Fréttablaðið - 03.12.2022, Síða 102

Fréttablaðið - 03.12.2022, Síða 102
Á efnisskrá tónleik­ anna eru verkin Andante frá 2006 eftir Þuríði Jónsdóttur og Galgenlieder frá 1996 eftir Sophiu Gubai d­ ulinu. Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð v er ð g et ur b re ys t á n fyr irv ar a. Cinque Terre 3. eða 10. júní í 7 nætur Júní 2023 595 1000 www.heimsferdir.is 255.900 Flug & hótel frá 7 nætur Fararstjóri: Vilborg Halldórsdóttir GÖNGUFERÐ tsh@frettabladid.is Kammersveit Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í Norður­ ljósum Hörpu á morgun, sunnu­ daginn 4. desember, klukkan 16. Þema tónleikanna að þessu sinni er barokk í norðri, en á efnisskrá eru verk sem öll tengjast norðurhluta Evrópu og eru eftir tónskáld sem áttu ættir að rekja til eða störfuðu í Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Einnig verða frumf luttar nýjar útsetningar á íslenskum þjóðlögum og jólalögum eftir selló­ leikara sveitarinnar, Hrafnkel Orra Egilsson. Einleikari er Áshildur Har­ aldsdóttir flautuleikari. „Við Íslendingar eigum því miður lítið af tónskáldum frá þessum tíma en þess í stað verða frumf luttar nýjar útsetningar við tvö þjóðlög sem tengjast jólahátíðinni sem og eitt af okkar þekktustu jólalögum, Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns,“ segir Hrafnkell Orri. Tónleikarnir verða hljóðritaðir af Ríkisútvarpinu og eru framlag Rásar 1 til Jólatónleikadags Sambands evrópskra útvarpsstöðva þann 18. desember og verður útvarpað í yfir 15 löndum, þar á meðal Bretlandi, Danmörku, Finnlandi og Ástralíu. Franz Benda var fæddur í Bæheimi en starfaði við hirð Frið­ riks hins mikla í Potsdam. Einleik­ ari í f lautukonserti hans er Áshildur Haraldsdóttir. Johan Daniel Berlin var Prússi, fæddur þar sem nú er Litáen, en starfaði í Þrándheimi. Dietrich Buxtehude fæddist í Hels­ ingjaborg í Svíþjóð. Hann er senni­ lega þekktastur fyrir störf sín sem orgelleikari í Lübeck, en sagt er að Johann Sebastian Bach hafi ferðast fótgangandi um 400 kílómetra til að hlýða á leik hans. Johan Helmich Roman var fæddur í Stokkhólmi og starfaði við hirðina þar. Hann lærði tónsmíðar meðal annars hjá Georg Friedrich Händel og hefur oft verið nefndur „hinn sænski Händel“. n Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur í Norðurljósum Barokktónleikar Kammersveitar- innar hafa komið tónleikagestum í hátíðarskap í rúm 40 ár. MYND/AÐSEND tsh@frettabladid.is Tríóið KIMI f lytur tónlist í Breið­ holtskirkju í dag klukkan 15:15. Gálgaganga er yfirskrift tónleika KIMI á tónleikum 15:15 tónleika­ syrpunnar í Breiðholtskirkju. Á efnisskránni eru verkin Andante frá 2006 eftir Þuríði Jónsdóttur og Galgenlieder frá 1996 eftir Sophiu Gubaidulinu. Tríóið KIMI skipa þau Jónas Ásgeir Ásgeirsson harmón­ íkuleikari, Katerina Anagnostidou, slagverksleikari og Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir söngkona, gestaleik­ arar á tónleikunum verða Björg Brjánsdóttir, f lautuleikari og Xun Yang, kontrabassaleikari. Hópurinn KIMI var stofnaður árið 2018, tríóið einblínir einkum á flutning nýrrar tónlistar í bland við eigin útsetningar á þjóðlögum og sönglögum. Á meðal tónskálda sem samið hafa verk sérstaklega fyrir KIMI eru Finnur Karlsson, Þóranna Björnsdóttir, Gunnar Karel Másson og Hugi Guðmundsson. Hópurinn hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2021 fyrir tónleika ársins í f lokkn­ um sígild og samtímatónlist og gaf út sína fyrstu smáskífu fyrr á þessu ári hjá plötufyrirtækinu Dacapo Records: Hljóðritun á verkinu Bit­ tersweet sem tónskáldið Nikki Martin samdi fyrir hópinn árið 2018. n KIMI kemur fram í Breiðholtskirkju Tríóið KIMA skipa þau skipa Jónas Ásgeir harmóníkuleikari, Katerina Anag- nostidou, slagverksleikari og Þórgunnur Anna söngkona. MYND/AÐSEND Áslaug Íris Katrín byggði sýninguna Bergmál á gömlum pappírsverkum sem hún uppgötvaði aftur. Titill sýningarinnar kallast á við vinnuaðferðina og efnisvalið. tsh@frettabladid.is Myndlistarmaðurinn Áslaug Íris Katrín er mikilvirk um þessar mundir en hún opnaði tvær sýn­ ingar á dögunum. Fréttablaðið heimsótti sýningu hennar Bergmál í Listvali á Granda. „Fyrir þessa sýningu