Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 67

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 67
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V A K A Það veit hinn réttláti guð, heldur var þess krafizt af allri þjóðinni. Hvað sjálf- an mig áhrærir, þá finnst mér sá tími vera sem frelsun frá hinni erfiðu æsku minni. Enn þann dag í dag skammast ég min ekki fyrir að viðurkenna, að ég — yfirbugaður af óviðjafnanlegri að- dáun — féll á kné og þakkaði (guði) af heilum huga.“ Sjö árum seinna hefir Hitler orðið pólitískur áróðursmaður. Hann er þeg- ar fyrirliði lítils flokks, sem hefir á stefnuskrá sinni stækkun fósturlandsins og frelsun þjóðarinnar úr niðurlægingu auðmýkingarinnar. Hann hefir mynd- að fyrstu stormsveitir sínar. Það er eldskírn þeirra félaga, sem stendur fyrir dyrum. Þann 4. nóv. 1921 á Hitler að tala í ölkjallara í Munchen til flokks verkamanna. Áður en hann gengur inn í fundarsalinn, beinir hann nokkrum orðum til manna sinna. „í dag verðið þið í fyrsta skiptið, hvað sem fyrir kemur, að sýna hreyfingunni trúnað. Enginn okkar yfirgefur salinn, nema þeir, er verða bornir út sem dauðir. Prá þeim, sem hugdeigur hopar á hæl, ríf ég persónulega armbandið og tek af honum flokksmerkið. Munið eftir því, að árásin er bezta vörnin" Hann byrjar að tala. Eftir hálfan annan klukkutíma, heldur hann sig vera orðinn herra að- stöðunnar, en þá gerir hann sig sekan um óvarfærnislega athugasemd. Einn verkamaðurinn stekkur upp á stól og æpir út í salinn: „Frelsi!" Stjórnlaust hark hefst. Á nokkrum sekúndum er salurinn fylltur af æpandi, skrækjandi mannfjölda, af brestandi stólfótum og ölflöskum, sem þutu eins og fallbyssu- kúlur gegnum loftið. Það finnst varla nokkur, sem ekki er drifinn blóði. Og nú skeður það: „Allt í einu er hleypt af tveimur skammbyssuskotum, frá inn- ganginum í áttina til ræðustólsins, og nú hófst áköf skothríð. Ég næstum því réði mér ekki fyrir kæti við slíka upp- örfun gamalla stríðs-endurminninga." Það er andi strætisvirkjanna og skot- grafanna, sem hefir skapað Evrópu vorra tíma. Allstaðar í einvaldsríkjun- um mætir maður sama boðskapnum: hinni ruddulegu, brýnu nauðsyn aflsins ■— ofbeldinu — sem ráði til þess að ná hinum eina, heilaga tilgangi, og á þetta jafnt við endurreisn helsaðrar þjóðar, sem kúgaðrar stéttar. Samtímis þessu hjalar maður svo gjarna um almennan frið og almennt réttlæti sem hugsjón, hinzta takmark. Friður og réttur á að nást með stríði og rangsleitni. Tilgang- urinn á að helga meðalið. Vorir tímar þekkja aðeins eitt dæmi um stóran leiðtoga lýðsins, leiðtoga, sem hefir unnið sitt óskerta vald yfir sálun- um, án ofbeldis eða hótana um ofbeldi, án ytri valdsmeðala, já, með ákveðinni afneitun á notkun slíkra tækja: Ind- verjinn Gandhi. Fyrir orðum hans beyg- ir sig í auðmýkt meirihlutinn af hinum rúmlega 300 miljónum Indlands. Hann er hinn eiginlegi einræðisherra yfir þjóð sinni — á gjörsamlega annan hátt en hin opinberlega enska stjórn í Dehli. Árið 1920 tilkynnti Gandhi hið fyrsta stóra „óhlýðnisstríð" — mótþróabaráttu. Fylgismenn hans hættu að kaupa ensk- ar vörur, indverskir embættismenn drógu sig i hlé úr stöðum sínum, börnin voru tekin úr ensku skólunum, menn hættu að borga skatta og gjöld, neituðu að senda nokkra fulltrúa til þingsins — hættu yfirleitt að taka þátt í nokkru með enskum yfirvöldum. Svo þegar það kom fyrir — algjörlega gegn forboði Gandhis — að tvö einstök ofbeldisverk voru framin af uppæstum fólksfjölda, lagði hann á sig sjálfan ströng mein- læti og föstu til að bæta fyrir brotið. Baráttunni var aflýst. Stefnuskrá Ganhis er að hafa í gegn sjálfstæði Indlands án blóðsúthellinga, án vopnavalds. Enska stjórnin á að verða yfirunnin með hlutlausri and- stöðu; eingöngu með sálrænum, siðferði- legum þrótti.,,Ég er sannfærður um það,“ sagði hann einu sinni, „að ekki-ofbeldis- stefnan hefir ósegjanlega yfirburði fram yfir ofbeldið. Þróttur stafar ekki af líkamlegum eiginleikum, heldur af ó- beyjanlegum vilja. Það getur vel verið, að stjórnum í öðrum löndum verði 225.

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.