Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2022, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 03.12.2022, Qupperneq 22
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is, Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Á köflum er eins og mannúðin eigi ekki heima í reiknilík- ani þessara opinberu apparata. Á veturna dregur náttúran saman seglin, sparar þrekið, nærist, sefur, jafnar sig. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Dimmustu dagar ársins ganga nú í garð. Myrkrið hefur á sér illt orð. Á líkingamáli táknar veturinn gjarnan þurrð, jafnvel missi. Svo kann þó að vera að veturinn gefi meira af sér en við höldum. Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir ók bifreið sinni um gatnamót Grensásvegar og Ármúla þegar hún mundi skyndilega ekki hvar hún var, hvert hún var að fara og hvort rautt umferðarljós merkti að hún ætti að nema staðar eða aka áfram. Í nýjum þætti Okkar á milli ræddi Kristín Þóra við Sigur­ laugu Margréti Jónasdóttur um alvarleg veikindi sem hún glímdi við. Í ljós kom að Kristín Þóra þjáðist af örmögnun vegna álags. Tjáði læknir henni að hygðist hún ná bata yrði hún að stíga út úr hringiðu lífsins og fara í veikindaleyfi. Í nýlegri metsölubók sinni Vetrarvist (Wintering) skrifar breski rithöfundurinn Katherine May um eigin reynslu af álagi. Þegar eiginmaður hennar gekkst undir skurðaðgerð vegna botnlangabólgu, sonur hennar komst ekki í skólann vegna kvíða og breytingar urðu á vinnuhögum hennar féll May „gegnum net hversdagsheimsins“, eins og rykarða milli gólffjala, inn í kalda og dimma veröld sem hún kallar „einhvers staðar annars staðar“. Þar sat hún föst, ósýni­ leg eins og draugur, meðan aðrir héldu áfram eins og ekkert hefði í skorist. En May til furðu reyndist það í myrkrinu sem hún sá ljósið. Mitt í Bláa lóninu Ekki er langt síðan mannkyninu varð ágengt í baráttu sinni gegn myrkri. Almenn gas­ lýsing á götum úti hófst í London við upphaf 19. aldar. „Þar sem ég geng eftir strætum að næturlagi á ég í eilífu, upplýstu samtali við hið trausta, hljóða en árvökula gas,“ skrifaði blaðamaðurinn George Augustus Sala árið 1859. „Gasið kennir mér, gasið huggar mig, gasið vísar mér veginn …“ Ekki voru þó allir jafnhrifnir. Hópar fólks fóru um borgir með löng prik og brutu gas­ lampana sem þeir álitu stjórntæki yfirvalda; það sem sást, því mátti stýra. Fleiri ástæður liggja þó fyrir því að standa ber vörð um myrkrið. Það var í vetrarkulda á Íslandi sem Kather­ ine May uppgötvaði heilunarmátt myrk­ ursins. Hún hafði stigið upp í flugvél norður á bóginn því hún var full örvæntingar; ef maður snéri sig á ökkla setti maður ís á liða­ mótin – hvers vegna ekki að gera það sama við sálina? Í bók sinni segir May mannkynið virðast halda að lífið eigi að vera samfleytt sumar, línulega vegferð í átt að framförum uns tindi er náð. En mitt í Bláa lóninu áttaði May sig á að þannig hagar náttúran sér ekki. Plöntur og dýr þjösnast ekki gegnum veturinn eins og ekkert hafi í skorist. Dýr leggjast í dvala. Tré fella lauf sín. Á veturna dregur náttúran saman seglin, sparar þrekið, nærist, sefur, jafnar sig. May telur mannfólkið hafa glatað hæfileikanum til „vetrarvistar“, hæfninni til að nema staðar, hvílast, hugsa sinn gang, hlaða batteríin og leyfa sárum að gróa. Árs­ tíðaskipti geta kallað á vetrarvist en stundum eru það aðstæður sem krefjast vetrarvistar. Einstaklingur gæti upplifað vetrarvist er hann jafnar sig eftir veikindi, syrgir ástvin, tekst á við sambandsslit eða starfsörðugleika. „Stundum er það ekki fyrr en við náum botni eymdarinnar að við skiljum sann­ leikann, rétt eins og við verðum að fara alla leið niður á botn brunnsins til að sjá stjörnur í dagsbirtu.