Rökkur - 01.08.1930, Síða 27
73
ROKKUR
kynna sér íslenska ljóðagerð.
Mun hann og hafa þýtt flest eða
öll kvæðin á tæpu ári og sýnir
það glögt hve mikilvirkur hann
er. Og hann ræðst ekki á garð-
inn þar, sem liann er lægstur.
Hann þýðir sum Eddukvæðin
og kvæði söguskáldanna, t. d.
Höfuðlausn Egils Skallagríms-
sonar, og gengur því næst á röð-
ina og þýðir kvæði eftir hvert
skáldið á fætur öðru og klykkir
ut með kvæði eftir Kristmann
Guðmundsson, sem vafalaust
má telja einhvern liinn allra
efnilegasta liinna ungu íslensku
skáldsagnahöfunda, sem getið
haf sér góðan orðstír á síðari
árum. Enginn, sem lés bók Kirk-
connells, mun því fara í graf-
götur um það, að ljóðagerð hef-
ir altaf, frá því land bygðist,
dafnað á íslandi. Sá gróður hef-
ir staðið sígrænn og blómgandi
öld fram af öld, þrátt fyrir á-
þján og hvers konar nauðir, sem
Islendingar hafa átt við að
stríða.
Höfundurinn hefir tekið sér
mikið hlutverk og mun óhætt
að fnllyrða, jafnvel þótt löng-
Um tíma hefði verið varið til
þess að vinna það, og.þó fleiri
en einn maður liefði að því unn-
ið, að hér sé um þrekvirki að
rmða, þegar á alt er litið. Hvern-
ig Kirkconnell hefir tekist að
þýða fornkvæðin verða fræði-
mennirnir auðvitað að dæma
um. En eg get ekki betur séð
en að þýðingarnar á kvæðum
nútímaskáldanna séu yfirleitt
góðar og sumar afburðagóðar.
Tilgangur minn með línum
þessum er ekki að gagnrýna ein-
stök kvæði. Fyrir mér vakir að-
allega, að vekja eftirtekt á bók-
inni, hvetja menn til að kynna
sér hana, því mér dylst ekki, að
höfundurinn hefir unnið mikið
og merkilegt verk, sem hann á
hinar fylstu þakkir skilið fyrir,
Hinsvegar er því ekki að leyna,
að við fyrsta lestur verður
manni þegar Ijóst, að þýðing-
arnar eru misjafnar. Hygg eg,
að fleiri muni líta svo á. En þótt
menn líti þeim augum á bók-
ina í beild, er margt, sem ástæða
er til að taka fram í þessu sam-
bandi, fyrst af öllu það, að það
er ákaflega vandasamt að þýða
ljóð, ekki síst íslensk ljóð á
ensku. Og hinum snjöllustu
þýðendum tekst aldrei jafnvel.
Auk þess verður að taka tillit.
til þess, sem ávalt einkennir þá,
sem mildlvirkir eru — ekki síst
afburðamennina —, að sum
verk þeirra bera af öðrum sem
gull af eiri. Yið getum í því sam-
bandi minst á skáldsnillinginn
Matthías heitinn Jochumsson.
1 snjöllustu kvæðum sínum er
hann óviðjafnanlegur. Og við
dæmum Matthías sem skáld