Fréttablaðið - 03.12.2022, Side 78

Fréttablaðið - 03.12.2022, Side 78
Mér finnst bransinn hér heima miklu meira „faðmlag” heldur en bransinn úti. Jónas Alfreð Birkisson er ungur og efnilegur leikari sem leikur í nýrri sjónvarpsþátta- röð á Netflix, 1899, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda á heimsvísu undanfarnar vikur. Ég útskrifaðist í júní 2019 úr Listaháskóla Íslands og flutti út til Bretlands í kjöl- farið, en unnusta mín var þar í námi í kvikmynda- framleiðslu. Hún útskrifaðist í febrúar 2020 og við ætluðum að taka ár úti og reyna við bransann. Svo kemur Covid svo þetta var því miður skammlíft. Þetta var ævin- týri, en við enduðum á því að flytja heim,“ segir Jónas Alfreð Birkisson, sem lék nýverið í sjónvarpsseríunni 1899, sem er að gera allt vitlaust á streymisveitunni Netflix. Að sögn Jónasar líður honum betur á Íslandi og því hafi f lutning- urinn heim gert honum gott. Hér ríki meiri samstaða meðal leikara en ekki stöðug samkeppni. „Mér finnst bransinn hér heima miklu meira „faðmlag“ heldur en bransinn úti. Þar eru allir að berjast um olnbogapláss inn í þessa stóru maskínu sem kvikmyndabransinn er á Englandi. Hérna er þetta miklu meira stuðningur og hjálp. Maður er kannski að prufa fyrir sömu hlutverk og vinir hérna heima, en það er ekk- ert nema stuðningur og fólk hvetur hvert annað áfram,“ segir Jónas. Fyrsta hlutverkið sem Jónas landaði hér á landi var í sjónvarps- þáttaröðinni um Stellu Blómkvist árið 2021, sem ætti að vera f lest- um Íslendingum vel kunn. Jónas segir að þótt hlutverkið hafi verið í smærri kantinum hafi það verið skref í áttina að einhverju stærra. „Ég fæ þetta hlutverk í þáttunum sem aðstoðarmaður innanríkisráð- herra. Það er nafnið á karakternum. Hann fékk ekki nafn og hét bara þetta. En þrátt fyrir að hlutverkið hafi kannski verið í mýflugumynd má segja að það hafi verið fyrsta skrefið í að gera þetta að einhverri stærðargráðu,“ segir Jónas. Harkaði í ár Þá hafi tekið við ár þar sem hann hafi verið að harka í bransanum, án árangurs. „Ég var í tæpt ár að reyna og reyna og fékk engin hlutverk og enga vinnu. Þetta var endalaust af pruf- um og ég fékk endalaust af nei-um. Ég var samt búinn að ásetja mér að gera þetta af fullum krafti þannig að ég var ekki að vinna við neitt annað. Ég setti alla einbeitingu í þetta. Og að lokum fékk ég þessa prufu fyrir sjónvarpsþáttaröð sem heitir 1899, fyrir karakter sem er norskur og heitir Einar,“ segir Jónas. Þáttaröðin 1899 er úr smiðju leik- stjórans Baran bo Odar og handrits- höfundarins Jantje Friese, þeirra sömu og gerðu þættina Dark, sem eru mörgum Netflix-aðdáendum án efa vel kunnir. Jónas segir tækifærið til að leika í þáttunum langþráð, en hann hafði verið að reyna fyrir sér sem leikari um nokkurn tíma, bæði hér á landi og í Bretlandi. Sögusvið 1899 er um borð í skipi sem er á leið frá Lundúnum til fyrir- heitna landsins, Ameríku, um alda- mótin 1900. Söguþráðurinn fylgir fjölda fólks af hinum ýmsu þjóð- ernum, sem allt á það sameiginlegt að þrá betra líf í landi tækifæranna. Tökur hófust í Berlín í Þýskalandi í maí í fyrra og stóðu fram í byrjun nóvember. Talað á níu tungumálum Jónas segir tímann ytra hafa verið einstaklega skemmtilegan, þrátt fyrir tíðar ferðir til Berlínar með til- heyrandi Covid-prófum, sóttkvíum og sóttkvíarhótelum. „Þetta var æðislegur tími. En það er eitt sem er mjög áhugavert við þessa þætti, sem er að þeir eru fjölþjóðlegir. Það er leikið á ótrú- lega mörgum tungumálum, mjög ólíkt því sem gerist oft í svo stórum verkefnum þar sem allir tala ensku, sama hvaðan þeir eru. Þarna er bara haldið í sannindin, þannig að ef þú ert frá Portúgal, þá talar þú bara portúgölsku og þú skilur ekk- ert endilega þýsku,“ segir Jónas og heldur áfram: „Ég er til dæmis að leika á norsku og Danirnir leika á dönsku. Norð- maðurinn og Daninn skilja hvor annan en þeir skilja ekki Frakkann.