Rökkur - 01.06.1931, Síða 20
114
R O K K U R
aði hann honum að hverfa þegar
um hæl aftur til Badajoz og kveðst
sjálfur koma á eftir hiö bráöasta.
Því næst sökti hann sér aftur niö-
ur í námiS með slíkum algleym-
ii;gs áhuga, aö bæöi föðurbróðir-
inn og heilablóðfalliö leiö honum
alveg úr minni.
Nokkrum dögum síðar komu
nýjar fréttir frá Badajoz, sem
meiri ástæða var til að láta ekki
eins og vind um eyrun þjóta. Tveir
elstu kórsbræðurnir komu til þess
að láta erkidjáknann vita, að nú
væri föðurbróðir hans, hinn há-
æruverðugi biskup, skilinn við, og
að kórsbræðurnir hefðu enn-
fremur samkvæmt helgum laga-
fyrirmælum átt fund með sér og
kjörið hann til biskups í stað hins
látna, og nú væri það innileg til-
mæli þeirra, að hann kæmi sjálf-
ur, kirkju Badajozbiskupsdæmi til
harmsbóta og huggunar, og tæki
við hinu nýja embætti.
Don Torribio hlýddi með at-
hygli á ræðu kórsbræðranna, og
sem hygginn maður lét hann ekki
svo gott tækifæri ónotað. Hann
dró nýja biskupinn afsíðis, óskaði
honum til hamingju, stutt og lag-
gott, og tók svo til orða:
;,Svo er mál með vexti, að son
einn á eg, Don Benjamín að nafni,
vel greindan og vel innrættan og
hjartabesta mann, en sökum þess
að hann hafði upphaflega enga
löngun til þess að nema hin leynd-
ardómsfullu vísindi, enda hafði
ekki orðið vart við, að hann hefði
neina hæfileika til þeirra, þá lét
eg hann verða klerk. Þessa mína
frómleiks ákvörðun hefir Drottinn
Iika látið blessast, því mér til
sannarlegs fagnaðar heyri eg alla
segja, að hann sé sómi og prýði
stéttarbræðra sinna í Tóledó. Nú
með þvi að þér, háæruverðugi
herra, munduð ekki geta aðstaðið
þetta tvent í einu, erkidjáknastörf-
ín og biskupsembættið, þá vildi eg
auðmjúklegast fara þess á leit við
yður, að þér veittuð syni mínum
erkidjáknaembættið."
„Æ“, svaraði biskupinn og var
sem kæmi á hann fát, „svo íeginn
sem eg vildi vera yður til vilja í
öllu, þá er mér það samt lífs-
ómögulegt í þetta skifti. Eg á ætt-
mgja nokkurn sem eg á að erfa
þegar þar að kemur. Hann er
klerkur og til ára kominn og ekki
í aðra stöðu hæfur en að vera
erkidjákni. Ef eg nú synjaði hon-
um þessa embættis, þá gerði eg
honum þar með þá sárustu skap-
raun og ekki honum einum, held-
ur einnig öllu mínu ættliði, sem eg
ann svo mjög og ber fyrir brjósti.
En heyrið þér,“ 'mælti hann og
blíðkaði sig í málrómi, „viljið þér
ekki fylgjast með mér til Bada-
joz? Getið þér verið svo harð-
brjósta að yfirgefa mig einmitt
núna þegar eg er að verða þess
megnugur að greiða eitthvað fyrir