Fréttablaðið - 03.12.2022, Side 44

Fréttablaðið - 03.12.2022, Side 44
Ég fer í mína fyrstu ferð til Kína þarna rétt eftir fyrsta SARS-far- aldurinn. Lína Guðlaug Atladóttir Lína Guðlaug Atladóttir hefur gríðarlegan áhuga á Kína og vill hún draga upp það sem hún kallar rétta mynd af landinu. fréttablaðið/stefán Lína Guðlaug Atladóttir fór fyrst til Kína árið 2003 í þeim tilgangi að sækja dóttur sína sem hún hafði ættleitt. Í þeirri ferð kolféll hún fyrir landinu. Lína gaf nýlega út bókina Rót, sem er nokkurs konar leiðarvísir fyrir Íslend- inga og inniheldur allt sem við þurfum að vita um Kína. Lína Guðlaug ólst upp sem mikill lestrarhestur og las hún meðal annars bækur Pearl S. Buck um Kína af gríðarlegum áhuga. Á þeim tíma lét hún sig dreyma um fjarlæg lönd en gat ekki ímyndað sér að hún myndi nokkurn tíma heim- sækja austrið. Ferðalög hennar á unglingsárum voru ævintýraferðir með lestum um Evrópu. Árið 2003 var hún svo sest í breið- þotu á leið í sína fyrstu ferð til Kína. Hún hafði þá verið búin að ættleiða kínverska stelpu og var á leiðinni út til að sækja hana. Hún segist muna mjög vel eftir því þegar hún sat í f lugvélinni og fylgdist grannt með á skjánum þegar vélin f laug yfir Úralfjöllin í Rússlandi. Þá hafi hún einmitt munað eftir gömlu kortabókinni, vafinni í bláköf l- ótt hlífðar plast eins og tíðkaðist á hennar yngri árum, en strax í barnaskóla myndaði Lína sterk tengsl við landafræði. Lína segir að ferðin hafi verið mjög eftirminnileg og ástandið í Kína nokkuð svipað því sem við þekkjum í dag. „Ég fer í mína fyrstu ferð til Kína þarna rétt eftir fyrsta SARS-faraldurinn. Ég var búin að bíða í tvo mánuði með að fá að leggja af stað því það var sama ástand þá og er í dag. Landið var bara lokað.“ Einstakt tækifæri Fjórum árum seinna, árið 2007, var hún aftur á leiðinni til Kína og í þetta skipti fékk hún að leiða litlu fimm ára stelpuna sína um borð í stóru breiðþotuna. Lína segir að sú ferð hafi verið nokkurs konar upp- spretta að bókinni hennar Rót, því það var einmitt þá sem hún byrjaði að afla sér allra þeirra heimilda sem enduðu í bókinni. Ákvörðunin um að skrifa bókina hafi hins vegar komið mörgum árum seinna. Í millitíðinni byrjaði Lína svo að læra Austur-Asíufræði við Háskóla Íslands. Hluti af því námi felur í sér skiptinám í Kína og skrifaði hún lokaritgerð sína um neytenda- markaðinn í Kína. Eftir að hafa lokið námi byrjaði Lína svo að skrifa bókina. Lína segist alltaf hafa viljað fara í framhaldsnám erlendis en hafði aldrei haft tíma til þess hér áður fyrr. „Maður lætur ekkert setja sig í einhvern bás bara af því maður er kominn á einhvern aldur, hvort sem það er yngra fólk eða eldra fólk. Mér finnst mjög gott að vera smá fyrirmynd og ég naut mín afskaplega vel sem skiptinemi, þó svo að allir krakkarnir þarna væru helmingi yngri en ég,“ segir Lína og hlær. „Ég bara naut mín frá því ég lenti og þar til ég fór aftur heim, þrátt fyrir að þetta væri oft og tíðum gríðarlega krefjandi. Námið var til dæmis alveg sérstaklega krefjandi en allt í tengslum við það að upp- lifa nýtt samfélag var bara