Fréttablaðið - 03.12.2022, Síða 12

Fréttablaðið - 03.12.2022, Síða 12
Í tilefni evrópsks kvikmynda- mánaðar var sérstök sýning á Berdreymi þar sem fram- haldsskólanemum var boðið í Bíó Paradís. Að henni lokinni var hægt að spyrja aðalleikara myndarinnar, þá Birgi Dag Bjarkason og Snorra Rafn Frímannsson, spurninga er tengdust kvikmyndinni. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Þetta var alveg ógeðslega gaman. Við vorum spurðir öðruvísi spurninga en við höfum áður feng- ið,“ segir Birgir Dagur Bjarkason sem lék Adda í kvikmyndinni Berdreymi en sérstök sýning var haldin í Bíó Paradís þar sem framhaldsskóla- nemum var boðið. Eftir sýninguna fengu framhalds- skólanemarnir að spyrja þá Birgi og Snorra Rafn Frímannsson spjör- unum úr. „Við fengum sent að þetta stæði til og kýldum á þetta. Áskell var reyndar að læra fyrir dönsku- próf og komst ekki. Skólinn gengur fyrir,“ segir Birgir og hlær en Áskell Einar Pálmason sem lék með þeim boðaði lögleg forföll. Berdreymi fjallar um Adda, ungl- ingsstrák í Reykjavík sem alinn er upp af móður með skyggnigáfu, og tekur eineltisfórnarlamb undir sinn verndarvæng og inn í vinahóp slagsmálahunda. Þegar vandræði strákanna stigmagnast yfir í lífs- hættulega atburði fer Addi að upp- lifa eigin skynjanir. Guðmundur Arnar Guðmundsson skrifaði handritið en myndin var í forvali fyrir Evrópsku kvikmynda- verðlaunin og er framlag Íslands til Óskarsins 2023. Gestum sýningarinnar þótti tvö atriði mikilvægust þegar kom að spurningum. Annars vegar þótti áhugavert að ræða karlmennsku- hlutverkið og hvernig karlar eigi það til að bæla niður tilfinningar sínar sem síðan brýst út í mynd ofbeldis. Hins vegar voru foreldrar og þeirra hlutverk í að koma í veg fyrir einelti heitt umræðuefni. „Við Snorri svöruðum því þannig að foreldrar drengjanna voru ekki að sjá um þá og þeir þurftu svolítið að sjá um sig sjálfir. Nema kannski mamma Adda sem var minn karakt- er. Þeir mynduðu hóp til að sjá um sig og finna stuðning. En samfélagið og foreldrarnir sáu lítið um þá. Þeim var ekkert kennt, eins og til dæmis karakterinn Konni. Hann sér enga aðra leið en ofbeldi,“ segir Birgir. Lísa Attensberger, verkefnastjóri Bíó Paradísar, stjórnaði umræðum en hún segir það áhugavert hversu meðvitað unga fólkið var um að margir þættir standi að baki ofbeld- ishneigð. „Ekki síður að þau telja for- eldra lykilatriði þegar kemur að því að vera fyrirmyndir fyrir jákvæð samskipti,“ segir Lísa. Birgir tekur undir það. „Það var mjög skemmtilegt að standa þarna og svara þessum spurningum sem voru ekkert þessar týpísku spurn- ingar. Einn spurði til dæmis hvernig Áskell hefði verið á settinu. Þetta var vinur hans og vildi fá sögur frá honum. Þetta var skemmtilegur salur og hress. Krakkar í dag spyrja um það sem þá langar að vita. Mörgum líkaði vel við myndina og ég vona að margir læri af myndinni. Um vináttu og hvað er bak við hana og auðvitað að ofbeldi er ekki svarið.