Fréttablaðið - 03.12.2022, Side 112

Fréttablaðið - 03.12.2022, Side 112
„Skemmti leg frá sögn um lítt þekktan kafla í sögunni sem sýnir sjálf stæðis bar áttuna frá nýju sjónar horni. Höfundur leitast við að setja Ís land í sam hengi við byltinga sögu Evrópu. Þetta er vand lega unnið verk sem fær les endur til að endur meta stöðu Ís lands í umheiminum.“ U M S Ö G N D Ó M N E F N D A R Í S L E N S K U B Ó K M E N N T A V E R Ð L A U N A N N A S Ö L V I S V E I N S S O N / M O R G U N B L A Ð I Ð LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is Dekkri hliðar sögunnar og nördaleg hlaðvörp Hlaðvarpsáhugakonan Hólmfríður Helga og kisan Katya fyrir framan nýmálaða skápa heimilisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hólmfríður Helga Sigurðar- dóttir Thoroddsen er grunn- skólakennari og öflugur hlað- varpsaðdáandi, sem deilir eftirlætis hlaðvarpsþáttum sínum með lesendum. ninarichter@frettabladid.is Hlaðvarpsþættir eru sívaxandi af þreyingarform og framboðið virðist endalaust. Hægt er að hlusta á streymisveitum á borð við Spotify og iTunes og ljóst að allir geta fundið efni sem hentar þeirra áhugasviði, sama hversu sértækt það kann að vera. Við lítum á skemmtileg dæmi. n Last Podcast on the Left Ein af eftirlætis hlaðvarpsfram- leiðslum Hólmfríðar er Last Podcast on the Left. „Það eru þrír bandarískir gæjar sem heita Ben, Marcus og Henry. Marcus Parks var einmitt að kaupa hlut í Grapevine um daginn sem er mjög skemmtilegt,“ segir Hólmfríður. Að sögn Hólmfríðar er hlaðvarpið að kanna dekkri hliðar sögunnar í bland við sönn sakamál. „Það sem mér finnst skemmtilegast er svona dark history, sögur sem eru stranger than fiction,“ segir Hólmfríður. „Þetta gerðist í alvöru, djöfull er þetta galið!“ Hólmfríður málaði skápa heima hjá sér í síðustu viku og hlustaði á meðan. „Ég var að hlusta á þætti sem ég var búin að hlusta á áður, svona míní-seríur inni í þeirra seríum,“ segir hún. „Það voru fimm þættir um MK-Ultra prógrammið sem var bara raunveruleg tilraun bandarísku leyniþjónustunnar til að búa til einhverja ofurhermenn og fá fólk til að lesa hugsanir, svona raunverulegt kaldastríðs-clus- terfuck, ógeðslega áhugavert,“ segir hún. Hólmfríður segir að tilraunin hafi leitt af sér jaðarkúltúr í Bandaríkjunum og að LSD-of- skynjunarlyfið hafi komist í um- ferð í kjölfarið. Þá segir Hólm- fríður að sögusvið Stranger Things þáttanna sé innblásið af tilrauninni. Hún útskýrir að þáttastjórn- endurnir séu fimm saman og þeir kasti mikið á milli. „Einn þeirra sér um rannsóknarvinn- una og les upp umfjöllunarefni þáttarins. Annar sem er svona grínari og svo er þriðji sem er þáttarstjórnandi og stillir til friðar þegar umræðan er orðin of heit,“ segir hún. Að sögn Hólmfríðar eru þátta- stjórnendur á svipuðum aldri og hún sjálf og því tengi hún vel við poppmenningarvísanir og teng- ingar við samtímann. Þó séu þeir ekki uppteknir af pólitískri rétthugsun og nálgunin sé mjög ólík þeirri nálgun sem aðdáendur kvennaþátta um sönn sakamál eigi að venjast. „Það er mjög vönduð rann- sóknarvinna í gangi. Ég get mælt með þáttum eins og þeim þegar þeir tóku fyrir svarta dauða. Þeir gerðu það fyrir ári síðan og það eru fjórir þættir. Þeir eru nýbúnir að taka fyrir galdraofsóknirnar í Salem,“ segir Hólmfríður og bætir því við að hún fari aldrei á fætur á laugardagsmorgnum án þess að hlusta fyrst á nýjasta þáttinn af Last Podcast on the Left. „Þeir leggja líka rosalega mikla áherslu á það, þegar þeir taka fyrir þekkt mál í True Crime, raðmorðingja eða eitthvað svoleiðis, að þeir hafna algjörlega því að setja fjöldamorðingja í einhvern hetjuljóma eins og er oft gert þegar verið er að framleiða sjónvarpsþætti. Þeir eru svolítið í því að rífa þessa menn niður af einhverjum stalli, og ég fíla það. Það á ekkert að vera að upp- hefja þetta lið. Það er oft mjög áhugavert hvernig þeir nálgast það,“ segir hún. Hólmfríður segir elstu þættina mun síðri en hina nýrri. „Þeir verða alltaf betri og betri og slípast til. Fyrstu þættirnir þeirra eru alls ekki eins góðir. En þeir eru búnir að vera í þessu svo ótrúlega lengi og eru mjög sjóaðir, og gaman að hlusta á þá.“ The Rewatcher Hólmfríður segir að þekkt hlaðvarpsform sé tvær konur að fjalla um sönn sakamál. „Þar eru fremstar í flokki Karen og Georgia í My Fa- vorite Murder, og svo Ash og Alaina í Morbid. Það eru hvor tveggja mjög skemmtileg pod- cöst,“ segir hún og bætir við að báðar fram- leiðslurnar sendi út nýjan þátt í hverri viku. „Mig langaði að benda á að Ash og Alaina eru með nýtt hlaðvarp sem þær byrjuðu á núna í haust sem heitir The Rewatcher,“ segir Hólmfríður. „Þær eru að horfa á Buffy the vampire slayer. Alaina er á svipuðum aldri og ég, fædd 1985 eða 1986. Ash er 10 árum yngri og er að horfa á þetta í fyrsta skipti,“ segir hún. „Þær horfa á þetta þátt fyrir þátt, einn í viku og eru svo að tala um þáttinn. Þetta er brjálæðislega skemmti- legt,“ segir Hólmfríður. „Þær eru sjúklega fyndnar, eru frænkur en alast upp saman og eru mjög nánar. Það er gaman að hlusta á þær tala saman. Þær gagnrýna þættina og horfa á þetta með nútíma augum og tala um hvað eldist vel og tala um tískuna og tala beint inn í nineties pre-teen hjartað mitt og mér finnst það mjög notalegt. Mig langar að mæla með the Rewatcher fyrir öll nineties börnin sem eru núna að detta í fertugt. Þetta er mjög skemmtilegt podcast.“  80 Lífið 3. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.