Fréttablaðið - 03.12.2022, Side 32

Fréttablaðið - 03.12.2022, Side 32
Flestar greinar berjast enn við að komast á réttan kjöl eftir Covid. Ekki alls fyrir löngu hitti ég mann sem breytti á ákveðinn hátt sýn minni á lífið. Ég og þessi maður erum fædd sama ár og ég man vel eftir honum í gegnum tíðina. Hann er heimilislaus og háður vímuefnum. Ég bý í fínni íbúð í miðbænum og er ekki háð vímuefnum. Hann sagði mér frá því hvernig alkóhólismi, vímuefni og heimilisleysi urðu með tíð og tíma stærri og stærri þættir í lífi hans. Þessir þættir gera líf okkar tveggja ótrúlega ólík. Hann upplifir að ekki sé á hann hlustað, fólk hræðist hann, fáir heilsa honum eða gefa sig á tal við hann og hann er ekki velkominn hvar sem er. Ég upplifi þetta ekki eins og hann. Í einu samtali okkar sagði hann mér að hann hefði aldrei hitt neinn sem hefði stefnt að því verða háður vímuefnum, allir vinir hans sem eru háðir vímu- efnum og hann sjálfur vildu óska þess að þau væru það ekki. Þetta er þáttur sem maður gleymir að leiða hugann að, það er svo auðvelt að dæma og hræðast það sem er manni ekki nærri. Hörður Hákon Jónsson er einn fárra á Íslandi sem eru í skömmtunarmeðferð vegna morfínfíknar. Hann segir á einlægan hátt frá mikilvægi þess að hann fái lyfin sín og frá þeim fordómum sem hann hefur fundið fyrir. Lesum með opinn huga. n Auðvelt að dæma Þessir þættir gera líf okkar tveggja ótrúlega ólík. BIRNADROFN@FRETTABLADID.IS Karlakór Reykjavíkur er nú í Færeyjum þar sem hann mun syngja á tónleikum með færeyskum vinakór. Fær- eyski kórinn endurgeldur svo heimsóknina og syngur með Karlakór Reykjavíkur í Hall- grímskirkju um næstu helgi. birnadrofn@frettabladid.is „Það er spenningur í hópnum, sumir hafa farið áður og eru að hitta gamla vini, svo eru aðrir sem eru að fara í fyrsta sinn og eru spenntir að stofna til nýrra kynna við færeyska söng- bræður,“ segir Arnar Halldórsson, formaður Karlakórs Reykjavíkur. Kórinn er nú í Færeyjum þar sem hann syngur á jólatónleikum með Tórshavnar Manskór í Vesturkirkj- unni í Þórshöfn, þá syngja kórarnir einnig saman í messugjörð og halda tónleika í Friðrikskirkjunni í Toft- um og nýjum glæsilegum hátíðarsal í Hojvik. Viku síðar endurgjalda svo Færey- ingar heimsóknina og syngja með Karlakór Reykjavíkur á aðventu- tónleikum í Hallgrímskirkju 10. og 11. desember. „Segja má að árlegir Aðventutónleikar Karlakórs Reykja- víkur séu eitt af okkar aðalsmerkj- um,“ segir Arnar. „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir rúmum 30 árum var þetta fáheyrður viðburður, en festi sig í sessi og við höfum staðið af okkur samkeppnina, þökk sé tryggum hópi „fylgjenda“ eins og það er kallað í dag,“ segir hann og bætir við að kórinn hafi notið þess að efnilegustu og fremstu einsöngv- arar landsins hafa verið tilbúnir til að syngja með þeim. „Lagavalið er yfirleitt blandað, hefðbundið og nýtt og óneitanlega hvolfist jólaandinn yfir mann við f lutning á þessum sígildu sálmum og Ave Maria-útsetningum sem fylgt hafa þjóðinni,“ segir Arnar. Hann segir vinasamstarfið við færeyska kórinn hafa hafist árið 1993. „Þá fór kórinn að vori til og hélt tónleika í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn, svo höfum við farið þrisv- ar sinnum í byrjun aðventunnar til þeirra og þeir komið til okkar að vori til,“ segir Arnar. Í Karlakór Reykjavíkur eru um 80 meðlimir, alls er nú 61 þeirra í Fær- eyjum. Arnar segir það að syngja í kór bæði krefjandi og gefandi, söngurinn haldi heilasellunum við efnið. „Meðan maður syngur, hvort sem er á æfingu eða á tónleikum, er maður ekki að hugsa um neitt annað, algerlega í núvitund og ein- beittur. Félagsskapurinn er traustur og oft er stofnað til vináttusam- banda sem endast út lífið.