“ Tungumálin sem eru töluð í þátt- unum eru níu talsins, allt frá kín- versku og portúgölsku til ensku og dönsku. Jónasar segist hafa verið mjög stressaður yfir því að vera með íslenskuskotna norsku. „Það voru tungumálafulltrúar á tökustað sem töluðu tungumálin sem við vorum að leika á, til þess að þýða fyrir leikstjórann. Hann er þýskur og talar náttúrulega ekki öll þessi tungumál. Og ef hann var ánægður með leikinn gat hann spurt þennan fulltrúa hvort textinn og flutningurinn hefði verið í lagi. Ég var aðallega stressaður yfir að ég myndi vera með geggjaðan íslensk- an hreim á norskunni minni, en allt ferlið fékk ég engar athugasemdir,“ segir Jónas. Eftir að þættirnir komu út hafi hann svo heyrt frá Norðmanni, sem hefur umsjón með vali á leikurum, að hann hafi verið mjög sannfær- andi sem Norðmaður. „Ég er alinn upp í Noregi og fædd- ist þar, þannig að ég náði því ágæt- lega að leika á norsku. Báðir for- eldrar mínir voru úti í námi þegar ég fæddist og við bjuggum þar þangað til ég var þrettán ára, með stuttum stoppum hér og þar. Ég byrjaði minn leiklistarferil í raun og veru þar, en ég var í barna- og unglinga- leikhóp frá átta ára aldri og þangað til ég f lutti heim,“ segir Jónas og bætir við: „Þannig að uppvaxtarárin hjálp- uðu til að halda í norskuna, þrátt fyrir að orðaforðinn hjá mér sé kannski svolítið táningslegur.“ Þakklátur fyrir tækifærið Jónas segist gríðarlega stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu verkefni. Hann sé í Nánast allur heimurinn að horfa Jónas segist gríðarlega þakklátur fyrir þau tækifæri sem hann hafi fengið í leiklistinni undanfarið ár. Slík tækifæri séu alls ekki gefin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Baran bo Odar, leikstjóri sjón- varpsþáttanna 1899, ásamt handritshöf- undinum Jantje Friese, við frum- sýningu þátt- anna í Berlín í síðasta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Erla María Davíðsdóttir erlamaria@ frettabladid.is skýjunum með viðtökurnar eftir að þáttaröðin kom út á Netflix. „Ég er samt ekki beint sjóaður í þessu, að vita hvað eru góðar við- tökur á Netf lix og hvað ekki, en þetta var vinsælasta sjónvarpsefnið þar í síðustu viku og var númer eitt í einhverja sex daga þegar ég tékkaði síðast, af þeim níutíu löndum sem Netflix tekur sinn gagnagrunn út frá. Sem er náttúrulega bara ótrú- legt,“ segir Jónas og bætir við: „Það var nánast allur heimurinn að horfa á 1899 í síðustu viku – og það er náttúrulega bara sturlað. Fyrstu fjóra dagana var áttatíu milljónum klukkustunda streymt af 1899 um allan heim. Það er bara magnað og ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu,“ segir Jónas. Spennandi verkefni fram undan Jónas er með mörg járn í eldinum þessa dagana, en hann hefur verið iðinn við kolann í leiklistinni síðustu mánuði. Hann segir mörg spennandi verkefni fram undan, en þó megi hann ekki tala um nokkur þeirra að svo stöddu. „Ég get alveg talað um það sem ég er búinn að leika í, en ekki það sem er að koma. Ég vil ekki „jinx-a“ það sem er ókomið. En ég var í tökum í Ungverjalandi á þætti sem heitir FBI International, en hann kemur út í desember. Síðan er bíómynd sem er að koma á Netflix, Heart of Stone, sem Gal Gadot leikur í og var í tökum hérna heima líka, en ég var í smá hlutverki í þeirri mynd,“ segir Jónas og heldur áfram: „Ég fór út til Bretlands til að leika í myndinni og á móti stórstjörnu eins og Gal Gadot, sem var dálítið fyndin upplifun. Að hitta einhvern sem maður hefur séð hundrað sinnum á skjánum – og svo er hún þarna, og ég líka,“ segir Jónas. Þá var Jónas að leika í sinni fyrstu íslensku bíómynd sem ber heitið Natatorium og kemur út á næsta ári. Myndinni er leikstýrt af Helenu Stefánsdóttur, en hún skrifar einnig handritið. Jónas segir bjarta tíma fram undan, en fyrst og fremst finni hann fyrir þakklæti fyrir þau tæki- færi sem hann hafi fengið síðastliðið ár. Slík tækifæri séu alls ekki gefin. „Þetta er ein af áhættunum þegar maður ákveður að verða leikari, því það eru aðrir sem ráða því hvort ég er ráðinn í verkefni eða ekki. En þetta er ótrúlega skemmtilegt og ég er búinn að eiga sjúklega viðburða- ríkt ár og er mjög spenntur fyrir því sem koma skal,“ segir Jónas. n Þetta er ein af áhætt- unum þegar maður ákveður að verða leikari, því það eru aðrir sem ráða því hvort ég er ráðinn í verkefni eða ekki. 46 Helgin 3. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.