Fréttablaðið - 03.12.2022, Side 114

Fréttablaðið - 03.12.2022, Side 114
ninarichter@frettabladid.is Gunnar Hjálmarsson, Doktor Gunni, hefur ásamt hljómsveit sent frá sér sitt fyrsta útgefna jólalag. Lagið ber titilinn Faðir Abraham. „Mig dreymir stundum einhver lög og mig dreymdi þessa melódíu. Textinn var: Meira myrkur, það var sú lína sem draumurinn kom með,“ segir Gunni um lagið. „Þá gat ég annað hvort samið drunga- legt þunglyndislag, en svo fattaði ég að þetta gæti verið jólalag,“ segir hann. „Ég hef aldrei samið jólalög áður sem hafa komi opinberlega út. Þá samdi ég þetta lag upp úr þessum draumi. Þetta er eiginlega fram- haldssaga um manninn sem var með Bónuspokann í fyrra, Aum- ingjann,“ segir Gunni og vitnar til lagsins Aumingi með Bónuspoka sem kom út á plötunni Nei ókei í fyrra. „Núna er hann að snapa sér jólahátíð hjá vinkonu sinni,“ segir Gunni. „Nafnið kemur fram, hann heitir Sveinn. Kærastan hans heitir Helga og það hefur eitthvað slest upp á vinskapinn hjá þeim, en þetta fer svona þokkalega vel,“ segir Gunni kíminn. Aðspurður hvort hann sé mikill jólamaður, svarar hann: „Ja, það eru nú margir sem vilja að það sé í lagi að spila jólalög frá 1. desember. Mér finnst nóg að spila síðustu vikuna fyrir jól. Þetta eru voða mikið sömu lögin. Þetta verður ógeðslega þreytt þegar þetta eru fjórar vikur. En þetta er frábært allt saman, ágætis tími.“ Gunni segist aðeins vera farinn að hugsa út í gjafir og undirbúning jólanna. „Svo bara vonar maður að þetta verði klassískt jólalag og stef- gjöldin bara hrúgist inn á hverju ári.“ n Fyrsta jólalagið um aumingja Gunnar Lárus Hjálmarsson tónlistar- maður, þekktur sem Doktor Gunni. Wizard and the Bruiser „Svo er ég svo mikill nörd og hef alltaf verið. Þegar síðustu tvær seríurnar af Game of Thrones voru í gangi var ég að ná svona sjö klukkutímum af aukaefni á milli þátta, var bara að hlusta á fólk greina þættina til þess að sefa hungrið á milli þátta. Maður er orðinn svo óvanur því að horfa á línulega dagskrá. The Last Podcast on the Left strákarnir framleiða The Wizard and the Bruiser. Þeir eru að fjalla um alls konar sem tilheyrir svona nördakúltúr sem mér finnst brjálæðislega skemmtilegt. Þeir hafa tekið fyrir Princess Mononoke, Independence Day, Twin Peaks, mikið af tölvuleikjum, Mario Cart, Rick and Morty og Adventure Time. Það kitlar allar nördataugarnar inni í mér af því að stundum hef ég rosalega mikla þörf til að tala um eitthvað sem mér þykir skemmtilegt en enginn í kringum mig hefur áhuga á.“ Lore Hólmfríður segist hafa ein- staklega gaman af myrkum sagnfræðihlaðvarpsþáttum. „Kannski svolítið eins og Leðurblakan sem Vera Illuga- dóttir gerði. Það er geggjað podcast, ótrúlega skemmti- legt,“ segir hún. „Í þeim geira er Aaron Mahnke geitin. Hann er með stórt framleiðslufyrirtæki sem heitir Grim and Mild sem framleiðir alls konar pod- köst,“ segir hún. „Þar er mitt uppáhalds, Lore, þar sem hann fer í gegnum alls konar svona þjóðsögur og sögur og tengir við raunveruleg mál og alls konar gleymd mál líka, og akkúrat þetta, gerðist þetta i alvörunni, vá hvað þetta er galið.“ Hólmfríður segist sér- staklega hrifin af því þegar staðreyndirnar eru furðu- legri en skáldskapur. „Af því að lífið og heimurinn er svo skrýtinn. Það eru ótrúlegustu hlutir sem fólki dettur í hug. Ótrúlega merkilegt hvernig viðhorf hafa breyst.“ Hún nefnir annað hlað- varp í sama dúr sem heitir The Conspirators. „Það er á svipaðri línu og er mjög skemmtilegt. Ég fæ aldrei leið á þessu.“ Ologies „Það er mjög sértækt. Kona sem heitir Allie Ward er með það og hún fær til sín alls konar sérfræðinga, um allt. Það eru til sérfræðingar í öllu. Ég hlustaði á þátt um daginn þar sem kom til hennar kona sem er mosasérfræðingur. Svo var steinasérfræðingur og ánamaðkasér- fæðingur. Það er ótrúlega skemmtilegt að fræðast um mismunandi sérgreinar. Það er hægt að sérhæfa sig í ótrúlegustu hlutum.“ The X-wife podcast „Mér þykir rosalega vænt um það af því að ég uppgötvaði það þegar ég fékk Covid og það fleytti mér í gegnum Co- vid. Ég var pínu súr að þurfa að hætta í miðjum katalógnum til að fara aftur í vinnuna, en síðan er ég búin að ná þeim aftur núna.“ Hjónin Justin og Alicia fram- leiða þættina og lesa saman í gegnum X-men teiknimynda- sögurnar. „Ég hef tekið svona tímabil þar sem ég hef sökkt mér á kaf í X-men. Það er svona minn uppáhaldshluti af Marvel-heiminum. X-men hefur margt fram yfir aðrar Marvel-sögur, og eru mjög framarlega. Mikil hinsegin menning og svona vítt karakt- ergallerí. Fólk af öllum þjóð- ernum, fólk sem er jaðarsett. Mér finnst skemmtilegt að skoða þessar sögur og hvernig þeim er komið á framfæri.“ Kannski svolítið eins og Leðurblakan sem Vera Illugadóttir gerði. Það er geggjað podcast, ótrúlega skemmtilegt. 82 Lífið 3. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.