dró ég fram gömul pappírsverk, svona þriggja ára gömul, sem ég vann út frá ennþá eldra vatnslitamálverki. Mér fannst gaman að handleika þau og koma að þeim aftur og ákvað að það yrði svolítið kjarninn í sýningunni. Ég er alltaf að leika mér með þessi form og þau koma alltaf aftur og aftur inn í verkin mín í gegnum árin,“ segir Áslaug. Að sögn Áslaugar leikur hún sér að því í sýningunni að láta verkin kallast á og eiga í samtali hvert við annað. „Ég dró upp skuggamynd eftir málverki, skar svo út negatívurnar á þeim formum sem komu, raðaði svo negatívunum upp á nýtt blað, þar sem urðu til pósitívur og svo koll af kolli,“ segir hún. Takmarkanir og reglur Áslaug segist hafa sett sér ákveðnar takmarkanir og reglur í sköpunar­ ferlinu sem hún hafi svo leikið sér með. „Snúa formunum við og á hvolf, stækka þau og minnka. Oft þegar ég er að skera kannski tvö form út úr sama pappír, þá verður til annað form á milli þeirra. Þetta er eins konar leikur. Þess vegna kalla ég sýninguna Bergmál, því þetta er eins og bergmál úr öllum áttum. Svo fannst mér líka orðið bergmál svo fallegt því ég nota oft steina í verkum mínum og vinn á steindan flöt.“ Verk Áslaugar eru ólík að stærð og gerð en öll eiga þau það sam­ eiginlegt að vinna með óhlutbundið myndmál, eða abstrakt. „Þegar ég fór að raða þessum litlu verkum upp í röð fannst mér formin verða svolítið eins og bókstafir. Það er líka hugmynd sem ég er alltaf að velta fyrir mér og hef mikinn áhuga á. Hvenær verður abstrakt form að einhverju sem við þekkjum, eins og bókstöfum eða hlutum? Form eins og kúla og ferhyrningur eru kannski allt í einu orðin að vasa.“ Heimsmyndin stækkar Verkin þín eru abstrakt en þú notar oft hluti í þau eins og steina. Hvernig spilar það inn í óhlutbundna mynd- málið? „Til að byrja með vann ég bara abstrakt en svo hefur þetta bara þróast út í þetta. Það er kannski ein­ mitt þessi hugmynd, hvenær verður eitthvað að einhverjum hlut sem við þekkjum? Það getur líka verið skiln­ ingur, þegar maður lærir eitthvað þá getur maður ekki aflært það. Barn sér abstrakt form úti um allt en svo lærir það að þekkja heiminn og þá stækkar heimsmyndin. Mér finnst það svo falleg hugsun.“ Að sögn Áslaugar tengist vinnu­ ferli hennar með pappírsverkunum því svolítið hvernig hún hugsar um heiminn. „Í pappírsverkunum er ég að raða negatívunum undir pósitívurnar, stundum sést ekki alveg í þau öll en þau eru þarna. Maður veit að þau eru þarna. Það er líka svolítið eins og hvernig við skiljum heiminn. Ég er svolítið að hugsa um lög og filt­ era. Við stöndum hérna inni og ég er að horfa á húsið hinum megin við götuna en ég er líka að horfa á rýmið hérna inni, gluggann og veðrið úti og allt sem er á milli. Svo er spurning hvað maður ákveður að meðtaka. Það er líka þannig í sam­ bandi við skoðanir í þjóðfélaginu og afstöðu okkar gagnvart hlutunum. Hvað ætlum við að taka mikið inn? Hvað veljum við til þess að búa til heimsmynd okkar?“ Teygir sig í ólíkar áttir Áslaug opnaði nýlega aðra sýningu í Neskirkju sem ber titilinn Skil I Skjól og er töluvert frábrugðin Berg­ máli. Eru þetta ólíkar sýningar? „Þetta eru mjög ólíkar sýningar fyrir mér, sú sýning er miklu dýpri tilfinningalega og persónulegri. Mér finnst eins og ég sé með þessum tveimur sýningum svolítið að teygja mig sitt í hvora áttina. Þetta er samt allt í eðlilegu flæði við það sem ég er að gera. Bergmál er svolítið þessi formhugsun og Skil I Skjól er meira flæði og náttúra.“ Spurð um hvað sé næst á döfinni segist Áslaug ekki geta gefið mikið upp en ekki skortir þó verkefnin. „Það er alls konar á döfinni. Fjöl­ breytt verkefni á næsta ári og bara ýmislegt skemmtilegt, lítið og stórt.“ n Bergmál úr öllum áttum Áslaug nefndi sýninguna Bergmál því vinnuaðferð hennar minnir á bergmál auk þess sem hún notar oft steina í verkum sínum og vinnur á steindan flöt. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Áslaug opnaði nýlega tvær myndlistarsýningar sem hún segir vera mjög ólíkar og lýsir þeim sem hún væri að teygja sitt í hvora áttina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 70 Menning 3. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.