfstæði og virkni fólks sem vill geta sinnt daglegum þörfum sínum og lagt sitt af mörk- um til samfélagsins,“ segir hann. Sigþór bætir við að fæstir geti verið á vinnumarkaði án þess að sækja rafrænar upplýsingar, stund- að bankaviðskipti um netið og tekið þátt í rafrænum samskiptum. „Við höfum skapað góðan grunn og þekkingu sem miðar að því að íslenskan fylgi okkur í þær sam- félagsbreytingar sem eru að verða samhliða tækniframförum. Það er hætt við að mikil verðmæti fari í súginn ef ekki er haldið markvisst áfram í þessari þróun,“ segir Sigþór. Lausnir sem eru blindum nauðsyn- legar í þessu nýtist öllum öðrum. n Óttast að blint fólk verði útilokað Ef það er ekki gert er blint og sjónskert fólk í raun útilokað frá upplýsingum, þjón- ustu og þátttöku. Sigþór U. Hall- freðsson, for- maður Blindra- félagsins TENERIFE Í SÓLINA YFIR HÁTÍÐINA YFIR JÓLIN | 22. - 28. DESEMBER PARADISE PARK FUN 4* FALLEGT OG GOTT HÓTEL Í LOS CRISTIANOS SVEFNHERBERGI MEÐ HÁLFU FÆÐI VERÐ FRÁ 144.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, HÁLFT FÆÐI, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 UU.IS HÁLFT FÆ ÐI SÍÐUSTU SÆTIN YFIR JÓLIN Bylting er handan við hornið í öryggisgæslu á Keflavíkur- flugvelli. Ilmvötn og tölvur í eina sæng. Mun létta ferða- löngum lífið svo um munar. bth@frettabladid.is FERÐALÖG Í stað þess að farþegar þurfi við öryggisleit á alþjóða- flugvöllum að taka tölvur sínar og vökva upp úr handfarangri, stefnir í að Leifsstöð, líkt og fleiri flugvellir, innleiði nýjan tæknibúnað sem heimilar farþegum að fara í gegnum öryggisleit án þess að þurfa að fjar- lægja hluti úr handfarangri sínum. Alþjóðaflugvöllurinn í Helsinki hefur nýverið innleitt þennan nýja tæknibúnað. Búnaðurinn greinir innihald farangurs með mun nákvæmari hætti en núverandi tækni gerir og getur greint vökva sem er staðsettur í tösku og veitt upplýsingar um hvort hann er hættulegur eða ekki. Guðjón Helgason, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir um spennandi tæknibreytingu að ræða sem muni f lýta fyrir öryggisleit farþega en auka um leið öryggi á f lugvöllum og í loftförum. Auður Ýr Sveinsdóttir, yfirmaður f lugverndar Isavia á Kef lavíkur- flugvelli, segir að margir f lugvellir séu að skoða þessa tækninýjung. Nokkrir flugvellir hafi nú þegar inn- leitt tæknina með góðum árangri. „Já, það má segja að það sé ákveðin bylting handan við hornið í þessum efnum,“ segir Auður. „Þetta er búnaður sem mun breyta mjög miklu fyrir þægindi farþega og auka um leið öryggi jafnt ferðalanga og starfsfólks flugvallanna.“ Líkja má nýju tækninni við sneið- myndatöku af farangri, að sögn Auðar, í stað röntgenmyndatöku sem núverandi búnaður byggi á. „Í sneiðmyndatöku verður skýr- leiki gagnanna, það er að segja inni- haldsins í handfarangrinum, miklu betri. Við erum fyrst og fremst að tryggja aukið öryggi og um leið aukast þægindi farþega, sem er virkilega ánægjuleg þróun.“ Ný tækni einfaldar líf flugfarþega Öryggiseftirlit á flugvöllum er sá þáttur sem ferðalangar kvíða mest og getur tekið eilífð að komast í gegn um. Von er á nýrri tækni sem mun auðvelda ferðalöngum lífið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sem fyrr segir getur nýja tæknin greint hvers konar vökvi er á ferð, til að mynda hvort um ræði vatn eða vökva sem geti reynst hættulegur. Ef upp koma vafamál hefur starfsfólk betri búnað til að byggja ákvörðun á. Innkaupaferli Isavia er fram undan vegna þeirrar byltingar sem fram undan er og er um töluverða fjárfestingu að ræða. Efnt verður til útboðs. Innkaup og innleiðing mun taka sinn tíma og er viðbúið að ferðalangar í Leifsstöð þurfi að bíða í einhver ár eftir þessum breytingum. „Þetta er sá hluti ferðalaga sem fólk kvíðir mest,“ segir Auður. Öryggisleit er ekki síst þyrnir í augum aldraðra og þeirra sem ekki eru vanir að ferðast, en sá hópur sér nú fram á betri tíma. „Að auki höfum við verið að reyna að bæta þjónustu og viðmót við farþega sem fara um flugvöll- inn. Það hefur skilað sér í aukinni ánægju farþega með störf okkar,“ segir Auður. n ragnarjon@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Aukning hefur orðið á greiningu á inf lúensu og öðrum öndunarfæraveirum, eins og Covid-19. Þá hefur innlögnum vegna alvarlegra veikinda í kjölfar sýkinga einnig fjölgað. Bent er á að hægt er að forðast alvarleg veikindi með bólusetningu og segir sóttvarnalæknir að sérstak- lega sé mikilvægt fyrir áhættuhópa að hafa slíkt í huga. Þá er bent á að verri bólusetningarþátttaka hafi verið meðal fólks á aldrinum 60 til 69 ára en þeirra sem eldri eru. 41 einstaklingur greindist með inflúensu í síðustu viku en samtals 199 greindust með Covid-19. n Sýkingum fjölgar í öndunarfærum Guðrún Aspelund, sótt- varnalæknir kristinnhaukur@frettabladid.is HVERAGERÐISBÆR Laun bæjarfull- trúa í Hveragerði hækka úr 154.249 krónum á mánuði í 201.837 um ára- mótin, eða um 37 prósent. Í svari meirihlutans við fyrir- spurn Sjálfstæðismanna kemur fram að laun bæjarfulltrúa miðist við hlutfall af þingfararkaupi. Þess- ar viðmiðunarreglur hafi Samband íslenskra sveitarfélaga samið. Helsta breytingin er sú að Hvera- gerðisbær fór yfir 3 þúsund íbúa þröskuldinn. Þar með fer sveitar- félagið upp í hóp sveitarfélaga þar sem miðað er við að launin séu 14,82 til 19,31 prósent af þingfararkaupi. n Laun fulltrúanna hækka mikið 10 Fréttir 3. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.