Fréttablaðið - 03.12.2022, Page 103

Fréttablaðið - 03.12.2022, Page 103
TÓNLIST Aðventutónleikar Söngsveitin Fílharmónía Stjórnandi: Magnús Ragnarsson Einsöngur: Hallveig Rúnarsdóttir Hörpuleikur: Elísabet Waage Langholtskirkja sunnudaginn 27. nóvember Jónas Sen Þegar ég var tveggja eða þriggja ára fóru foreldrar mínir með mig til Kaupmannahafnar rétt fyrir jól. Einn daginn fór ég með pabba niður í bæ. Þá sá ég mann í hvítum kattarbúningi. Pabbi sagði mér að þetta væri Jólakötturinn. Ég varð skelfingu lostinn. Og ekki að undra. Jólakötturinn var óvættur, gæludýr Grýlu og Leppalúða og hann át börn sem fengu ekki föt í jólagjöf. Var hann að fara að éta mig? Jólakettinum brá fyrir á tónleik- um Söngsveitarinnar Fílharmóníu í Langholtskirkju síðasta sunnu- dagskvöld. Þetta voru aðventutón- leikar og á efnisskránni voru lög sem hæfðu tilefninu. Eitt þeirra var Jólakötturinn eftir Ingibjörgu Þorbergs við ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum. Í sjálfu sér er lagið dálítið klunnalegt því það er svo endur- tekningasamt, en útsetningin hér var skemmtileg. Hún var eftir Skarp- héðin Þór Hjartarson og einkennd- ist af hugvitsamlegum tilþrifum og sívaxandi krafti. Kórinn stappaði og einhverjir mjálmuðu á viðeigandi stöðum. Útkoman hitti beint í mark. Misskemmtilegur fyrri hluti Eins og gengur á svona tónleikum var fyrri hluti dagskrárinnar helg- aður dálítið þungmeltri tónlist, en léttmetið réð ríkjum í seinni helm- ingnum. Eitt af þyngri lögunum var hið frumflutta Við sem komum víða að eftir Tryggva Baldvinsson. Það var afskaplega falleg tónlist, mjög ljóðræn og flæðandi. Mariam Matrem Virginem, um Maríu mey eftir Michael McGlynn við miðalda- texta var líka hástemmt og fullt af andakt. Ég höfði lýt eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson var sömuleiðis ágætt, bæði grípandi og nett. Sísta lagið á efnisskránni var án efa Betlehemstjarnan eftir Áskel Jónsson. Það var óttaleg armæða, svo drungalegt og leiðinlegt að furðu sætti að það skyldi rata á tón- leikana, sem annars voru svo upp- lífgandi. En svo byrjaði stuðið Nokkur frábær lög voru f lutt á seinni helmingi dagskrárinnar, á borð við hið sívinsæla þjóðlag frá Katalóníu, Fúm, fúm, fúm, einnig Jólasveinninn minn, Stráið salinn, og svo hin dásamlega Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Við áheyr- endurnir fengum meira að segja að syngja með, en það var í laginu Nú ljóma aftur ljósin skært. Einhverjir Mjá mjá og stapp stapp gárungar hafa breytt titlinum í Nú ljóma afturljósin skært, en hér virt- ist textinn ekki standa í neinum. Söngurinn var fullur af tilfinn- ingum og enginn flissaði. Hallveig Rúnarsdóttir sópran söng einsöng í nokkrum lögum og gerði það af mikilli fagmennsku. Söngurinn var kröftugur, magn- þrunginn og upphafinn. Hörpu- leikur Elísabetar Waage var líka ómþýður og lét vel í eyrum. Söngsveitin Fílharmónía söng prýðilega. Söngurinn var tær og innilegur, samtaka og styrkleika- jafnvægi mismunandi raddhópa eins og best verður á kosið. Magnús Ragnarsson stjórnaði og gerði það af kostgæfni. Hann er með músíkalsk- ari mönnum, með næma tilfinningu fyrir skáldskapnum í tónlistinni og hefur svo mikið að segja. Hann er einfaldlega frábær kórstjóri. n NIÐURSTAÐA: Mjög skemmtilegir tónleikar að langflestu leyti. Gagnrýnandi Fréttablaðsins segir Aðventutónleika Fílharmóníu í Langholts- kirkju síðasta sunnudag hafa að mestu verið skemmtilega. MYND/AÐSEND Söngsveitin Fílharm- ónía söng prýðilega. Söngurinn var tær og innilegur, samtaka og styrkleikajafnvægi mismunandi radd- hópa eins og best verður á kosið. Mjúkspjalda Rafbók Ný harðsoðin og hörkuspennandi glæpasaga eftir Jón Atla Jónasson. „... bókin er raunverulega fyndin, sem er ekki algengt í íslenskum glæpasögum, og þar að auki mjög spennandi.“ ARNÓR HJARTARSON / STUNDIN „Á sama tíma og maður óttaðist hvað myndi gerast á næstu síðu þá kveið maður því mest að klára bókina, vildi einfaldlega meira.“ ANDRI FREYR VIÐARSSON / RÁS 2 , Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA LAUGARDAGUR 3. desember 2022 Menning 71FRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.