Fréttablaðið - 03.12.2022, Page 40

Fréttablaðið - 03.12.2022, Page 40
Lögreglan fer á vett- vang í því skyni að handtaka fólk því þetta sé orðið hvimleitt. Landsréttur staðfesti í nóvem- ber dóm yfir Elínborgu Hörpu Önundardóttur vegna brota háns á lögreglu- og hegningar- lögum. Atvikin áttu sér stað á mótmælum. Lögmaður háns segir dóminn og aðgerðir lög- reglu til þess gerðar að fæla fólk frá mótmælum. Þau stefna á Mannréttindadómstól Evr- ópu fáist ekki önnur úrlausn í Hæstarétti. Ég bjóst ekki við neinu af dómstólum, út frá minni reynslu og því sem ég hef séð annars staðar,“ segir Elí, um niðurstöðu Landsréttar í máli háns fyrir um mánuði síðan. Þar var staðfestur dómur héraðsdóms um tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm Elí fyrir að hafa sparkað í lögreglu- mann og fyrir að hafa brotið í þrí- gang gegn 19. grein lögreglulaga með því að óhlýðnast fyrirmælum lögreglunnar á mótmælum sem haldin voru við Alþingi og í inn- gangi dómsmálaráðuneytisins vegna fyrirhugaðrar brottvísunar hælisleitenda. Það þriðja var þó ekki á mótmælum heldur var háni gefið að sök að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu í Austurstræti þar sem hán aðstoðaði mann vegna veikinda hans. „Við höfum verið að sjá ákveðið þema þar sem dómstólar virðast frekar standa með ríkisvaldinu en einstaklingum. Þannig var ég ekki endilega hissa á þessari niðurstöðu en ég var þó hissa að dómur héraðs- dóms hafi verið staðfestur að fulln- ustu og ekki gerðar neinar athuga- semdir. Ég hélt að sumu yrði hliðrað til og ég myndi þannig fá refsingu, en á sama tíma myndi dómstóllinn sýna að hann væri alveg til í mót- mæli, en kannski ekki of mikið af þeim,“ segir Elí, sem telur að í dómi Landsréttar hafi þröskuldurinn Myndin er tekin í dómsmálaráðuneytinu þegar mótmælin fóru fram þar 5. apríl 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jón Þór Ólason, lögmaður Elí, og Elí Hörpu og Önundardóttir. Þau bíða þess nú að fá að vita hvort þau geti farið með mál Elí til Hæstaréttar FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Verður að vera raunveruleg ógn Lovísa Arnardóttir lovisaa @frettabladid.is 19. grein lögreglulaga: 19. gr. Skylda til að hlýða fyrirmælum lögreglu. Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna um- ferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri. verið settur mjög neðarlega þegar kemur að mótmælum og hvað megi gera á þeim. Meint spark Í dómi Landsréttar segir að þrátt fyrir að Elí hafi sparkað í lögreglu- manninn þegar lögregla dró hán af pappaspjöldum á mótmælum á Austurvelli, þá sé ekki á neinn hátt hægt að réttlæta þá háttsemi að sparka í lögreglumann. „Meinta sparkið sést ekki á neinum myndböndum, lögreglu- maðurinn fékk ekkert áverkavott- orð og man ekki hvorn fótinn ég á að hafa sparkað í. Öll vitni, fyrir utan umræddan lögreglumann og einn annan lögreglumann, sögðust ekki hafa séð neitt spark,“ segir Elí. „Við ákvörðun refsingar vegna brotanna í dómsmálaráðuneyt- inu og fyrir framan Alþingi, yrði á hinn bóginn að líta til þess að fyrir E vakti að standa vörð um réttindi hælisleitenda og það gerði hún með því að nýta á friðsaman hátt stjórnarskrárvarinn rétt sinn til 40 Helgin 3. desember 2022 LAUGARDAGURFrÉttablaðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.