Fréttablaðið - 03.12.2022, Side 51

Fréttablaðið - 03.12.2022, Side 51
Múlaþing Sími 4 700 700 mulathing@mulathing.is mulathing.is Sveitarfélagið Múlaþing leitar að byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa á umhverfis- og framkvæmdasvið. Leitað er að metnaðarfullum aðilum sem vilja vinna á líflegum og skemmtilegum vinnustað við krefjandi og fjölbreytt verkefni. Á umhverfis- og framkvæmdasviði Múlaþings starfar öflugur hópur fólks sem samanstendur af vel menntuðum og kraftmiklum einstaklingum. Um 100% framtíðarstörf er að ræða og er næsti yfirmaður framkvæmda-og umhverfismálastjóri. Val er um fasta starfsstöð á einni af fjórum skrifstofum Múlaþings; Egilsstöðum, Borgarfirði eystri, Djúpavogi eða Seyðisfirði. Nánari upplýsingar og hægt að sækja um störfin má finna á heimasíðu Múlaþings www.mulathing.is undir flipanum „störf í boði“ eða á starfasíðu Múlaþings hjá Alfreð https://mulathing.alfred.is/ Umsóknarfrestur til 30. október nk. Aðrar upplýsingar veitir Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda-og umhverfismálastjóri Múlaþings í síma 4700 700 eða á netfanginu hugrun.hjalmarsdottir@mulathing.is Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is Spennandi tækifæri fyrir rétta aðila á umhverfis- og framkvæmdasviði Múlaþings Leikskólakennari við leikskóladeild eyðisfjarðarskóla Seyðisfjarðarskóli auglýsir lausa til umsóknar stöðu leikskólakennara. Um 100% stöðu er að ræða. Seyðisfjarðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og listaskóli og staðsettur á þremur nálægum starfsstöðum í miðbæ Seyðisfjarðarkaupstaðar. Leikskólinn er tveggja deilda lei skóli með um 26 nemendur. Nánari upplýsingar um leikskólann, www.seydisfjardarskoli.sfk.is Umsóknarfrestur er til 13. desember nk. Sótt er um starfið á heimasíðu Múlaþings undir „störf í boði“ eða á starfasíðu Múlaþings hjá Alfreð https://mulathing.alfred.is. Aðrar upplýsingar veitir Þórunn Hrund Óladóttir, skólastjóri í síma 866-8302 eða á netfanginu thorunn.oladottir@mulathing.is Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mul thing.is Grunnskóli Seltjarnarness Laust starf Yngsta stig og miðstig Leiklistarkennari og/eða tónmenntakennari 80% starf Vakin er athygli á að starfið hentar öllum kynjum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélaga. Upplýsingar um starfið veitir Kristjana Hrafnsdóttir skólastjóri: kristjana.hrafnsdottir@seltjarnarnes.is og í síma 5959200. Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar á www.seltjarnarnes.is undir Störf í boði. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 19. desember 2022. Umsjón með starfinu hafa Jensína K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is). FlyOver Iceland er sýndarflugs sýning á heims­ mæli kvarða og er hluti af FlyOver Attractions sem er í eigu bandaríska fyrirtækisins Pursuit sem rekur ferðaþjónustu um víða veröld. Pursuit er hluti samstæðu Viad, félags sem skráð er í kauphöllina í New York (VVI). Umsókn skal vera á ensku, bæði ferilskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og settur fram rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Framkvæmdastjóri FlyOver Iceland FlyOver Iceland, fyrirtæki í fararbroddi upplifunarferðaþjónustu á Íslandi, leitar að leiðtoga með reynslu af stjórnun og viðskiptaþróun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi til að fara fyrir frekari sókn eins vinsælasta afþreyingar- og upplifunarstaðar landsins. Framkvæmdastjórinn mun fara fyrir öflugu liði stjórnenda og annars starfsfólks og þarf að búa yfir afburða samskiptafærni. Þá mun hann vinna náið með Pursuit, stærsta eiganda félagsins. Hlutverk framkvæmdastjórans er að stjórna rekstrinum og tryggja að settum markmiðum sé náð. Framkvæmdastjórinn heyrir undir stjórn félagsins. Helstu verkefni og ábyrgð: • Ábyrgð á daglegum rekstri í samræmi við markmið, framtíðarsýn og fjárhagsáætlun sem mótuð er af stjórn í samvinnu við framkvæmdastjóra. • Leitast við að upplifun gesta fari fram úr væntingum og tryggja að farið sé eftir ítrustu kröfum um öryggi og umhverfisvernd. • Fara fyrir öflugum og tryggum hópi starfsfólks með það að markmiði að auka enn frekar starfsánægju. • Náið samstarf við teymi FlyOver Attractions og Pursuit í samræmi við skilgreind hlutverk. • Viðskiptaþróun. • Almannatengsl og samskipti við fjölmiðla. • Undirbúningur stjórnarfunda í samráði við stjórnarformann og þátttaka í þeim. Hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi. • Dugnaður, ástríða, frumkvæði og þor til að gefa sig að verkefninu. • Brennandi áhugi á þjónustu og upplifun gesta. • Stjórnunarreynsla úr fjölþjóðlegu umhverfi, samskiptafærni og hæfileiki til að hrífa aðra með sér. • Góð greiningarhæfni og gott skynbragð á rekstur og fjármál. • Reiprennandi íslensku- og enskukunnátta í töluðu sem rituðu máli. • Víðsýni og færni í að greina kjarnann frá hisminu. Umsóknarfrestur er til og með 12. desember nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.