Rökkur - 01.08.1930, Qupperneq 27

Rökkur - 01.08.1930, Qupperneq 27
73 ROKKUR kynna sér íslenska ljóðagerð. Mun hann og hafa þýtt flest eða öll kvæðin á tæpu ári og sýnir það glögt hve mikilvirkur hann er. Og hann ræðst ekki á garð- inn þar, sem liann er lægstur. Hann þýðir sum Eddukvæðin og kvæði söguskáldanna, t. d. Höfuðlausn Egils Skallagríms- sonar, og gengur því næst á röð- ina og þýðir kvæði eftir hvert skáldið á fætur öðru og klykkir ut með kvæði eftir Kristmann Guðmundsson, sem vafalaust má telja einhvern liinn allra efnilegasta liinna ungu íslensku skáldsagnahöfunda, sem getið haf sér góðan orðstír á síðari árum. Enginn, sem lés bók Kirk- connells, mun því fara í graf- götur um það, að ljóðagerð hef- ir altaf, frá því land bygðist, dafnað á íslandi. Sá gróður hef- ir staðið sígrænn og blómgandi öld fram af öld, þrátt fyrir á- þján og hvers konar nauðir, sem Islendingar hafa átt við að stríða. Höfundurinn hefir tekið sér mikið hlutverk og mun óhætt að fnllyrða, jafnvel þótt löng- Um tíma hefði verið varið til þess að vinna það, og.þó fleiri en einn maður liefði að því unn- ið, að hér sé um þrekvirki að rmða, þegar á alt er litið. Hvern- ig Kirkconnell hefir tekist að þýða fornkvæðin verða fræði- mennirnir auðvitað að dæma um. En eg get ekki betur séð en að þýðingarnar á kvæðum nútímaskáldanna séu yfirleitt góðar og sumar afburðagóðar. Tilgangur minn með línum þessum er ekki að gagnrýna ein- stök kvæði. Fyrir mér vakir að- allega, að vekja eftirtekt á bók- inni, hvetja menn til að kynna sér hana, því mér dylst ekki, að höfundurinn hefir unnið mikið og merkilegt verk, sem hann á hinar fylstu þakkir skilið fyrir, Hinsvegar er því ekki að leyna, að við fyrsta lestur verður manni þegar Ijóst, að þýðing- arnar eru misjafnar. Hygg eg, að fleiri muni líta svo á. En þótt menn líti þeim augum á bók- ina í beild, er margt, sem ástæða er til að taka fram í þessu sam- bandi, fyrst af öllu það, að það er ákaflega vandasamt að þýða ljóð, ekki síst íslensk ljóð á ensku. Og hinum snjöllustu þýðendum tekst aldrei jafnvel. Auk þess verður að taka tillit. til þess, sem ávalt einkennir þá, sem mildlvirkir eru — ekki síst afburðamennina —, að sum verk þeirra bera af öðrum sem gull af eiri. Yið getum í því sam- bandi minst á skáldsnillinginn Matthías heitinn Jochumsson. 1 snjöllustu kvæðum sínum er hann óviðjafnanlegur. Og við dæmum Matthías sem skáld
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.