Rökkur - 01.06.1931, Side 7

Rökkur - 01.06.1931, Side 7
R O K K U R 101 hergögn í verksmiðjum, sem nú hafa verið teknar til ann- ara nota, þarf tíma. En Frakk- ar liafa reiðuhúnar 1000 her- flugvélar, 1172 stórar fallbyss- ur o. s. frv. og mikinn her, reiðubúinn til að liefja árás með stuttum fyrirvara. Og jafnframt er pólskur her reiðubúinn til þess að vaða inn á Þýskaland, ef í það færi, og jafnvel líka her Tékkósló- vakíu.“ „Iðnaður Bandaríkjanna er á háu stigi. Samt leið heilt ár frá því Bandaríkin sögðu Þýska- landi stríð á hendur þangað til Bandaríkjunum urðu veruleg not af verksmiðjum sinum til skotfæra- og vopnaframleiðslu, Tíu þúsund þýskar verksmiðj- ur, sem nota mátti til hernað- arframleiðslu, voru eyðilagðar eða þeim var breytt. I einni af þýsku verksmiðjunum, sem eyðilagðar voru, voru 15,000 vélar. Það er mikið um það rætt, að lítill fastur, æfður her, sé miklu hættulegri en stór her, sem bygður cr upp af varaliði, sem kallað er saman skyndilega. Berum saman hvernig ástatt er um frakkneska og þýska herinn nú. Hvað getur hinn litli, æfði þýski her gert, þegar þess er gætt, að frakkneski herinn er útbúinn með á þriðja þúsund fallbyssum, en þýski herinn hefir ekki fullar 300 fallbyssur? Og svo góður fastur her er ekki til, að hann sé ekki gagns- lítill eða gagnslaus þegar til lengdar lætur, ef ekki er við höndina stórt, æft varalið.“ Von Gröner mótmælli því, að kostnaðurinn við ríkisvarnarlið- ið (Reichswehr) sé óeðlilega hár. Benti hann á, að fastur her verði þjóðinni altaf hlut- fallslega langtum dýrari, bæði vegna hærra kaupgjalds, hýs- ingar o. s. frv. Samt sem áður, segir von Gröner, hefir kostn- aðurinn við landvarnir okkar lækkað mikið hlutfallslega. „Til þess að endurbæta og byggja ný virki á landamærunum varði Frakkland miklu meira fé en allur kostnaður Þýskalands varð af landvörnum þess.“ Von Gröner kvað enga sönn- un hafa komið fram fyrir því, þrátt fyrir marg endurteknar á- sakanir í garð Þjóðverja, að þeir væri að vígbúast með leynd. Kveður hann ógerlegt að vinna að framleiðslu vopna og skotfæra í stórum stíl, án þess alment yrði á vitorði, því til shkrar framleiðslu þyrfti mik- inn fjölda manna. Hinsvegar kvað hann enga ástæðu til að leyna því, að „Reichsbanner“,

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.