Fréttablaðið - 03.12.2022, Side 80

Fréttablaðið - 03.12.2022, Side 80
Það vakti blendnar tilfinn- ingar hjá íslensku þjóðinni þegar hinu goðsagnakennda Stjörnutorgi í Kringlunni var lokað fyrir fullt og allt eftir 23 ára starfsemi. benediktarnar@frettabladid.is Í stað Stjörnutorgs hefur nýtt veit- inga- og af þreyingarsvæði verið opnað, Kúmen, og eru því mathallir á Íslandi orðnar ellefu. Einhverjir myndu segja að við værum með allt of margar mathallir, á meðan aðrir fagna fjölbreytileika matarmenn- ingarinnar. Fréttablaðið hefur tekið saman mathallir Íslands. n Mathallirnar orðnar ellefu Stjörnutorg Sú sem byrjaði þetta allt. Allir Íslendingar þekktu Stjörnutorg, sem var starfrækt í 23 ár. Þarna komu saman allir hópar samfélagsins og snæddu á hinum ýmsu dýrindis veitingastöðum sem torgið hafði upp á að bjóða. Staðir líkt og Rikki Chan, Serrano og Subway verða áfram opnir á Kúmen, en landinn mun alltaf eiga sínar ógleymanlegu minningar af Stjörnutorgi. Hlemmur mathöll Það má segja að mathallar-æðið hafi byrjað í ágúst 2017, þegar glæný og glæsileg níu veitingastaða mat- höll var opnuð á Hlemmi. Hlemmur var áður fyrr ein af aðalskiptistöðvum Strætós og aðalfélagsmiðstöð upprennandi pönkara sem héngu þar dagsdaglega. Í dag er að finna þar mathöll sem sækir innblástur í hinar rómuðu evrópsku mathallir. Grandi mathöll Í Bakkaskemmunni við gömlu höfnina í Reykjavík er að finna Granda mathöll. Mathöllin opnaði dyrnar árið 2018 og er hún sögð vera önnur mathöllin sem var opnuð hér á landi. Þar má finna sjö fjölbreytta veit- ingastaði og einstaklega fallegt útsýni yfir höfnina. Höfði mathöll Árið 2019 var í efri byggð borgarinnar opnuð mat- höll á Höfða. Það var talsverð spenna meðal þeirra sem vinna á svæðinu, en fjöldi fyrirtækja er með starfsemi sína á svæðinu. Tíu veitingastaði má finna í Höfða, sem er oftar en ekki smekkfull af svöngum gestum. Borg29 Í Borgartúni, sem oft hefur verið kallað fjármálamiðstöð Íslands, er að finna mathöllina Borg29. Mathöllin hóf starfsemi sína í apríl 2021, en þar er að finna fjölbreytt úrval veitingastaða sem henta hvort sem þú ert að grípa þér mat í flýti eða mæta með góðum vinum og eiga notalegt kvöld. Mjólkurbúið Mathallir eru ekki bundnar við höfuðborgina og ákveðið var að koma einni slíkri fyrir í nýjum miðbæ Selfoss í fyrra. Mathöllin er staðsett í endurreistu Mjólkurbúi Flóamanna, sem var byggt árið 1929, en rifið aðeins 25 árum síðar. Í Mjólkurbúinu er að finna tíu veitingastaði, sem Selfyssingar og aðrir gestir geta notið matar á. Gróðurhúsið Í Hveragerði má finna Gróðurhúsið, sem er ein allra flottasta mathöll landsins. Eins og allir vita er Hveragerði þekkt sem Blómabærinn og því kom ekki annað til greina en að hafa alls kyns gróður sem innblástur mathallarinnar. Fjölbreytta starfsemi er að finna í húsinu, en ásamt mat- höll er þar að finna verslanir, matarmarkaði og ísbúð. Vera mathöll Háskólanemar glöddust mikið þegar fréttir bárust af mathöll í Grósku hugmyndahúsi í Reykjavík. Vera er opin og björt mathöll þar sem góðan mat er að finna, enda eru átta veitingastaðir með starfsemi þar. Einnig er hægt að mæta á skemmtilega viðburði, líkt og uppistand og tónleika í þessari fjölbreyttu mathöll. Hafnartorg Gallery Nýverið var opnaður nýr áfangastaður fyrir alla þá sælkera sem vilja smakka það besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða. Í hjarta Reykjavíkur er Hafnar- torg Gallery, þar sem fjöldi veitingastaða og verslana er til húsa. Áætlun Hafnartorgs Gallery er að vera miðpunktur mannlífs í nýju borgarrými, þar sem allir geta upplifað menningu og bragðað á góðum mat. Pósthús Foodhall Ein allra glæsilegasta mathöll landsins opnaði dyr sínar fyrir landsmönnum nýverið á einu frægasta horni miðborgarinnar. Pósthús Foodhall er opin og skemmtileg mathöll sem er staðsett í hjarta Reykja- víkur og hefur hún nú þegar slegið í gegn. Í Pósthúsi er að finna fjölbreytta flóru veitingastaða, því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Mathöll Vesturlands Þessa perlu er að finna í B59 Hotel í Borgarnesi, en um vinsælan ferðamannastað er að ræða. Mathöll Vesturlands opnaði dyr sínar fyrir almenningi í sumar og þar er að finna sex einstaka veitingastaði sem gleðja Borgnesinga sem og aðra gesti. Kúmen Upp úr ösku hins sögufræga Stjörnutorgs rís hin glæsilega mathöll Kúmen. Þó að margir gráti endalok Stjörnutorgs, þá er ekki hægt að segja annað en að Kúmen sé einkar flott og skemmtileg mathöll, sem staðsett er í Kringlunni. Nafnið Kúmen hefur vakið mikla athygli, en Kúmen er kryddið sem má finna í kringlum. Skemmtilegt. 48 Helgin 3. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.