Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2022, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 03.12.2022, Qupperneq 110
Tilnefningar eru tutt- ugu og ein talsins.Pantanir fyrir hópa og fyrirtæki á hafsteinn@betristofan.com eða í síma 779 2416 SJÓNVARPSÞÆTTIR Wednesday Aðalhlutverk: Jenna Ortega, Gwendoline Christie, Emma Myers Streymisveita: Netflix Nína Richter Hin dimma og dök k k lædda Addams-fjölskylda, stef sem allir yfir þrítugu þekkja. Höfuð fjöl- skyldunnar, hjónin Morticia og Gomez, tignarleg og ástfangin upp fyrir haus. Upp er niður, vont er gott og hendur án búka ganga um gólf. Litla dóttirin, Wednesday Addams, er ekki ljúf og góð heldur hnyttin og vond og nú er Wednesday orðin unglingur í nýjum Netflix-þáttum. Wednesday er eldklár, sjálfstæð, hnyttnari en nokkru sinni, fylgin sér og skemmtilega gölluð. Hún er drauma-kvenpersóna þeirra sem eru þreyttir á hefðbundnu kven- hetjuformi. Hún er Lína Langsokkur úr myrkrinu og kynnist sjálfri sér á meðan áhorfendur kynnast henni. Í hverjum þætti í þessari átta þátta röð gefur hún tilsvar sem hægt væri að sauma á púða. „Bara svo að þú vitir það þá þykist ég ekki vera betri en allir aðrir, ég er bara betri en þú.“ Framvindan er þétt og góð og heldur áhorfandanum vel við efnið. Þættirnir svíkja ek k i heim Addams-fjölskyldunnar heldur bæta vel við hann. En það hefði verið skemmtilegra og nær upp- runanum að sjá myndarlega týpu á borð við Pedro Pascal túlka fallega klædda föðurinn. Tónskáldið Danny Elfman er á sínum stað og lyftir góðu efni enn hærra. Wednesday tíunda áratugar- ins, leikkonan Christina Ricci, er í aukahlutverki sem er skemmtilegt fyrir gömlu aðdáendurna. Hin stór- kostlega Gwendoline Christie, ein áhugaverðasta leikkona samtímans, er ógleymanleg í hlutverki skóla- stjóra galdraskólans og sannar enn eina ferðina að hún getur túlkað hvaða persónu sem er. Wednesday Addams er túlkuð af Jennu Ortega sem er að öllu leyti frábær og heldur óaðfinnanlega uppi mjög krefjandi hlutverki. n NIÐURSTAÐA: Þættirnir líkjast samsuðu þess allra besta úr unglingakvikmynda- og sjón- varpsþáttagerð síðustu ára. Hryllingur sem minnir á bestu stefin úr Stranger Things, yfirnátt- úrulegt skólasamfélag sem minnir á Harry Potter – nema ferskara og skemmtilegra, unglingaást sem minnir á bestu spretti Twilight og rannsókn leidd af eldklárum unglingi í anda Enolu Holmes. Það er bannað að missa af þessum þáttum og undirrituð vill fá aðra þáttaröð strax í gær. Lína Langsokkur myrkrahöfðingjans ninarichter@frettabladid.is Tilnefningar til Kraumsverðlaun- anna hafa verið kynntar og verða þau afhent í fimmtánda sinn seinna í þessum mánuði. Verðlaunin miða að því að heiðra plötur sem telj- ast skara fram úr varðandi gæði, metnað og frumleika. Á vef verð- launanna segir: „Verðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlauna- plötu heldur að beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild sinni og þeim sex hljómplötum sem ár hvert hljóta Kraumsverðlaunin.“ n Stirnir og gugusar meðal tilnefndra Guðlaug Sóley, eða gugusar, er til- nefnd til Kraumsverðlaunanna í ár. Árið 2022 eru eftirfarandi tilnefnd: n Alfreð Drexler – Drexler’s Lab n Ari Árelíus – Hiatus Terræ n Ástþór Örn – A machine that runs on blood n Final Boss Type ZERO – 1000 Cuts n Fríða Dís Guðmundsdóttir - Lipstick On n Guðir hins nýja tíma – Ég er ekki pervert, ég er spæjari n gugusar – 12:48 n Kraftgalli – Kúlomb n Kruklið SAMHERJI: The musical n Kusk - Skvaldur n Kvelja - Andþrot n Kvikindi - Ungfrú Ísland n Lilja María Ásmundsdóttir & Ines Zinho - Internal Human n Oh Mama - Hamraborg n Óskar Kjartansson - Gork n Ronja - 00000 n Siggi Olafsson (Berglind Ágústsdóttir) - Lost at war n Skurken - Dagur n Stirnir - Beautiful Summer, Big Stjarna n Ultraflex - Infinite Wellness n Una Torfa – Flækt og týnd og einmana Í hverjum þætti í þessari átta þátta röð gefur hún tilsvar sem hægt væri að sauma á púða. „Bara svo að þú vitir það þá þykist ég ekki vera betri en allir aðrir, ég er bara betri en þú.“ Aðventan er sérstakur tími þar sem við viljum skarta okkar fallegustu klæðum. Á dögunum hélt tímarítið GQ verðlaunahátíð undir formerkjunum „karlmenn ársins“ og klæddust þar margir helstu tískufröm- uðir karlpeningsins sínum fínustu þráðum. Hér er því að finna góðar hugmyndir fyrir aðventu- og jólastílinn. ragnarjon@frettabladid.is Steldu stílnum fyrir jólin Breski rapparinn Stormzy sést hér í sérstak- lega flottum yfirhnepptum jakkafötum. Það eru sumir sem ein- faldlega þora. Eddie Redmayne er hér í jólalegri og virkilega fallegri rúllukraga- peysu en það eru eflaust fáir sem myndu láta hana virka eins vel og hann. Rapparinn Jack Harlow og leikarinn John Boyega voru eins og Yin og Yang. Það verður þó að segjast að stíll Boyega er flottari, að mati blaðamanns. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Slaufa sem maður bindur sjálfur verður allt- af flottari en sú sem er forhnýtt. Módelið Paolo Busti sýndi og sannaði þessa reglu á rauða dreglinum. Það er greinilegt að flauelið er á leið- inni til baka, en bandaríski leikarinn Stanley Tucci sést hér í klassískum vínrauðum flauelsjakka. Hér er annar stíll sem er bara fyrir þá djörfu, en ítalska fyrir- sætan Antonio Pulvirenti ögraði með hvítu loði og leðurbuxum. Jenna Ortega fer á kostum í hlutverki hinnar hnyttnu Wednesday. MYND/SKJÁSKOT Ítalski leikarinn Aless- andro Borghi var fáránlega flottur í flauelsjakka- fötum. 78 Lífið 3. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.