“ n Krefjandi og heilandi að syngja í kór Félagsskapurinn er traustur og oft er stofnað til vináttu- sambanda sem endast út lífið. Arnar Hall- dórsson, for- maður Karlakórs Reykjavíkur Við mælum með Stuðsvellinu Skautasvell Nova hefur undanfarin ár verið staðsett á Ingólfstorgi og í ár er engin undantekning þar á. Skautasvellið ber nú nafnið Stuð- svellið og getur fólk bókað sína jólastund á nova.is. Við mælum með að taka sér pásu frá jólastress- inu og eiga góða stund á skautum með vinum eða fjölskyldu. Próteinstykki Í stressi hversdagsins er mikilvægt að muna að borða og næra sig. Við mælum með því að vera með pró- teinstykki í vasanum eða töskunni og grípa í þegar hungrið hellist yfir þig. Stykkin eru eins misjöfn og þau eru mörg en við mælum sérstaklega með Double Bite Peanut Crisp frá Barabells. n Mikið lán yrði það fyrir íslenska þjóð ef aðilar vinnumarkaðarins bæru gæfu til þess að gera skamm- tímasamning sem gengi út á að ná niður verðbólgu til að raunhæft verði að semja til lengri tíma, tveggja til fjögurra ára, í ársbyrjun 2024, eins og rætt hefur verið um. Verðbólgan setur stórt strik í reikninginn varðandi kjarasamn- inga nú og ekki bætir úr skák sú harða vaxtastefna sem Seðlabank- inn hefur rekið undanfarið eitt og hálft ár. Beiting stýrivaxta til að berjast við verðbólgu sem að mestu er innflutt er ekki einungis gagnslaus heldur beinlínis heimskuleg. Þá hefur tjáningarmáti seðla- bankastjóra og skeytasendingar hans til íslenskrar alþýðu orðið til þess eins að torvelda kjarasamninga. Kjararýrnun er því miður hafin hér á landi og ljóst að hún verður ekki leiðrétt í þessari umferð kjara- samninga. Verði hins vegar samið á skyn- samlegum nótum og takist að koma vitinu fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans svo hún hætti að skemma hér hagkerfið með óskyn- Tækifæri til að búa í haginn fyrir góða framtíð Karlakór Reykja- víkur hóf að halda aðventu- tónleika fyrir þrjátíu árum síðan, tón- leikarnir hafa fest sig í sessi fyrir jólin og eru alltaf vel sóttir. MYND/AÐSEND Ólafur Arnarson samlegum vaxtahækkunum getur skapast grundvöllur fyrir raun- hæfum og varanlegum kjarabótum eftir þennan millileik. Til að það megi takast blasir við að hófsemi verður að vera leiðar- ljós í þessum kjarasamningum og við ákvarðanir um laun stjórnenda og arðgreiðslur til eigenda næstu misseri. Tal um að mikill hagnaður sé í við- skiptalífinu byggir að miklu leyti á misskilningi og gömlum tölum. Árið í fyrra skilaði betri afkomu en árið í ár og horfurnar fyrir næsta ár eru því miður ekki bjartar, meðal annars vegna vaxtastefnu Seðla- bankans. Af koma sveitarfélaga er af leit og ríkissjóður er rekinn með bull- andi halla enn eitt árið. Að sönnu er mikill hagnaður í stærstu sjávar- útvegsfyrirtækjunum, bönkum og vátryggingarfélögum. Sá hagn- aður dreifist hins vegar ekki út um atvinnulífið. Flestar greinar berjast enn við að komast á réttan kjöl eftir Covid og á þeirri leið er Seðlabanki Íslands þrándur í götu. n 32 Helgin 3. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 3. desember 2022 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.