ótrúlega spennandi,“ segir Lína. Hún segist hafa fengið einstakt tækifæri til að fylgjast með sam- félagi takast á við miklar breyt- ingar og að slíkt sé eitthvað sem þekkist ekki í okkar nútímasögu. Það brann mjög á henni að koma öllu því sem hún sá, til skila á sem bestan hátt. Það skipti hana miklu máli að miðla þekkingu sinni áfram. Mikill áhugi á Kína Lína segir einnig að hún hafi fundið fyrir miklum áhuga frá öllum sem hún talaði við, hvort sem það var hér heima eða úti í Bretlandi. „Alls staðar var áhugi á Kína, en það vantaði þekkingu og mér fannst ég hafa svo gríðarmikla þekkingu sem ég vildi miðla.“ Hún bætir við að hún hafi einnig viljað draga upp það sem hún kallar rétta mynd af Kína, en ekki þessa einslitu mynd sem svo margir hafa af landinu. Upprunalega hafði Lína ekki mikinn áhuga á Kína og var það ekki land sem snerti hana á neinn sérstakan hátt. „Þegar ég var ungl- ingur að alast upp þá hafði ég lítinn áhuga á Kína maóismans og það var bara lítið rætt um Kína. Það eina sem ég man eftir varðandi tengsl Íslands við Kína er að það voru Kína-skór sem fengust í Hag- kaup og svo var reyndar haldin list- munasýning á Kjarvalsstöðum sem ég man vel eftir,“ segir Lína. Hún segir að Íslendingar og Kín- verjar eigi margt sameiginlegt og hefur hún sérstaklega tekið eftir því eftir að hafa unnið með íslensk- um hönnuðum. Ákveðin minni- máttarkennd hafi verið ríkjandi í báðum löndum og tíðkaðist það áður fyrr að fela uppruna þjóðar- innar. Það var ákveðin hugsun að með því að notast meira við erlend nöfn þá ættu vörumerki meiri möguleika á alþjóðlegum markaði. „Menn voru alltaf að fela íslenska upprunann en núna er hann talinn styrkleiki og það er kannski það sem tekur við í Kína í framtíðinni. Þó svo að nútímavæðingin sé að eiga sér stað á ljóshraða í Kína þá tekur alltaf tíma að byggja upp sjálfstraust,“ segir Lína og bætir við að skortur á sjálfstrausti eigi það til að skapa ákveðinn þjóðarrembing. Ástríðuverkefni Að lokum segir Lína að bókin hennar, Rót, sé lýsandi dæmi um samband hennar við Kína. Hún tekur það fram að bókin hafi fyrst og fremst verið ástríðuverkefni og hún segi umbúðalaust frá. Það var skýr stefna hjá henni að lestur bókarinnar væri ákveðin upplifun fyrir lesandann. „Ég lít á mig sem brúarsmið á milli Íslands og Kína. Ég er að byggja brýr á milli menningar- heima og þessi brú var alveg svaka- lega löng og var átta ár í byggingu, sem er ekki mjög kínverskt. Þeir hefðu örugglega byggt brú á átta dögum,“ segir Lína og brosir. „Mér finnst bara að það skipti miklu máli að það sé til brú og svo ræður þú hvort þú ferð yfir hana eða ekki. En ef þú hefur einhverja hæfileika eða þekkingu þá skiptir líka miklu máli að hafa sjálfstraust- ið til að koma því á framfæri,“ segir Lína. n Lítur á sig sem brúarsmið Alls staðar var áhugi á Kína, en það vantaði þekkingu og mér fannst ég hafa svo gríðarmikla þekkingu sem ég vildi miðla. Lína Guðlaug Atladóttir Helgi Steinar Gunnlaugsson helgisteinar @frettabladid.is 44 Helgin 3. desember 2022 LAUGARDAGURFréttabLaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.