“ Svo mælti tékkneska leikskáldið og stjórnmálamaðurinn Václav Havel. Eilífur ljómi máir út hringrás náttúrunnar; dag og nótt; sumar, vetur, vor og haust. En ef við hlýðum ekki kalli myrkursins og brunum þess í stað á sumarstillingunni beint af augum, verðum við einn góðan veður­ dag stödd á gatnamótum Grensásvegar og Ármúla, búin að gleyma hvert förinni var heitið. n Ákall myrkursins Íslendingar eiga það til að að gleyma fólki, ekki síst stjórnsýslan, embættismanna­ kerfið og félagsþjónustan, sem hefur á að skipa ágætum starfsmönnum, oftast nær, en á köflum er eins og mannúðin eigi ekki heima í reiknilíkani þessara opinberu apparata, þvert á raunverulegt hlutverk þeirra. Nýjasta og átakanlegasta sagan sem afhjúp­ ar þessa gleymsku fjallar um hlutskipti tæp­ lega sextugrar konu með MS­sjúkdóminn, en hún fær ekki lengur inni á hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi sem hefur verið athvarf hennar um tveggja ára skeið. Hún heitir Margrét Sigríður Guðmundsdóttir og hefur glímt við heilsuleysi um árabil. Núna eru aðstæður hennar í samfélaginu þær að ekki er lengur hægt að koma til móts við þarfir hennar á heimilinu. Hún segist fyrir vikið ekki vita hvar hún eigi að búa. Hún hefur með öðrum orðum fengið tvöfaldan dóm, sjúkdóm sinn og höfnun hins opinbera. Og það er ekki laust við það að maður skammist sín fyrir framkomu af þessu tagi, fyllist jafnvel reiði í bland við leiða og trega. Fyrir tuttugu árum sat sá sem hér skrifar dálkinn í hópi foreldra langveikra og fatlaðra barna sem leituðu ásjár félagsmálaráðherra vegna alvarlegs skorts á framtíðarhúsnæði fyrir ungmenni sem glíma við stærstu áskorun lífsins, ævilangan heilsubrest. Ráðherrann sagði úr vöndu að ráða, en benti að lokum á ódýrt húsnæði úti í Hrísey. Og sjaldan hefur maður setið í hópi jafn margra foreldra sem verður orða vant og fallast hendur. Eitthvað hefur kerfinu miðað áleiðis á þessum fimmtungi aldar sem liðinn er frá téðum fundi í félagsmálaráðuneytinu. Og þó. Þetta fámenna samfélag, sem er á meðal þeirra efnuðustu á kringlu jarðar, lætur sér enn þá koma það á óvart að sinna þurfi þess veikasta fólki. Og það er áfall. Það er ekkert minna en áfall fyrir samfélag að sjá sig með þeim hætti í spegli daganna. Enda er framkoma af þessu tagi við veikasta fólkið okkur til slíkrar smánar að aldrei verður við unað. Áminningin er líka skýr. Við kunnum ekki á forgangsröðina í samfélaginu. Ekkert er þar mikilvægara en að koma vel fram við börn og hlúa að þroska þeirra og aðstæðum, svo og að stuðla að bestum hag þeirra sem glíma við veikindi og standa höllum fæti í samfélaginu. Um þetta eru Íslendingar sammála. En gleyma sér enn. n Gleymt fólk � 4. DESEMBER � KL. 14.00 � SILFURBERG JÓLAFJÖR með sölku sól SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 3. desember 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.