Rökkur - 01.08.1930, Side 25

Rökkur - 01.08.1930, Side 25
 R Ö Ií K U R 71 Auk þess hafa kvæSi eftir Beck á ensku verið birt í ýmsum blöð- um og tímaritum vestra. Eg fæ ekki betur séð en að þessi starfsemi Richards Becks sé svo lofsverð ,aS ekki megi minna vera en að hennar sé getið allítarlega hér. Þeir, sem kunnir eru Beck og ritum hans, vita vel, að hann er verkvandur maSur, kynnir sér efni það sem hann tekur fyrir mjög ítarlega, en frásögur hans ein- kennir hógværð og samviskusemi, lipurS og skýrleiki, og er því ekki um árangurinn af starfi hans að efast. Auka menn eins og Richard Beck mjög hróður lands og þjóðar. W. A. Kirkconnell. Kirkconnell prófessor er fæddur í Port Hope, Ontario, árið 1895, af írskurm ættum. Mentun hlaut hann í Queens University, Kingston og Lincoln College, Oxford. Sýndi hann framúrskarandi námshæfi- leika og var sæmdur heiðurspen- ingi úr gulli fyrir þekkingu sxna í klassiskum greinum. Enskupróf- essor við Wesley College varð Kirkconnell árið 1924. Hann er heiðursfélagi í ýmsum vísindafé- lögum og bókmentafélögum. Þótt hann sé enn ungur maður liggja þegar eftir hann merkar bækur: International Aspects of Unemploy- ment (1923), European Elegies (1928), The European Heritage (1929) og The North American Book of Icelandic Verse (1930). European Elegies er safn ljóða, 100 talsins, og eru þau þýdd úr fimmtíu málum og mállýskum. Hlaut Kirk:connell maklegt lof fyrir það verk, enda verður ekki urn það deilt, að auk undraverðrar málaþekkingar hefir hann til að bera mikla smekkvisi og frábæra hæfileika til að þýða ljóð. Á hann þó vafalaust_eftir að þroskast enn meir i þeirri list og afkasta miiklu á þessu sviði. Út af ástvinamissi, sem hann tók mjög nærri sér, fór hann að starfa að þýðingum á kvæðum þeim, sem birt voru í European Elegies. í þessu safni var þýðing á kvæðinu „Hvar eru fuglar“ (Stgr. Th.) og tveimiur erindum eftir Hallgrím Pétursson. Eftir þetta fór Kirk- connell prófessor að leggja enn meiri stund á að kynnast íslenskri ljóðagerð og fekk við þau kynni svo miklar mætur á íslenskum ljóð- skáldum, að hann tók sér fyrir hendur að þýða ljóð þeirra, með það fyrir augum, að gefa þýðinga- safnið út í bókarformi, til þess að kynna enskumiælandi þjóðum ljóðagerð Islendinga. Safn þetta er „The North American Book of Icelandic Verse“. Lagði prófessor- inn mikið að sér til að koma bók-

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.