Rökkur - 01.06.1931, Side 11

Rökkur - 01.06.1931, Side 11
R Ö K K U R 105 vinnuleysingjaher lifa þolanlegu lífi, varö ríkisstjornin að verja $ 184.850.000 (atvinnuleysistrygg- ingar). Á sama tírna var stórfé variS i ellistyrki og ekknastyrki, i þeirri von, aö yngra fólkiS fengi atvinnu gamla fólksins og ekkn- anna. Á síðastliönu ári hófu blaSa- kcngarnir og lávaröarnir Beaver- brook og Rothermere baráttu fyr- ir tollvernd. EinkunnarorS þeirra voru: Ernpire Free Trade. Engir iollmúrar innan Bretaveldis, en tollvernd gagnvart öSrum ríkjum. Nýr flokkur var stofnaSur til þess aS vinna aS þessum málum og kom flokkur þessi tveimur frambjóöendum á þing i auka- kosningum. Flokknum varS þó mikiS ágengt í öSru. Stofnun og barátta flokksins varö óbeinlínis til þess, aS Stanley Baldwin, leiö- togi íhaldsflokksins, neyddist til aS taka tollvernd á stefnuskrá íhaldsflokksins. I alþjóSamálum gætti þess miklu meira í framkomu Ramsay MacDonald, aS hann var Breti frekar en jafnaöarmaSur. Flota- málaráSstefna var haldin í Lon- don á árinu, meS nokkurum árangri, en rninni en búist haföi veriS viS. Bandaríkin, Bretland og Japan komu sér sarnan um aS draga lítils háttar úr vígbúnaSi á sjó, og var þannig frá samningum 8'engiS, aS Frakkland og Ítalía gæti skrifaS, undir, ef þessi tvö stórveldi gæti jafnaS ágreining sinn um flotamálin. I (Jenf hófu bresku fulltrúarn- ir baráttu fyrir almennri afvopn- un, en áhrifa Frakklands, sem krafSist öryggis á undan afvopn- un, gætti meira, því aö minsta kosti 12 Evrópuríki fylgja Frökk- um í þessum málum. Bresk alríkisstefna var haldin á árinu, en árangurinn varS sá, aS þýSingarmestu málunum var siglt í strand. ForsætisráSherrar sjálf- stjórnarnýlendnanna börSust fyrir tollvernd, til þess aö auka viö- skiftin innan Bretaveldis. JafnaS- armannastjórnin lét þá fara tóm- henta heim, og var Snowden fjár- málaráSherra talinn hafa mestu um ráSiS. En ráSgert er aS halda nýja ráSstefnu i Ottawa á yfir- standandi ári. Loks var Indlands- ráSstefnan sett. Hver árangurinn af henni verSur, er ekki hægt aS segja mikiS um aS svo stöddu, en segja má, aö framtíS Bretaveldis sé undir þvi komin, aS vel rætist úr þeim málum. Alment er taliö, aS skamt muni þess aS bíSa, aS jafnaSarmanna- stjórnin falli, en ef til nýrra kosn- inga kærni, verSur engu um úrslit- in spáS. í aSalflokkunum þremur er sundrung og óeining og öflug óánægja meS aSalleiStoga flokk- anna, Rarnsay MacDonald, Stan- ley Baldwin og David Lloyd

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.