Fréttablaðið - 03.12.2022, Síða 26

Fréttablaðið - 03.12.2022, Síða 26
Ole Martin Nesselquist er byrjaður að pakka í töskur í Noregi og farinn að huga að flutningum til Íslands. Þessi norski knattspyrnuþjálfari skrifaði undir samning við KR í vikunni og mun aðstoða Rúnar Kristinsson í Bestu deild karla. hoddi@frettabladid.is. FÓTBOLTI Það vakti nokkra athygli þegar KR greindi frá því í vikunni að Ole Martin, einn efnilegasti knatt- spyrnuþjálfari Noregs, væri nýr aðstoðarþjálfari liðsins. Ole sem er 29 ára gamall hefur í mörg ár starfað sem þjálfari meistaraflokks, nú síð- ast var hann aðstoðarþjálfari Viking FK sem leikur í efstu deild í Noregi. „KR sem félag heillar mig og fólkið sem starfar í kringum félagið heillar mig, þetta er stórt félag á Íslandi,“ segir Ole Martin, sem heimsótti Ísland í síðustu viku og heillaðist. „Ég get ekki sagt að ég þekki KR út og inn en þetta er stórt félag í stærstu borginni á Íslandi. Það er hægt að berjast um sigur í efstu deild og berjast í Evrópukeppnum, allt þetta heillaði mig.“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þekkir vel til norska fótboltans enda lék hann þar í þrjú ár á ferli sínum og þjálfaði svo Lilleström þar í landi frá 2014 til 2016. Ole Martin er heill- aður af Rúnari bæði sem þjálfara og persónu. „Lykill að því að ég var klár í að starfa með Rúnari hjá KR er að við virðumst hafa svipaðar hug- myndir um fótbolta. Við viljum að liðin okkar spili af krafti, við viljum að þau spili fram á við, að þau pressi frá fremsta manni og að liðið stjórni leiknum. Þegar kemur að Rúnari þá hef ég alltaf heyrt að hann sé algjör herramaður, frábær náungi. Þann- ig kom hann mér líka fyrir sjónir þegar okkar samtöl áttu sér stað, ég er spenntur fyrir því að vinna með honum. Ég hef talað við mikið af fólki á Norðurlöndum sem þekkir til Rúnars og allir segja það sama, að hann sé frábær náungi.“ KR varð síðast Íslandsmeistari árið 2019 en félagið setur stefnuna Indriði hringdi og boltinn fór að rúlla í Noregi alltaf hátt. „Það eru möguleikar hjá KR að gera góða hluti, þegar ég fer í verkefni þá vil ég horfa til framtíðar líka. Það er hins vegar þannig í fót- boltanum að þú þarft líka að horfa í næstu úrslit og hvernig er hægt að fá liðið til að vinna næsta leik. Ég vil líka horfa til framtíðar, við viljum að KR verði besta liðið á Íslandi aftur og komist í Evrópukeppni. Mögulega tekur það tíma en ég er vongóður um að þetta muni ganga vel. Þriggja ára samningur var góður fyrir mig og félagið.“ Indriði Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og stjórnarmaður hjá knattspyrnu- deild KR, hafði fyrstur samband við Ole um starfið. Indriði er goðsögn hjá Viking í Noregi þar sem hann lék lengi vel. „Indriði var sá fyrsti sem hringdi í mig, þeir fengu nafnið mitt fyrir nokkrum mánuðum. Þeir töldu að ég væri samningsbundinn Viking áfram, svo fann Indriði út úr því að ég væri að hætta. Hann hringdi í Viking og hringdi svo í mig fimm- tán mínútum síðar. Þetta var fyrir 10–12 dögum, þetta gerðist mjög hratt. Fyrsta samtalið við Indriða var gott, ég talaði svo við Rúnar og Bjarna (Guðjónsson, framkvæmda- stjóra KR). Allir þeir heilluðu mig, svo hitti ég þá og skoðaði borgina og landið. Þegar ég hélt heim þá var ég klár á því að þetta væri rétta skrefið á ferli mínum.“ n Nánar á frettabladid.is Ole Martin skrifar undir hjá KR og er spenntur fyrir starfinu. MYND/AÐSEND Þegar kemur að Rúnari þá hef ég alltaf heyrt að hann sé algjör herra- maður og frábær náungi. Ole Martin Nesselquist, aðstoðarþjálfari KR 26 Íþróttir 3. desember 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.