“ Hann segir að tökurnar hafi verið stórbrotinn tími sem gleymist ekk- ert í bráð. „Kristín Lea sem var að kenna okkur var frábær og Guð- mundur leikstjóri líka. Á settinu fengum við gott stuðningsnet. Ef við vorum að taka upp tilfinningalega erfiða senu þá voru allir á settinu sem tóku við okkur og spurðu hvort allt væri í lagi. Hvort við vildum tala um hana og svo framvegis. En þetta var helvíti gaman líka. Það má ekki gleyma því. Ég hef aldrei haft jafn gaman og í þessa tvo mánuði. Guð minn góður. Þetta eru minningar sem munu aldrei fara,“ segir Birgir. n Aðalleikararnir svöruðu jafnöldrum um Berdreymi Þeir félagar skemmtu sér konunglega við að svara spurningunum frá framhaldsskólanemendum og segir Birgir Dagur að hann hafi skemmt sér vel við að fá afar óhefðbundnar spurningar. MYNDIR/SIGURJÓN RAGNAR APPOLO LAKKRISI ragnarjon@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Heyrnar- og tal- meinastöð Íslands, sem hefur verið til húsa í Valhöll í á fimmta áratug er í þörf fyrir nýtt húsnæði, að sögn Kristjáns Sverrissonar forstjóra. Samkvæmt Kristjáni hefur staðið til að finna húsnæði fyrir starf- semina í fjöldamörg ár, en því sífellt verið frestað þar sem hentugt hús- næði sé vandfundið. Nýlegar fram- kvæmdir vegna þéttingar byggðar á svæðinu hafi svo verið kornið sem fyllti mælinn, en erfitt sé að fram- kvæma heyrnarmælingar í stans- lausum hávaða. „Framkvæmdirnar hafa gert okkur nánast ókleift að vinna hérna síðasta hálfa árið,“ segir Kristján. „Við vissum svo sem að þetta væri væntanlegt en það hefur staðið til að finna fyrir okkur húsnæði í níu ár eða alveg síðan ég kom hér inn. Húsnæðið uppfyllir engar kröfur sem heilbrigðisstofnun og uppfyllir alls engar kröfur sem gerðar eru til heyrnamælinga eða heyrnarþjón- ustu.“ Að sögn Kristjáns hafa fram- kvæmdirnar skert starfsgetu stöðv- arinnar umtalsvert, en stofnunin geti illa sinnt hlutverki sínu á meðan á þeim stendur. Framkvæmdirnar og skortur á talmeinafræðingum hér á landi hafi orsakað það að langir biðlistar hafi myndast. Margra mánaða bið geti verið eftir næsta lausa tíma. „Covid hafði þegar gert okkur grikk og dregið úr afköstum og svo er stórkostlegur skortur á heyrnar- fræðingum á Íslandi. Við erum einn- ig að missa fólk í veikindi sem komið er á aldur og nú er svo komið að við erum með langa biðlista þar sem við fórum niður í þrjátíu prósenta afköst seinni hluta síðasta árs. n Hávaði og léleg aðstaða í Valhöll Kristján Sverris- son, forstjóri Heyrnar- og tal- meinastöðvar arnartomas@frettabladid.is VEÐUR Það virðist vera sem það fína veður sem búist er við nú um helg- ina víki fyrir frosti og kulda í næstu viku. Þetta segir Þorsteinn V. Jóns- son vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það er eins og þetta sé að fara í norðanátt þegar líður á vikuna með kaldari veðrum og éljum fyrir norð- an og austan,“ segir Þorsteinn. „Það er enn þá smá óvissa í spánum.“ Vegagerðin varaði við lúmskri hálku í gærkvöldi og nótt en Þor- steinn býst við að veðrið verði fínt um allt land um helgina. Hann er þó ekki jafnbjartsýnn fyrir næstu viku, þar sem hitastigið stefnir niður fyrir frostmark. „Hlýindunum virðist vera lokið í bili,“ segir hann. Hlýindin í nóvember hafa verið eftirtektarverð. Meðal annars hafa bændur á Tjörnesi getað sinnt girð- ingarvinnu, sem er fáheyrt. n Hlýindunum lýkur eftir helgi Hann sér enga aðra leið en ofbeldi. Birgir Dagur Bjarkason, leikari 12 Fréttir 3. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.